Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 72
fermingar Helgin 6.-8. mars 20154 Í fermingarveislum kemur stór-fjölskyldan saman og þar bein-ist öll athyglin að fermingar- barninu sem margir hverjir hafa ekki séð síðan það var lítið, eða aldrei. Þess vegna er mikilvægt að búa fermingarbarnið undir hlutverk sitt svo dagurinn verði ánægjulegur fyrir alla. Fermingarbarnið er auðvitað það sem allt snýst um en börnum hentar mismunandi vel að vera miðpunktur athyglinnar heilan dag. Við undirbúning veislunnar er gott að ræða við fermingarbarn- ið um hvað það er tilbúið að gera svo dagurinn verði ánægjulegur en ekki fyrirkvíðanlegur. Ef ætlast er til að fermingarbarnið ávarpi gest- ina eða komi fram er mikilvægt að undirbúa slíkt vel áður en að stóra deginum kemur. Hér eru nokkur atriði sem gætu gert undirbúning- inn auðveldari. Móttaka Hefð hefur myndast fyrir því að fermingarbarnið, ásamt foreldr- um, taki á móti gestum þegar þeir koma til veislu. Það þykir góður siður að bera höfuð hátt, heils- ast með handabandi og horfast í augu. Barn á ekki að þurfa faðma eða kyssa gesti nema það vilji það sjálft. Hafa skal í huga að gestir munu afhenda fermingarbarninu gjöf og þá er gott að einhver sé við höndina til að taka við gjöfinni og leggja á gjafaborð. Ræðuhöld Ræður eiga að vera stuttar og vel undirbúnar. Ágætt er að hafa í huga að gestir þekkja fermingarbarnið misvel og því á vel við að fermingar- barnið notið tækifærið til að kynna sig, og gefi jafnvel hversdagslegar upplýsingar eins og í hvaða skóla það gangi, áhugamál sín og tóm- stundir. Þetta á ekki síst við þegar tveir eða fleiri halda saman veislu og getur gert veisluna ánægjulegri fyrir alla. Svo má hafa spurninga- keppni milli borða upp úr ræðunni þegar líður á veisluna. Tónlistarflutningur Þó barn hafi lært á hljóðfæri í nokk- ur ár er ekki þar með sagt að það kvíði ekki að þurfa að spila fyrir ættingja og vini sem það kannski þekkir ekki vel. Þá getur dregið úr kvíðanum ef vinir fermingar- barnsins, sem einnig leika á hljóð- færi, komi og taki þátt í tónlistar- flutningnum og geta vinir tekið sig saman og spilað í veislum hver hjá öðrum. Auðvitað eru margir sem njóta þess að leika fyrir ættingja sína og hlakka til, og þá er ágætt að velja ekki fleiri en tvö lög sem fermingarbarnið kann vel og eru ekki mjög löng. Mikið hefurðu stækkað Foreldar sýna fermingarbarninu stuðning með því að undirbúa það vel undir samskipti við veislugesti. Munið eftir sérþörfum Nú er af sem áður var að einn skrítinn frændi vill ekki borða kjöt í veislum. Það má gera ráð fyrir því að margir gestanna hafi sér- þarfir varðandi mat. Á boðskort- inu er gott að biðja fólk að láta vita af slíku. Á hlaðborði er þetta ekki mikið vandamál því þá þarf aðeins að gera ráð fyrir réttum sem henta viðkomandi og beina fólki að því sem hentar, eða bregða á það ráð að setja litla merkimiða við rétt- ina sem með innihaldslýsingu. Að öðrum kosti er ágætt að gera ráð fyrir einum rétti sem sameinar allar sérþarfirnar, til dæmis glú- tenlausan grænmetisrétt. Á hlaðborði er auðvelt að taka tillit til sérþarfa. Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingar- barnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening. Óskalistinn minn: PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 30 69 1 Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri. Fáanleg í 12 litum Nánar um sölustaði á facebook Verð: 3390 kr. og 3190 (barnastærð 3-9 ára)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.