Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 8
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 67 62 8 Lissabon 16. apríl í 4 nætur Frá kr. 89.900 Double Tree by Hilton Lisbon Frábært verð Frá kr. 99.900 Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 í herbergi. Bessa Hotel Liberdade Frábært verð Frá kr. 109.900 Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 í herbergi. Hotel Inspira Santa Maria Frábært verð Frá kr. 113.900 Netverð á mann frá kr. 113.900 m.v. 2 í herbergi. Hotel Real Palácio Frábært verð Frá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í herbergi. Lissabon er höfuðborg Portúgals og jafnframt stærsta borg landsins. Borgin á sér mikla sögu og menningu en er að sama skapi mjög nútímaleg. Lissabon er byggð á sjö hæðum, sem gerir hana eina af fallegustu borgum Evrópu en hún er oftar en ekki kölluð „San Francisco“ Evrópu. Margar merkilegar byggingar og styttur eru við hvert fótmál í miðborginni. Gömul og falleg hverfi setja svip sinn á borgina. Má þar nefna Baixa, Chiado, Alfama, Barrio Alto og Rossio en öll eiga þau heillandi sögu, hvert á sinn hátt. Gaman er að ganga um miðbæinn, þar er mikið um litlar og þröngar götur en fyrir þá sem vilja skoða meira af borginni er hægt að fara með kláfi upp og niður hæstu brekkurnar. SÉ RT ILB OÐ  Samgöngur ÓfremdaráStand gatna Á Íslandi eru flestir nýir vegir byggðir úr aðeins einu lagi af malbiki, ólíkt því sem gengur og gerist erlendis, þar sem tvö lög eru sett yfir mölina. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlað- bæjar Colas hf, segir ófremdarástand gatna borgarinnar fyrst og fremst mega rekja til lítils við- halds en einnig til vöntunar á auka slitlagi sem geri göturnar sterkari og endingarbetri en ella. B orgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hækka framlög til malbikunar um 150 millj- ónir króna sem þýðir að þau verða í fyrsta sinn jafn há og árið 2008, 690 milljónir. Ástæðan er óvenju slæmt ástand gatna sem skipulags- ráð borgarinnar segir mega kenna nagladekkjum og óvenju þungum vetri um, auk lítils viðhalds frá hruni. „Það er ekki bara hægt að skrúfa fyrir viðhald og ætla svo að laga allt aftur á einu bretti. Það tek- ur mörg ár að vinna sig upp út jafn miklu ófremdarástandi og er í gangi á götunum núna,“ segir Sigþór Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Hlað- bæjar Colas hf. Nýir vegir vitlaust byggðir Sigþór segir ömurlegt ástand gatna borgarinnar fyrst og fremst mega rekja til allt af lítils viðhalds en einn- ig verði að horfa til þess hvernig vegir séu byggðir á Íslandi. „Þetta snýst ekki um að við séum að nota lélegt malbik eða ódýrara. Við erum að framleiða besta malbikið en vandinn er sá að það er bara sett eitt gott lag ofan á mölina á þess að setja millilag sem lætur veginn endast allavega helmingi lengur. Í Evrópu eru vegirnir byggðir þann- ig upp að fyrst er sett burðarlags- malbik með ákveðinni þykkt ofan á mölina en svo er sett slitlagsmalbik ofan á það. Og í því felst sparnaður til lengri tíma.“ Vegagerðin ekki sammála Sigþór segir þessa aðferð, að sleppa millilaginu, viðgangast á öllum nýj- um vegum á Íslandi. „Þetta er ekki lengur gert erlendis en hefur ver- ið að aukast hér á landi frá hruni, vegna sparnaðar,“ segir Sigþór og bendir á að þetta viðgangist ekki bara í Reykjavík heldur líka á veg- unum sem liggja úr borginni sem Vegagerðin sér um. „Það er mjög sérstakt að þetta skuli vera gert svona því það fer að springa í mal- bikinu eftir svona 4 -5 ár á mestu áreynslupunktunum.“ Kristján Kristjánsson, forstöðu- maður mannvirkjadeildar hjá Vega- gerðinni, er ekki sammála Sigþóri. „Ég er bara alls ekkert sammála því að það þurfi þriðja lagið. Þetta er allt spurning um þykktina og styrkinn á hverju lagi fyrir sig. Og að passa það að slitlagið sé í lagi, að það loki almennilega fyrir vatnið svo það komist ekki í það sem er fyrir neðan. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Segir vegi á Íslandi vitlaust byggða Ökumenn borgarinnar súpa nú seyðið af niðurskurði í gatnaframkvæmdum en sjaldan hefur ástand gatnanna verið jafn slæmt. Borgin hefur samþykkt að hækka framlög í malbiksframkvæmdir og verða útgjöldin núna þá jafn há og þau voru árið 2008, 690 milljónir. Mynd Hari Umferðin á völdum mælipunktum á hringveginum dróst saman um fimm prósent í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Fara þarf aft- ur til ársins 2010 til að finna við- líka samdrátt, að því er Vegagerðin greinir frá. Umferðin í nýliðnum febrúar reyndist einnig minni en í febrúar 2013. Mestu munar um mik- inn samdrátt á umferðarþyngstu svæðum landsins, en mestur mæld- ist samdrátturinn um Suðurland eða um 6%. Aukning varð aftur á móti um Norður- og Austurland. Miðað við tvo fyrstu mánuði árs- ins hefur umferðin dregist saman um 2,6%, miðað við sama árstíma á síðasta ári. Mest hefur umferðin dregist saman um Suðurland eða um 3,5%, en aftur á móti hefur orðið mikil aukning um Austurland eða um 7,7%, en það svæði hefur lítið vægi í heildarumferðinni á landinu öllu. Frá áramótum hefur umferðin mest dregist saman á sunnudögum. „Líklegt er að veðrið spili inn í og minna sé um „sunnudagsbíltúra“ vegna þess þótt atvinnutengd um- ferð haldi sér aðra vikudaga,“ segir enn fremur á síðu Vegagerðarinn- ar. „Veðrið var reyndar ekki sérlega gott fyrir ári síðan heldur þannig að fróðlegt verður að sjá hvort þessi þróun samdráttar haldi áfram þegar veður og færð batnar með vorinu.“ -jh  Vegagerðin minni umferð á hringVeginum Sunnudagsbíltúrum fækkar 8 fréttir Helgin 6.-8. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.