Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 42
Ábyrgöin lagöist
snemma á Pálínu
- Maður verður að sinna sínu hlutverki
í lífinu, segir Pálína Gísladóttir
Pálína er gott dæmi um konu af eldri kynslóðinni. Snemma þurfti hún að takast á
hendur ábyrgð í lífinu. Hún missti móður sína átta ára, var þá send til ömmu sinnar
til að létta undir með henni, æskuleikir voru ekki inni í myndinni. Hún hélt síðan
heimili fyrir fóður sinn og bróður frá 15 ára aldri. Pálína var ekki orðin nítján ára
þegar hún giftist manni sem valdist í mikil ábyrgðarstörf í Grundarfirði.
r
mörg ár gegndi heimili Pálínu hlutverki
hótels í þorpinu, verkefni frá starfssviði
eiginmannsins féllu á hennar borð - og
börnin urðu átta. Ábyrgðin hélt áfram að
leggjast á herðar ungu konunnar.
Pálína ætlaði ekki að þora í blaðavið-
tal, sagðist hafa lítið að segja. - Er þetta
ekki dæmigert fyrir konur? En hún steig
fram, vildi að rödd konunnar í Grundar-
firði heyrðist í blaðinu.
Pálína er ein af frumbyggjum Grund-
arfjarðar, býr í miðjum bænum, á efri
hæð í stóru húsi sem þau hjón byggðu.
Eiginmaður hennar, Halldór Finnsson,
var framsýnn. Það vantaði skrifstofur
fyrir hans starfssvið, svo að hann byggði
næstum fyrir bæinn. Fjölskyldan var líka
stór, Pálína og Halldór eignuðust átta
börn.
Hún kemur hlaupandi á móti mér,
brosmild og létt á sér. Útsýnið er fagurt til
fjalla í stofunni hjá Pálínu. Fjölskyldan á
líka sumarhús í sveitinni - á jörðinni þar
sem faðir Halldórs bjó. Þangað fer Pálína
til að hugsa, en segist ekki vilja sofa þar
ein, enda stutt að fara, aðeins 8 km.
Heyrum lífssögu Pálínu: „Eg er fædd
á Skallabúðum, en var á öðru ári þegar
foreldrar mínir flytja að Grund. Eg missti
móður mína þegar ég var átta ára. Þá
leysti pabbi upp heimilið, hann fór til
Reykjavíkur í Bretavinnu eins og margir,
og við systkinin tvístruðumst. Eg fór til
móðurömmu minnar, átti að geta létt undir
þar sem hún hafði tekið systur mína IV2
árs gamla við lát móður okkar. Æska nrín
var búin þegar ég fór frá Grund. Mér var
haldið að vinnu frá tólf ára aldri - allt sem
hét leikur var búið. Það var bara unnið og
unnið. Engin lífsgleði.
Árið 1944 dettur pabba í hug að flytja
út á Nesið sem var að byggjast upp. Þetta
var ýmist kallað Nesið eða Grafarnesið
- og talað um að „flytja út á Nes“ úr
sveitinni. Þá er ég 15 ára og talið sjálfsagt
að ég tæki við heimilinu."
Pálína var ekki orðin 19 ára þegar hún
giftist Halldóri, miklum forystumanni í
Grundarfirði sem ábyrðarstörfin hlóðust
á, en ábyrgðin lagðist ekki síður á konuna
við hlið hans. „Miklar kröfur voru gerðar
til manns að standa sig í sínu hlutverki.
Sjúkrasamlagið var stofnað 1951. Halldór
var gjaldkeri og umsjónarmaður. í beinu
framhaldi fer læknir að koma hingað. Það
þarf að afgreiða lyf. Og árið 1956 tek ég
við lyfsölunni, var með hana í þrjátíu
ár og afgreiddi lyf á öllum tímum sólar-
hringsins.
Snyrtivörur og hjúkrunarvörur voru
sendar til mín sem ég hafði takmarkaða
þekkingu eða áhuga á. Bækur voru þá
seldar í kaupfélaginu, en bóksalar voru
ekki mjög hlynntir því.
Önnur verslun var þá líka á staðnum
sem seldi skólavörur, eigandinn hafði
meiri áhuga á snyrtivörum.
Við höfðum því makaskipti eins og
hann orðaði það. Þetta var upphafið að
bókabúðinni nrinni frá 1968 sem er ennþá
hérna á neðri hæðinni. Og heitir Hrann-
arbúðin sf. Nú eru dóttir mín og hennar
maður tekin við henni.
Lyfin höfðu ekki gefið mér mikið,
bara smáþóknun fyrir að afgreiða þau.
Bókabúðin gaf mér vinnu og létti undir
heimilinu. Börnin okkar voru farin í skóla,
ýmist í Stykkishólm, að Laugarvatni eða í
Reykholt. Það kostar heilmikið að senda
börnin frá sér í skóla fyrir fólk úti á landi.
Sjálfsagt var ég að bæta þeim upp það sem
ég átti ekki kost á. Nú á ég hjúkrunar-
fræðing, verkfræðing, viðskiptafræðing
og hagfræðing. Þetta eru allt fræðingar í
kringum mig. Þegar ein dóttirin hringdi og
sagðist vera búin að kynnast pilti sem væri
verkfræðingur, þá sagði ég - og mig sem
vantaði smið!
Fyrstu árin bjuggum við Halldór á
Grund, nú Grundargata 27. Pabbi hafði
keypt það hús, en þar varð fljótt þröngt
um okkur, þótt við hefðum látið byggja
við húsið. Árið 1966 byggjum við þetta
hús. Þá vantaði húsnæði fyrir hreppinn
og sparisjóðinn. Halldór var orðinn
sparisjóðsstjóri og oddviti. Hann var með
skrifstofu fyrir þetta allt í einu herbergi að
Grundargötu 27 í ein sjö ár.