Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 36

Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 36
Njáll Gunnarsson bóndi á Suður-Bár var með Kirkjufell, annað feg- ursta fjall á íslandi fyrir augunum, en segir fegurstu íslands- fjöllin á Ströndunum! Suður-Bár er fallega staðsett jörð með Kirkjufell og Grundarfjörð í sjónmáli. Úti fyrir má eygja eitt skerjanna í skerjagarðinum þar sem björgunarbáturinn strandaði með skipbrotsmennina af Eddunni. Strandafjöllin búa í honum Njáll sækir uppruna sinn á Strandimar og ber heiti æskuheimilis sins, Njálsstaða í Norðurfirði. Foreldrar hans fluttu í Grundarfjörðinn 1952 ásamt fjórum börnum sínum þegar atvinnan hrundi á Ströndum um 1950, og keyptu jörðina Suður-Bár sem Njáll tók síðar við. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi og giftist einni heimasætunni í sveitinni,“ segir hann. Seinna, þegar börnin átta voru flogin úr hreiðrinu, stefndu hjónin Njáll og Helga Gunnarsdóttir á ferðaþjónustu sem aukabúgrein, en allt breytt- ist þegar krabbameinið sótti þau bæði heim. Njáll tekur á móti mér í fordyri gler- skálans að Hrannarstíg 18, en þaðan er gengið inn í sérbyggð raðhús fyrir eldra fólk. Sérstakt að sjá þennan myndarlega, dugmikla bónda á hækjum, en Njáll missti hægri fótinn við „Strandafjöllin eru fallegustu fjöll á íslandi," segir Njáll. Hér standa tvö barna hans á kaup- félagsbryggjunni í Norðurfirði. I baksýn má sjá bringingarbát í davíðum - og Urðarfjall með Urðartindi sem gnæfir hæst. Bringingarbátur- inn var notaður til uppskipunar úr strandferða- skipum, en geymdur í davíðum þess á milli. Njáll tók myndina 1970. mjaðmarlið vegna krabbameins fyrir átta árum. Þá var hann enn í búskap. „Ég greindist með krabbamein í janúar 1994 og fóturinn var strax tekinn. í apríl sama ár veiktist Helga lika af krabba- meini. Við tókum þessum veikindum eins og þau komu fyrir, fórum aldrei niður í hugarvíl. Ég lét ekkert stoppa mig og var seigur að vinna svona einfættur. Ég fékk gervifót og notaði bara handbremsurnar á dráttarvélunum," segir Njáll. „Krabbameinið tók Helgu þremur og hálfu ári eftir að ég missti fótinn - og þá fór verulega að halla undan fæti hjá mér. Á endanum tók einn sonur okkar við Suður-Bár og ég flutti hingað vorið 1998. - Hér er ágætt að búa,“ segir Njáll sem situr ekki auðum höndum. I litlu vinnuher- bergi má sjá að hann sker út og rennir í tré. Handmálaðir púðar í sófanum, málverk á veggjunum, allt hans handbragð. „Já, ég er mikið í handavinnu með konunum,“ segir Njáll. Þú safnar líka gömlum myndum, aðallega frá Ströndunum. Hvað varð til þess að íbúar á Ströndum þurftu flestir aðflýja sveitina sína ? „Þarna voru tvær síldarverksmiðjur sem fólkið hafði atvinnu af. Síldin hvarf fyrir 1950. Þorsk- urinn fór litlu síðar. Þá var ekki mikið eftir fyrir sjávarbændur sem stunduðu sjósókn samhliða búskapnum. Hér á Grundarfirði var þessi atvinna til staðar. Ég var 22ja ára þegar foreldrar mínir fluttu hingað.“ Gamlir myndir frá Ströndunum hanga á veggjunum, sýna að hugur Njáls leitar mikið á æskuslóðirnar. Óskadraumurinn var að verða bóndi. Njáli tókst að ná því markmiði í lífinu og lifhar allur við þegar minnst er á búskapinn. „Suður-Bár var góð bújörð og við vorum bæði með kýr og kindur. Börnin átta hjálpuðu til við bústörfin, en ekkert þeirra hafði áhuga á að fara út í kúabúskap." I sveitinni er erfitt að standa uppi með stórt íbúðarhús eftir að börnin eru farin, en Suður-Bár er falleg jörð sem býr yfir mikilli sögu, ferðaþjónusta var svarið. „Við byrjuðum í ferðaþjónustu 1990. Ætluðum fyrst að hafa ferðamenn sem aukabúgrein, en eftir að ég missti fótinn breyttist viðhorfið. Ég sá meira að segja ekki eftir 16-20 hekturum af góðu túni undir golfvöll. Völlurinn var hannaður af sérfræð- ingum og byggður upp eins og hann er núna. Þetta er níu holu golfvöllur, þykir mjög góður og margir hrifnir af honum. Hann er mikið notaður af konum og körlum hérna í húsinu sem sumir eru komnir um og yfir áttrætt. Nú er golfklúbburinn Vestar, kenndur við landnámsmanninn í Grundarfirði, búinn að taka völlinn á leigu og reisa golfskála á túninu. í golfklúbbnum eru yfir hundrað manns og þetta er eini golfvöllurinn í Grundarfirði," segir Njáll með töluverðu stolti. „Ferðaþjónustan gekk strax mjög vel,“ segir Njáll. „Fyrst sóttu bæði íslenskir og erlendir ferðamenn til okkar. Á síðari árum komu aðallega útlendingar, nú eru svo margir Islendingar komnir með felli- hýsi. Allir eru mjög hrifnir af útsýninu. Víðsýnið er meira en frá Grundarfirði,

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.