Listin að lifa - 01.12.2004, Page 37

Listin að lifa - 01.12.2004, Page 37
Kirkjufellið blasir skemmtilega við og Barðaströndin í sjónmáli. Frakkar og Italir misstu andlitið þegar þeir sáu fjöllin í hreina loftinu. Ég tala nú ekki um þegar sólin var að setjast á sumrin. I júní sest hún yfir Barðastrandarfjöllin, aðeins vestar undir Látrabjargi í ágúst. í góðu skyggni sést hin fræga Skor sem getið er um í kvæðinu um Eggert Ólafsson ... ýtti frá kaldri Skor... Útlendingar hafa yfirleitt mikinn áhuga á fuglum og sækja mikið í fugla- varpið í fjörunni. Eg varð að hafa prik til reiðu fyrir gestina vegna kríunnar." Trú- lega hefur Njáll líka sagt gestum sínum frá skipbrotsmönnunum sem skolaði upp í fjöruna við Suður-Bár fyrir nær hálfri öld. Edduslysið kom oft upp í umræðunni á Grundarfirði, jafnvel tímatalið var miðað við hve mörg ár væru liðin síðan Eddan fórst. Slysið var mjög átakanlegt, einkum vegna þess hve Eddan var nálægt landi þegar hún sökk og hversu mörg skip voru nærri. Þá höfðu sjómenn engan öryggisbúnað til að láta vita af sér. Lítum aðeins á slysið sem bergmálar enn í hugum Norðurfjarðardrengir í léttum leik á brúnni yfir Norðurfjarðarsíkið. Njáll stendur uppi á brúar- handriðinu. Vel má skilja að slíkt umhverfi sitji fast í huganum. Myndin er líklega tekin um 1943. Grundarfirðinga. Síldveiðiskipið Edda, sem lá í vari inni á Grundarfirði innan um jjölda annarra skipa, aðfaranótt 16. nóvem- ber 1953,fór á bliðina í aftakaveðri og sökk skömmu síðar. Flestir skipverja komust á kjöl og síðan um borð í nótabát Gunnar Njálsson, faðir Njálsstaðabræðra, heyjaði úti í Árnesey. Heyið var síðan flutt á land í bát. í landi tók hestakerran við, heyið var flutt upp á tún og þurrkað. Þarna stendur Gunnar í lendingunni í Norðurfirði ásamt Skjóna sínum. Margrét, systir Njáls tók þessa mynd, líklega 1943. sem bundinn var við skipið, en þeirra biðu ótrúlegir hrakningar. Sannkallað fárviðri geisaði þessa nótt. Frost og slydduhríð og skipbrotsmennfáklceddir. Þráttfyrir að nótabátinn rceki skammt hjá bátunum inni á Grundarfirði, tókst þeim ekki aðgera vartvið sig. Neyðaróp þeirra drukkuðu í veðurofsanum. Nótabáturinn strandaði á skerjum undan býlinu Norður-Bár um kl. 9 um morguninn eftir að hafa hrakist útfiörð- inn um nóttina. Skipbrotsmenn voru fastir á skerinu um 2 tíma og reyndu að skýla sér fyrir veðrinu undir bátnum. Eftir að tekið var aðfalla að tókst þeim að ná bátnum af skerinu og komast á honum upp undir fiöruna. Skipstjóri og háseti gátu brotist í land oggengið í átt að Suður-Bár. Fyrsti maðurinn sem þeir rákust á var Tryggvi, bróðir Njáls. Atta manns komust lífs af úr slysinu, en níu drukknuðu eða fórust úr kulda ogvosbúð. (Stuðst við frásagnir úr sagna- ritinu Fólkið, fjöllin, fjörðurinn.) las það í biskupasögunum að íslendingar þurftu að fara í syndaaflausn til Rómar - og allt suður til Bár. Suður-Bár gæti því hafa verið kennt við þennan verndardýrl- ing spænskra sæfara allt frá fyrstu dögum landnáms. Hér voru franskir sæfarar, Spánverjar hafa alveg eins getað komið Njálsstaðabræðumir, Tryggvi, sá sem tók á móti skipbrotsmönnunum í fjörunni 1953, Kjartan og Njáll hafa sungið saman í þrjú ár - eða eftir að Kjartan hætti á sjónum. „Við höfum meira að segja sungið á Örkinni," segir Njáll. Suður-Bár er sérkennilegt bcejar- nafn. Hvernig skyldi það hafa komið Á/?„Gestir eru líka forvitnir um merkingu þess, en tvær skýringar eru á heitinu. Eg tengdi það alltaf við landslagið, því að húsin standa á bárulöguðum sjávarkampi sem liggur hér meðfram firðinum. Seinni skýringin er miklu flottari. Heíga fór eitt sinn á orlofsviku á Búðum og hitti þar Árna Óla. Hann sagði henni að spænskir sæfarar hefðu haft vetursetu í Grundarfirði. Verndardýrlingur þeirra hefði líka verið verndardýrlingur helgu borgarinnar Bár suður á Ítalíu. Maður hingað, jafnvel fyrr.“ Ég er að leggja af stað frá Grundarfirði þegar Njáll hringir. Segist vera búinn að finna gamlar myndir frá Ströndunum sem hann geti lánað mér. Auðvitað næ ég í myndirnar sem ég vona að lesendur hafi gaman af að skoða - og minnist samtímis allra þeirra sem þurftu að yfirgefa þessi fögru heimkynni vegna dynta í íslensku síldinni og þorskinum. Njáll veifar í kveðjuskyni. Ég sé hann fyrir mér sækja andlegan styrk á Strandirnar sumar hvert - þegar hann horfir yfir fjöllin sín. O.Sv.B.

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.