Listin að lifa - 01.12.2004, Page 43

Listin að lifa - 01.12.2004, Page 43
Ekkert hótel var á Grundarfirði, engin heilsugæsla á þessum árum. Læknir að sinna sjúkum, eftirlitsmenn með spari- sjóðnum, allir þurftu að fá mat og kaffi. Hver tók á móti þeim önnur en Pálína. „Heima hjá okkur sátu allir við sama borð - háir og lágir,“ segir hún. Nú situr þessi myndarlega, áður önnum kafna kona eftir ein. Halldór lést 2001. Börnin farin að heiman, aðeins ein dóttir sneri aftur til Grundarfjarðar. Pálína segir viðbrigðin geysileg. „Ég vann alltaf ein, en blandaði geði við marga. Nú er maður gleymdur. Margir vinir horfnir. Ungt fólk tekið við. Ný sjónarmið. Nú verður að bjóða heim, ef maður vill sjá fólk. Ég hef heyrt á jafnöldrum mínum hvað þeir sakna þess að geta ekki blandað geði við vinnufélagana. Lífið væri ósköp aumt, ef félagið okkar eldri borgaranna hefði ekki komið til. Samveran þar gefur mikið, líka söngurinn og leikfimin. Alltaf þegar ég geng þennan stutta spöl í leik- fimina, hugsa ég um hvað þetta er orðið mikið neysluþjóðfélag. Fáir eru gangandi, flestir koma á bíl. Fólk hreyfir sig helst ekki nema í bíl.“ Pálína er mjög meðvituð um jafnrétti kynjanna og talar um hvað menntun kvenna hljóti að hafa mikið að segja. Segir stolt frá kvennaveldinu í Grundarfirði, en konur voru í öllum helstu embættum til skamms tíma. Bæjarstjórinn, banka- stjórinn, verslunarstjórinn og símstöðvar- stjórinn - og til viðbótar presturinn okkar og skólastjórarnir, allt konur. „Áður var undantekning ef konur fóru á pólitiska fundi.“ Pálína segist hafa gengið í kvenfé- lagið strax og hún fór að búa, enda orðin heiðursfélagi þar. „Skólagangan mín var hvorki löng né ströng. Ég fór alveg á mis við alla menntun utan barnaskóla, en lærði að meta gildi vinnunnar. Lærði það að maður ætti sjálfur að taka ábyrgð. Mér finnst ábyrgð- arkenndin oft í lágmarki í dag, líkt og hver kenni öðrum um en sjálfum sér. Áður var líka mikið tilhlökkunarefni þegar maður var að koma einhverju á laggirnar. Nú segir fólk - það var kominn tími til!“ Pálína er afar glögg og viðræðugóð. Hún sýnir mér möppur með ljóðum sínum og hugvekjum. Sjálfsagt heldur hún líka vel utan pappíra og skjöl frá starfssviði Halldórs. Samfélagið í Grundarfirði heftxr leitað mikið til Pálínu. Hugvekju hennar í Grundarkirkju fyrir nokkrum árum var Pálína beðin um að endurflytja í nýju Sögumiðstöðinni. í sumar var hún svo beðin að setja sumarhátíðina „Á góðri stund á Grundarfirði." Grípum aðeins niður í setningarræðu Pálínu frá því í sumar: Við erum stolt að sýna ykkur bæinn okkar sem tekur stakkaskiptum með hverju ári. Brottfluttir Eyrsveitungar, sem koma árlega á hátíðina okkar, sjá örugg- lega þessar breytingar. Hingað í Nesið fór fólk að flytjast úr sveitinn fyrir 60 árum og þorp myndaðist. Ég var ein af þeim sem fluttist hingað þá og tel mig því eina af frumbyggjunum. Fyrir 60 árum voru íbúar í Eyrarsveit 415 talsins. Ég gerði mér það til gamans að athuga hve margir þeirra væru enn á lífi og búsettir í byggðarlaginu. Þeir munu vera 46 talsins, allir komir á sjötugs- eða áttræðisaldur. Þeir léku sér í fjörunni hérna og undu þar við fábreytta leiki. Þótt ekki sé mikið um leiki hjá okkur frumbyggjunum í dag unir hver við sitt og hyggjast eyða ævikvöldinu hér. Þá er gott að vita að verið er að bæta við íbúðum fýrir aldraða. „Ég minnist jólanna sem ég man öðrum jólum betur. Þá var ég á níunda ári og til að gera jólin svolítið hátíðleg fyrir okkur systkinin hafði pabbi smíðað jóla- tré. Á því voru átta tréálmur. Hann ætlaði að sækja berjalyng til að festa utan á það. Á jólaföstunni var tíð góð, alltaf auð jörð svo að pabbi lét bíða að sækja lyngið, en fýlgdist með veðrabrigðum með glöggum augum fjármannsins. Nokkrum dögum fýrir vetrarsólstöður var þurrt og gott veður, pabbi sótti þá lyngið upp í Fossa- hlíð og við festum það á jólatréð okkar. Settum síðan kerti á álmurnar og eitt á toppinn. Um skraut var ekki að ræða. Á Þorláksmessu var kominn snjór, síðan hvessti og dró í skafla. Jólahátíðin gekk í garð, gleði og eftirvænting ríkti í hugum okkar barnanna, tilhlökkunin var mikil. Þá var þó alltaf tilbreytni í mat og klæðaburði. Kveikt var á kertunum á jólatrénu hvern dag yfir jólin. Kertaljósin j ’iMÉ * fi ^... WtarrnW^ Bókabúðin gaf henni vinnu og létti undir heimilinu. Nú er ein dóttir hennar og eiginmaður tekin við búðinni. Hrannarbúðin er enn á neðri hæðinni hjá Pálínu. í umhverfinu er fjölmargt sem heillar. Fjöllin hafa sett svip sinn á byggðina okkar, ort hefur verið um þau og sungið á góðum og glöðum stundum. Fjörðurinn okkar er stundum úfinn, en líka spegil- sléttur á góðviðrisdögum, gaman að sjá skip og báta sigla inn fjörðinn færandi björg í bú. Pálína hefur líka haldið jólahugvekju fyrir félagsfólkið. Sérstök jól standa upp úr hugskotinu hjá hverjum og einum. Pálína man best jólin þegar hún var nýbúin að missa móður sína. Sjálfsagt hefur hugur litlu stúlkunnar verið sérstaklega næmur þá. voru kærkomin birta til viðbótar við olíu- lampaljósin. Kertin brunnu fljótt. Og við börnin uggðum ekki að okkur við leik fyrr en við sjáum að það er farið að loga í jóla- trénu okkar. Þá var faðir okkar snöggur. Hann þrífur jólatréð, hleypur með það út og hendir því í snjóskaílinn. Þar eyðilagðist það. Við sáum fyrir okkur hvað hefði getað komið fýrir. Þess vegna var ekki svo erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Kannski yrði hægt að bæta okkur þetta upp á næstu jólum. Mörg átti ég jólin eftir þessi jól, án rafljósa. Það var ekki fyrr en Grund- 43

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.