Listin að lifa - 01.12.2004, Side 44

Listin að lifa - 01.12.2004, Side 44
arfjörður fór að byggjast og frystihúsið tekið til starfa, að þau fáu hús sem byggð voru, fengu rafmagn frá vélum frysti- hússins. Þetta var í kringum árið 1944 og þá fengum við aðeins ljósarafmagn til klukkan hálf tólf að kveldi. Þá varð allt myrkt í skammdeginu. Þó kom fyrir að við höfðum rafljós lengur. Það boðaði alltaf eitthvað, oftast barnsfæðingu, en þá fæddu flestar konur heima. Ef þannig stóð á voru vélamenn ljósavélanna beðnir um að keyra þær aðeins lengur, svo að heim- ilið hefði ljós. Þannig gat staðið á jafnt á nóttu sem helgum degi. Nú þegar liður að aðventu minnumst við þeirra sem farnir eru, mætum í kirkjuna okkar og hlýðum á boðskap jólanna - að Jesú var í heiminn kominn til að færa okkur frið og fögnuð.“ Pálína er líka vel hagmælt. Einn höfuð- daginn stóð hún i eldhúsinu og leiddi hug- ann að öllum breytingunum í lífi sínu. Þá varð vísan til: Við eldhúsvaskinn. Ég hef lifað tímana tvenna, tekist á við lífsins þrautir. Látið mér Iynda kjörin kvenna, kankvís farið mínar brautir. í hugvekju Pálínu í fréttablaði Grund- firðinga, Þey, segir: Gleymum ekki þeim sem fyrstir ruddu brautina til framfara fyrir byggðina okkar. Ég segi það nú og satt mun vera að sæmdarmenn þeir munu heiðurinn bera er byggðu upp staðinn af bjartsýni og dug og börðust af hörku með ffamfara hug. Eitt af því sem Pálína, börnin hennar átta og barnabörnin standa fyrir - og er mjög til fyrirmyndar, en það er að efla fjöl- skylduböndin á ýmsan hátt. „Halldór er ættaður frá bænum Spjör hérna í sveitinni. Þar eigum við sumarhús sem við komum oft saman í. Svo fóru krakkarnir að kalla sig Spjörunga. Samkomur okkar í sumar- húsinu nefna þau Spjararhátíð. Nýlega fóru þau svo að skrifa og senda allri fjölskyldunni Spjararpistla á föstudögum. Ég hlakka alltaf til að fá nýjustu fréttir í föstudagspistlinum. Tölvan og Netið gerir bréfaskriftirnar svo auðveldar. Þetta er að aukast - að treysta fjölskylduböndin. Oft veitir ekki af. Ég hef rekið mig á að ung börn vita stundum ekki hvað afi og amma heita.“ Spjörungarnir hennar Pálínu, börn og barnabörn og... ættin er alltaf að stækka, skrifa föstudagspistla, sem þau senda hvort öðru. Sá síðasti vísar á þann næsta 44 Pálína hefur haldið jólahugvekju í kirkjunni og fýrir félagsfólkið. í sumar var hún svo beðin að setja sumarhátíðina - á góðri stund í Grundarfirði. og svo koll af kolli. Grípum aðeins niður í föstudagspistil Gísla Karels Halldórs- sonar: Að mínum dómi er mikið og gott samband innan fjölskyldu ákaflega mikils virði. Maður gerir sér betur grein fyrir mikilvægi góðra fjölskyldutengsla þegar horft er til baka og skoðað hvað skiptir mestu máli. Anægjuleg samskipti eru ekki sjálfsagt mál. Góð sambönd þarf að rækta, stundum að leggja nokkuð á sig og vera tilllitssamur. Okkur hefur tekist að rækta sambandið milli okkar systkinanna far- sællega. Lengi höfum við haft eins konar uppskeruhátíð með ættingjum sem við köllum Spjararhátíð og verið haldin fyrstu helgina í ágúst. I haust kom Solla systir með þá ffábæru tillögu að við hittust í morgunkaffi einn sunnudag í mánuði. Slíkir fjölskyldufundir eru mikilvægir til að afkomendur hittist og við hin getum fylgst með og séð hvernig barnabörnin dafna, einnig er mikilvægt að rækta sambandið við tengdabörnin. Spjörungar munu ekki viðhaldast án tengdabarna. Reynum að vera staðföst í að rækta gott samband okkar í milli. Ef einhver ágreiningur kemur upp, þá á að tala um hlutina, vinna úr allri misklíð. Vinnum einnig að því að öll okkar samskipti séu skemmtileg, að við séum ekki að rækta sambandið eingöngu af skyldurækni. Hér vil ég endilega hrósa mömmu okkar. Hún hefur verið dugleg að mæta hjá okkur og flutt margan skemmtilegan pistilinn. Gísli varpar síðan pennanum yfir til frænku sinnar, Freyju Vilborgar Þórar- insdóttur, verðandi stjórnmálafræðings, fulltrúa annarrar kynslóðar Spjörunga. Ekki verður skilið svo við Pálínu að ekki sé minnst aðeins á mann hennar, Halldór Finnsson. Margir muna hann og hans störf. Halldór lést 7. apríl 2001. Árni J. Hall- grímsson segir i eftirmælum um hann. Fengið hefur nú ffið og ró félagi minn og vinur. Þar einn manndómsmaður dó, merkur og glæstur hlynur. Hann sem að unni sinni sveit sóma og virðing gætti. Hug og sálar rækti reit með reisn sinni mannlíf bætti. Nú ertu horfinn heimi ffá en hugsjón þin mun lifa. Grundarfjarðar um gylltan sjá geislarnir lof þér skrifa. Frumherjar margir falla nú í firðinum yndislega. í framvarðasveitinni, þar varst þú, þá allt var til betri vegar. O.Sv.B.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.