Listin að lifa - 01.12.2004, Side 58

Listin að lifa - 01.12.2004, Side 58
Ævimenntun og þjálfun í tenglum við stjórnarfund hins norræna sambands landssambanda eldri borgara, heíur skapast sú hefð að boða einnig til ráðstefnu um málaflokka sem efst eru á baugi hverju sinni. Nú var þessi ráðstefna haldin í Noregi 15.-17. október sl. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Lifslang læring“. Við höfum leyft okkur að kalla hana „Ævimenntun og þjálfún“. Ráðstefnuna sóttu um 40 manns frá öllum Norðurlönd- unum, þar af tveir frá íslandi, Bryndís Steinþórsdóttir og Benedikt Davíðsson. Fyrirlesarar voru þekktir fræði- menn á þessu sviði ffá háskólum á Norðurlöndum og einnig leiðandi menn í þessum geira úr samtökum eldra fólks. Margt mjög ffóðlegt og forvitnilegt kom fram i fyrirlestrunum og einnig í almennum umræðum. Einnig var mikið lagt fram af gögnum um verkefnið og hvernig því er sinnt í hverju Iandi fyrir sig. Ráðstefnunni var um tíma skipt upp í vinnuhópa og mynduðu Færeyingar og íslendingar sameiginlega einn hópinn. I þeim hópi velti fólk fyrst og fremst fyrir sér hvernig hægt væri að efla og gera aðgengilegri sí- eða ævimenntun, einkum fyrir eldra fólk. En einnig hvernig félagasamtök eldri borgara gætu komið meira að því máli. Niðurstaða færeysk - íslenska hópsins í þeim efnum fer hér á eftir í samantekt Sigvald Kristiansen varaformanns Lands- sambands eldri borgara í Færeyjum, en Bryndís þýddi greinina. Mikilvægt til árangurs Forsendur: Við ræddum í fyrstu spurninguna: Hvað getum við sem félög eldri borgara gert fyrir félagsmenn og aðra eldri borgara í okkar heimabyggð? Samskiptaleiðir: Þar sem ljóst er að margir eldri borgarar verða aðgerðalitlir eftir að þeir fara á eftirlaun verðum við sem félaga- samtök að leggja áherslu á að ná til eins margra og mögulegt er með það að markmiði að virkja þá til þátttöku. Það gæti t.d. verið með því að ná sambandi við þá með fréttabréfum og/eða heim- sóknum. Það síðarnefnda gildir einkum gagnvart þeim sem hætt er við að einangrist. Félögin þyrftu einnig að hafa upplýsinga- skrifstofur fyrir eldra fólk, sams konar og upplýsingamiðstöðvar í bæjarfélögum, einnig sérstaka þætti fyrir eldri borgara í útvarpi og sjónvarpi og fasta þætti í héraðsblöðum þar sem getið er um það sem efst er á baugi hjá eldri borgurum. Framtíðaróskir: Hvers óskum við í framtíðinni? Við viljum gjarnan að samborgarar okkar verði virkir bæði andlega og líkamlega. Við þurfum sem félagasamtök að efla möguleika allra á að fylgjast með viðburðum í samfélaginu eftir getu og þörfum. Við eigum að aðstoða við að ná samskiptum við opinberar stofn- anir, félagasamtök og fræðslustofnanir sem hafa það hlutverk að veita upplýsingar og hvetja þegnana. Hver og einn á að eiga möguleika á að velja og ákveða hvernig efri árin eru skipulögð og halda þannig sínu sjálfstæði. Við eigum svo marga valkosti í dag og mikilvægt að notfæra sér þá. Þar geta félögin veitt upplýsingar og ráðgjöf. Svo lengi lærir sem lifir: Ævimenntun, þjálfun og möguleikar á þátttöku í lífinu heldur okkur ungum. Miðlum þeim yngri af reynslu okkar og njótum þeirra leiðsagnar. Hve lengi við lifum vitum við ekki, en við viljum helst lifa eins lengi og vel og kostur er. Við þurfum að þjálfa hugann í að læra, einnig að þjálfa okkur í að lifa góðu lífi. Mikilvægt er að hugsa um heilsuna og þess vegna berum við ábyrgð á að veita upplýsingar um heilbrigt líferni, m.a. hollustu í fæðuvali, holla hreyfingu og skaðsemi reykinga. Félög eldri borgara eiga að hafa það hlutverk að veita upplýsingar og ábendingar um að hver einstaklingur beri ábyrgð á eigin lífi og heilbrigði. Þetta er stór krafa áfélögin, vonandi getum við staðið undirhenni. Biyndís Steinþórsdóttir Ina Nattestad Benedikt Davíðsson Sigvald Kristiansen

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.