Listin að lifa - 01.12.2004, Side 59
Slitgigt í hnjám og mjöðmum
Ráðleggingar fyrir þá sem þjást af slitgigt í hnjám
og mjöðmum - hvað getur fólk gert sjálft?
Slitgigt er algengasti gigtarsjúkdóm-
urinn og einn af fjórum sjúkdómum
sem oftast valda bæklun hjá full-
orðnu fólki. Við slitgigt er um að ræða
breytingar í liðum sem einkennast af
rýrnun og eyðingu á liðbrjóski, en einnig
sjást breytingar á aðlægum veíjum eins
og beinum og liðpokum. Einkennin eru
fyrst og ffemst verkir, fyrst við eða eftir
álag, en oft verða þeir meira samfelldir
þegar fram líður. Sjúkdómsgangurinn er
mjög mismunandi og erfitt að gefa út
leiðbeiningar sem gilda fyrir alla. Smám
saman hefur þó þekking á sjúkdómnum
og sjúkdómsganginum aukist, þannig að
í dag er hægt að mæla með ákveðnum
lífsstíl sem gildir fyrir flesta þá sem hafa
slitgigt í hnjám og mjöðmum. I ráðlegg-
ingunum hér að neðan er ekki fjallað um
eiginlega læknismeðferð en áhersla lögð
á það sem fólk getur gert sjálft.
Hvað er gott og
æskilegt?
Hæfileg hreyfing: Sumir halda að þeir flýti
fyrir slitgigt með því að hreyfa sig. Það er
ekki rétt. Þvert á móti virðast þeir sem
stunda reglulega hreyfingu eins og göngu,
sund, golf og jafnvel skokk finna minna til
og halda einkennum betur í skefjum.
Gæta að þyngd: Margir slitgigtarsjúkl-
ingar eru of þungir, einkum þeir sem eru
með slitgigt í hnjám. Sýnt hefur verið fram
á að ef fólk getur létt sig aðeins minnka
einkenni slitgigtar í hnjám.
Góður skóbúnaður: í dag er sem betur
fer „leyfilegt" jafnvel fyrir fínustu dömur
að láta sjá sig á ferli í góðum skóm, helst
íþróttaskóm með loftpúðum. Miklar
framfarir hafa orðið á sviði skósmíða og
mikilvægt að spara ekki á þessu sviði.
Styrking vöðva, einkum lærvöðva,
viðhald hreyfiferils: Lærvöðvarnir virka
eins og demparar á bil og jafna út álagið
á liðina, einkum hnjáliðina. Styrkir lær-
vöðvar veita ótvíræða vernd gegn slitgigt.
Einnig er vitað að ef til gerviliðaaðgerðar
kemur þá vegnar þeim betur sem hafa
styrka lærvöðva. Oft er ráðlegt að fá leið-
beiningar sjúkraþjálfara varðandi heppi-
legar æfingar og hvernig á að viðhalda
hreyfiferil liðanna.
Omega 3 fitusýrur: Þær er að finna í lýsi
eða sérstökum belgjum. Svo virðist sem
þær dragi úr einkennum slitgigtar.
Liðaktín (Glúkósamín og Kondroítín):
Eru fáanleg sem fæðubótarefni í lyfja-
búðum. Enginn vafi er á því að sumir hafa
gagn af þessu efnum. Margt bendir til þess
að ráðlegt sé fyrir slitgigtarsjúklinga að
taka þessi efni a.m.k. 3 mánuði á hverju
ári, en niðurstöður úr stórum rannsóknum
eru væntanlegar á næstunni.
Hvað ber að forðast?
Hreyfingarleysi: Reynslan sýnir að of lítil
hreyfing er skaðleg fyrir liðina, vöðvarnir
rýrna sem getur leitt til þess að liðirnir
verði óstöðugari og einnig rýrna aðrir
vefir eins og brjósk og liðbönd.
Erfiði, átök, langvinnt álag: Þó svo að
hreyfing sé almennt til góðs er hægt að
ofgera sjúkum liðum. Sárir verkir við
hreyfingu eða slæmir verkir eftir hreyf-
ingu geta verið til marks um að liðnum sé
ofboðið.
Þyngdaraukning er eitt af því sem er
mjög mikilvægt að forðast. Bæði virðast
einkenni aulcast og einnig er hætta á að
liðirnir skemmist hraðar.
Kreppa: Það er alltaf áhyggjuefni ef sjúk-
lingur getur ekki rétt fyílilega úr hné, en
þá er vitað að liðurinn skemmist hraðar.
Einnig veldur það auknu álagi á aðra liði.
Það getur verið freistandi að setja kodda
í hnésbótina þegar upp í rúm er komið.
Það er hins vegar óráðlegt því það getur
aukið á eða valdið kreppu. Litlir koddar til
þess að hafa milli hnjánna eru hins vegar
í góðu lagi.
Næringarástand og vítamín: Einstak-
lingum með alvarlegan vítamínskort
versnar hraðar en öðrum. Þetta gildir sér-
staklega um C, D og E vítamín. Þetta þýðir
ekki að fólk með slitgigt eigi að háma þessi
vítamín í sig því að þau gera almennt ekki
gagn nema skortur sé til staðar.
Hér að ofan er að finna einfaldar leiðbein-
ingar um æskilega og óæskilega hegðun
fyrir þá sem eru með slitgigt í hnjám
og mjöðmum. Með því að huga vel að
þessum einfóldu reglum geta slitgigtar-
sjúklingar sjálfir oft haldið sjúkdómnum
vel í skefjum. I þessum pistli hefur ekki
verið fjallað um verkjastillingu með
lyfjum, en hún er oft nauðsynleg til þess
að sjúklingum líði vel og til þess að þeir
geti sinnt daglegum athöfnum og hreyft
sig eðlilega.
Helgijónsson dósent ígigtarlœkningum