Listin að lifa - 01.12.2004, Side 31
Gengið um
Skógarnesfjöru
og litið til fortíðar
Félag aldraðra í Mosfellsbæ var stofnað fyrir tveimur árum.
Félagsstarfið hefur verið á vegum bæjarins yfir tuttugu ár og
vel stjórnað, svo að ekki var farið inn á sömu verkefni hjá
nýja félaginu, en það hugsað sem stuðnings- eða hagsmunafélag
þessa aldurshóps. Auk þess verður margt sér til gamans gert, ef
að líkum lætur.
Gönguhópur varð fljótlega til sem leggur ævinlega af stað
frá Hlégarði, athvarfi félagsins, hvern laugardagsmorgun kl. 11.
Venjulega er valin klukkutímaganga í næsta nágrenni og hópur-
inn kastar mæðinni yfir kaffisopa áður en haldið er heim. Engar
reglur, bara arkað af stað til að fá holla hreyfingu og útiveru,
hvorki hraðamæling né aldurstakmark. Sólveig Bjartmarz hefur
leitt hópinn frá byrjun og farist vel.
Laugardaginn 11. október var brugðið út af venjunni og farin
gönguferð í öðru umhverfi. Svo vel tókst til að ástæða þótti að
segja ferðasöguna.
Það voru þær Sólveig sem er vel kunnug vestur á Snæfellsnesi og
Ingibjörg Magnúsdóttir, gjaldkeri félagsins, alin upp í Miklholti
Brottfluttir og heimamenn tóku höndum saman um að endurreisa
Miklholtkirkju eftir að sóknarkirkjan var lögð niður.
og Skógarnesi, sem vildu ólmar sjá okkur spranga um Skógar-
fjörur áður en Vetur konungur tæki völdin. Urtölur voru nokkrar
því að veðurspáin var alls ekki góð. Mörgum þótti því vitlegra
að bíða til vors. „Við förum víst,“ sagði Pétur formaður. Rúta var
fengin hjá Jónatan Þórissyni sem ævinlega flytur þetta fólk. Og
einn morgun lögðu 27 ferðafélagar upp frá Hlégarði í yndislegu
veðri sem hélst allan daginn. Slæma veðurspáin lendir ekki alltaf
á þeim degi sem henni er ætlað!
Leiðin fram undan er fjölfarin og flestum vel kunn, en Grétar
Snær Hjartarson, ritari félagsins, hafði lofað leiðsögn og stóð við
það. Hann kom vel klyfjaður með harmonikku, söngtexta, ferða-
bók um leiðina - og sögurnar komu sem af færibandi. Grétar er
kominn út af breiðfirskum og skagfirskum sagnaþulum, að auki
alinn upp með Vestfirðingum, svo að sögur og ljóð eru honum í
blóð borin. Hann býr líka yfir góðum leikarahæfileikum.
Ekki var hægt að aka um Borgarnes án þess að stoppa
í Hyrnunni, en þaðan var ekið vestur um Mýrar og komið að
Syðra-Skógarnesi. Þar var heilsað upp á hjónin Guðríði Kristj-
ánsdóttur og Trausta Skúlason sem eru að mestu hætt búskap, en
með nokkrar kindur, hesta og geldneyti. Trausti bættist í bílinn,
einnig dóttir Sólveigar sem var í sumarhúsi þar nærri. Hún kom
Gaman er að ganga eftir Skógarnesfjöru niður að rústum gamla
verslunarstaðarins við sjóinn.
á jeppa til að pabbi hennar gæti ekið þeim sem áttu erfiðara með
gang.
Eftir smáspotta frá bænum fórum við öll út úr bílnum. Nú tók
við löng ganga um þessar einstöku fjörur eða öllu heldur harðan
gullsand sem er óviðjafnanleg göngubraut. Þarna var Ingibjörg
á heimavelli, hafði verið mörg sumur í sveit í Skógarnesi. Nátt-
úrufegurð er þarna mikil og víðsýni stórkostlegt, fjallabjart eins
og best getur orðið. Jökullinn var þó hulinn mistri, snjóslæða í
fjöllum og brimlaust við fallegu gylltu ströndina.
Niðri við sjóinn gat að líta rústir gamla verslunarhússins sem
um og eftir aldamótin 1900 var útibú frá Tang og Riis í Stykkis-
hólmi, en á rústum þar skammt frá höfðu staðið hýbýli verslunar-
stjórans. Nú sóttu að mér gamlar myndir og minningar.
Þegar ég barn að aldri var að alast upp í Breiðafjarðareyjum
var Jóhanna Friðriksdóttir húsmóðir á Hvallátrum, en hún hafði
alist upp í Ytra-Skógarnesi. Þar hafði hún orðið eftir sem barn
þegar fjölskylda hennar flutti til Ameríku. Það átti að sækja hana
seinna, en forlögin ætluðu henni annað. Hún var þarna hjá góðu
fólki þar til hún giftist frænda mínum í eyjunum.
Þarna komu upp í huga minn frásagnir hennar af því, þegar
hún ung stúlka vann í þessari verslun niður við sjó. Eg spurði
Trausta bónda, hvernig hún hefði farið á milli því að nokkuð
langt er heim að bænum. Hann bjóst við því að hún hefði hlaupið,
ekki farið á hesti, enda verið sporlétt í þá daga.
Við sáum vel heim að Ytra-Skógarnesi. Litli, gamli bærinn
hefur verið lagaður og nú nýttur sem sumarbústaður. Effir góða
göngu var sest með nesti og lagið tekið undir harmonikkuleik
Grétars. Á leiðinni heim að Syðra-Skógarnesi fór bíllinn stóran
hring með okkur eftir sjávarsandinum eftir leiðsögn Trausta. Það
var eins og að aka á malbiki.
í fjarska höfðum við séð tvær kirkjur, sóknarkirkjuna á
Fáskrúðsbakka og aðra minni í Miklholti, en þangað var ferðinni
heitið. Sú kirkja hafði verið reist eftir að sóknarkirkjan var lögð
niður, vegna áhuga foreldra Ingibjargar. Þar höfðu brottfluttir og
heimamenn tekið höndum saman. Ingibjörg var stolt af þessari
fallegu litlu kirkju, dró sherryflöskur upp úr pússi sínu og tók
okkur öll „til altaris". Gyða Valgeirsdóttir, sem býr í Miklholti og
sér um kirkjuna, var þarna með okkur.
Enn var ég á valdi minninganna. Miklholtskirkja var vígð í
júlí 1946 við hátíðlega athöfn á sólríkum sumardegi. Þá fengu
Jóhanna frá Skógarnesi og Jón bóndi hennar í Látrum foreldra
mína vestan úr eyjum til að vera við vígsluna. Þetta var stór
ákvörðun og langt ferðalag í þá daga, og mikið frásagnarefni
þegar heim var komið. Eg get ekki stillt mig um að flétta þessar
minningar inn í ferðasöguna. Fyrir mig var þetta miklu meira
en dagsferð. Þetta var líka ferð til fortíðar. Það var þakklátt fólk
sem renndi í hlað á Hlégarði siðdegis eftir yndislega ferð á Snæ-
fellsnes. Slæma veðrið kom daginn eftir.
María S. Gísladóttir í Félagi aldraðra Mosfellsbte
31