Listin að lifa - 01.06.2006, Side 5

Listin að lifa - 01.06.2006, Side 5
68-kynslóöin mætt til leiks - kallar á þjóðarátak Stoíhfundur AFA bar upp á 26. mars 2006. Sama dag fyrir 38 árum var fyrsta hagsmunafélag eldri borgara stofnað í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. í það félag - Styrktar- félag aldraðra - gátu allir gengið, ungir jafnt sem gamlir, ald- urstakmark var ekkert. „Við viljum endurtaka söguna,“ segir Reynir Ingibjartsson. „Stórmerkilegt hvað Styrktarfélag aldraðra gerði í upphafi. Þá stóð yngri kynslóðin að baki hinum öldruðu. Við viljum end- urvekja þennan baráttuhug. Framtíðarsýn okkar er sú, að AFA verði landsfélag og að deildir verði stofnaðar úti um allt land - til að styðja eldri borgara félögin. Við viljum vekja yngra fólkið til meðvitundar um stöðu margra aldraðra." vinna meira með aðilum sem horfa ekki bara á að græða á öldr- uðum. Við verðum að stuðla að breytingum á þessu,“ segir Reynir. Nú sýnist mikill sóknarhugur í liðsmönnum AFA og áhugi á að starfa með LEB og FEB í Reykjavík. „Já, það er óhætt að fullyrða það. Nýlega stóðu AFA og LEB að hinum glæsilega fjöldafundi í Háskólabíói, þar sem húsið troð- fylltist. Fundinn kölluðum við Þjóðfund um þjóðarátak í málum aldraðra. Eg er ekki í nokkrum vafa um að þessi fundur á eftir að marka tímamót í baráttunni fyrir bættum hag aldraðra. Nú er bara að fylgja málunum eftir.“ Er undirrót vandans virðingarleysi yngra fólks- ins gagnvart öldruðum? Álíta yngri menn að þeir eldist ekki sjálfir? Stofnendur aðstandendafélagsins AFA eiga það margir sam- eiginlegt að standa uppi með öldruð, sjúk skyldmenni sem íslenska samfélagið á ekki pláss fyrir. „Engin heildarstefna er til í húsnæðismálum fyrir aldr- aða,“ segir Reynir. „Vandinn er geysistór og hefur safnast upp. Flöskuhálsinn er hentugt húsnæði á hagstæðu verði. Við viljum ekki að talað sé breytingar eftir áratugi - við viljum sjá þær á næstu 5-6 árum! Þeir sem eru nýkomnir á eftirlaunaaldur standa persónulega ekki í þessum sporum. Ástandið brennur oft meira á fólki á miðjum aldri vegna foreldranna. Þetta fólk þarf að þrýsta sér saman til að knýja fram breytingar. „Tíminn líður undrahratt. Áður en við vitum af erum við komin í sömu spor og foreldrar okkar,“ sagði forsetinn réttilega í nýársávarpi sínu. Hér í Hafnarfirði eru byggingaverktakar að byggja fleiri hundruð íbúðir, stíla inn á fólk sem vill minnka við sig - fólk sem þeir telja að hafi efni á svona íbúðum. Á sama tíma eru þúsundir manna sem búa í algjörlega óvið- unandi húsnæði. Sveitarfélög hafa ffeistast til að láta verktaka sjá alfarið um byggingar íbúða fyrir eldri borgara, í stað þess að fylgjast með þörf- inni, eins og lögskylda þeirra er. Markmið byggingarverktaka er að hagnast sem mest á íramkvæmdum sínum. Sveitarfélög eiga að O.Sv.B. Valið besta nýja iðnaðarsafn Evrópu 2004 Kveðja að norðan til allra síldarstúlkna og síldarsjómanna íslands! Síldarminjasafnið á Siglufirði söltunarstöðin, verksmiðjan og skipin við bryggjur - þar sem ævintýrið gerist enn! Síldarsöltun á laugardögum kl. 15 frá 8. júli-12. ágúst Opið alla daga frá 10-18 sími 467 1604 5

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.