Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 82
fermingar Helgin 6.-8. mars 201514
Barnahorn
Leiksvæði
fyrir börnin
Það getur erfitt að vera lítill í stórri veislu þar
sem fullorðið fólk þarf mikið að tala saman. Þess
vegna er gott að hafa í huga einhverja afþrey-
ingu fyrir litlu börnin sem mæta í fermingar-
veisluna. Ágætt er að afmarka svæði fyrir börnin
þar sem geta verið leikföng, bækur, spil, litir og
blöð, stólar og borð eða púðar og teppi. Ekki er
verra að hafa einhvern sem getur litið eftir börn-
unum, farið með þau í leiki og lesið sögu á meðan
fullorðna fólki spjallar og snæðir. Gott er að velja
svæði þar sem ekki er mikill umgangur og erill. Blöðrur slá alltaf í gegn hjá börnum.
a ðspurð hvort það hafi færst í vöxt að stelpur spái mikið í neglur og naglaumhirðu
fyrir fermingardaginn segir Hulda
Jónsdóttir naglafræðingur að svo sé
og tengir það við vinsældir nagla-
lökkunar og betri naglaumhirðu.
Fyrir þær stelpur sem vilja hugsa
vel um neglurnar sínar fyrir ferm-
ingardaginn segir Hulda: „Ég mæli
með því að neglurnar séu vel snyrt-
ar og jafnaðar og fallegur litur sett-
ur á þær eða einfaldlega glær. Mér
finnst ekki skipta máli að hafa þær
ljósar frekar en dökkar. Það sem
skiptir meira máli er að stúlkan sjálf
sé ánægð með litinn og lögunina.“
Mælir ekki með gervinöglum á
fermingardaginn
Gervineglur eða steyptar neglur eru
hins vegar ekki endilega tímabærar
á fermingardaginn. „Ég myndi ekki
mæla með að ungar stúlkur settu
á sig lengingar og finnst það ein-
faldlega ekki passa. Svo eru stuttar
neglur bara rosalega flottar og töff-
aralegar í dag. Ef þær vilja „poppa“
neglurnar smávegis upp er hægt að
setja lakk með öðruvísi áferð, lit eða
sanseringu, til dæmi á nögl á baug-
fingri eða litla fingri.“
Naglabandaolía mýkir nagla-
böndin
Hulda segir að það sem skipti öllu
máli er að sleppa því að naga og rífa
naglabönd og neglur . „Það er snið-
ugt að nota naglabandaolíu nokkr-
um sinnum í viku til að mýkja nagla-
böndin svo þau séu ekki þurr og við
freistumst til að fikta í þeim. Annars
held ég að naglaumhirða sé að verða
álíka vinsæl og húð- og hárumhirða
hjá mörgum. Einnig eru fyrirmynd-
ir úr tísku- og tónlistarbransanum
áhrifamiklar þegar kemur að nögl-
unum og því vinsælli og sjáanlegri
sem neglurnar eru þar, því vinsælli
eru þær hjá ungum stúlkum,“ segir
Hulda og bætir við að lokum að að-
alatriðið sé ekki að hafa neglurnar
eins ýktar og mögulegt er, heldur
eins snyrtilegar og mögulegt er.
„Það er ákveðinn klassi yfir því.“
Snyrtilegar neglur
á fermingardaginn
Við fermingarundirbúninginn er í mörg horn að líta og svo virðist sem umhirða nagla sé orðinn hluti
af undirbúningsferlinu hjá mörgum fermingarstúlkum, enda hafa neglur og naglaumhirða notið
aukinna vinsælda upp á síðkastið. Fréttatíminn fékk álit hjá naglafræðingnum Huldu Jónsdóttir, en
hún segir að það sé fyrst og fremst mikilvægast að vera með hreinar og snyrtilegar neglur á ferm-
ingardaginn.
kollurinn/margir litir
Ljós íslenskrar náttúru/Eldgos
Tímalaus íslensk hönnun eftir Sigurður Már Helgason
Hver glerkúpull hefur fyrirmynd úr íslenskri náttúru.
Hvað er fegurra en á Íslandi í margbreytilegri birtu
Kraum • Aðalstræti 10 • 517 7797
Margar gerðir af búningasilfri.
Allar upplýsingar um hefð og
gerðir búninga eru veittar á staðnum.
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Sérverslun með
kvensilfur
www.thjodbuningasilfur.is
Fermingar-
hárskraut
SKARTHÚSIÐ
Laugavegi 44 S. 562 2466
Vertu vinur okkar
á facebook
Sendum í póstkröfu
Kristalsteinar kr. 290 stk
Blómakransar kr. 1500.
Fallegir krossar, semelíuarmbönd
og fermingarhanskar í miklu
úrvali.