Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 86
fermingar Helgin 6.-8. mars 201518
Skreytingar
Uppáhalds litir
fermingarbarnsins
Þegar hugað er að skreytingum er
oft gott að byrja á að
velja liti og vinna sig
þaðan í átt að heild-
armynd. Einu sinni
var það viðtekið
að velja bleikan lit
handa stelpum og
bláan handa strák-
um, en nú þarf ekki
að festa sig við það. Ein hugmynd er
að leyfa fermingarbarninu að velja
litina og út frá þeim
jafnvel eitthvert þema
í veisluna. Annars er
til dæmis hægt að taka
liti þess íþróttafélags
sem fermingarbarnið
æfir með, eða út frá
uppáhalds heimavist-
inni í Hogwarts skóla,
svo dæmi séu tekin.
Grænt og gómsætt
Snittur með grænbaunapestó og radísum.
Grænt baunamauk
Hráefni:
1 (250g) pakki af frosnum baunum,
þíddar
1 hvítlauksrif
1/2 bolli rifinn parmesanostur, og par-
mesan í sneiðum til skreytingar.
1 tsk salt
1/4 tsk malaður svartur pipar
1/3 bolli ólífuolía
1 Snittubrauð
Radísur, í þunnum sneiðum
Klettasalat
Aðferð:
Setjið baunir, hvítlauk, parmesanost, salt
og pipar í matvinnsluvél í stutta stund og
bætið ólífuolíunni smásaman við. Bragð-
bætið með salti og pipar eftir smekk.
Setjið í skál.
Skerið gott snittubrauð í þunnar sneiðar
og ristið í ofni í stutta stund. Smyrjið
sneiðarnar með baunamaukinu og setjið
radíususneiðar ofan á, ásamt parmesan
osti. Skreytið með klettasalati.
V ið hjá Lín Design höfum frá upphafi lagt áherslu á vand-aðar dúnsængur og bró-
deruð rúmföt sem tengjast íslenskri
menningu og náttúru,“ segir Helga
María Bragadóttir, eigandi Lín De-
sign, en þar er nóg um að vera í
kringum fermingarnar. „Í gegnum
tíðina hefur amma fermingarbarns-
ins gjarnan bróderað eitthvað fallegt
í sængurverasettið sem tengist ís-
lenskri náttúru eða menningu. Ég
var til að mynda búin að hlakka lengi
til að fá 100% dúnsæng frá ömmu og
gullfallegt sængurverasett sem hún
hafði bróderað í áttblaðarósir og
sólkrossa. Í þá daga mátti reyndar
ekki nota rúmið og rúmfötin fyrr en
farið var að sofa, segir Helga María.
Tímarnir hafa hins vegar sannar-
lega breyst. „Nú eru unglingaher-
bergin komin í hlutverk lítilla sam-
komustaða þar sem vinirnir liggja á
samfélagsmiðlunum. Tískusveiflur
skipta því fermingarbarnið miklu
máli þegar rúmföt eru valin því þau
þurfa að falla í ákveðið mynstur sem
fyrir er í herberginu. Fyrir nokkr-
um árum gekk yfir hauskúpuæði en
nú eru friðarmerkin frekar á lofti,
íslenskir fuglar og svo auðvitað hin
sígilda bródering, áttablaðarósin og
sólkrossinn,“ segir Helga María.
Umhverfisþátturinn skiptir æ
meira máli
Lín Design hefur lagt áherslu á um-
hverfisvernd frá því fyrirtækið tók
til starfa fyrir rúmum áratug. „Sem
dæmi má nefna eru allar umbúðir
utan um vörur okkar endurnýtan-
legar. Dæmi um slíkar umbúðir eru
bómullarpokar með rennilás sem
eru utan um sængurverasettin,“
segir Helga María.
Samfélagsleg ábyrgð
Fyrirtækið er einnig meðvitað um
samfélagslega ábyrgð sína og hefur
átt í samstarfi við Rauða krossinn
síðan í fyrra. „Samstarfið er þegar
farið að skila sér. Það felst í því að
nú geta viðskiptavinir komið aftur
til okkar vörum sem þeir hafa keypt
hjá okkur en eru hættir að nota.
Rauði krossinn gefur þær áfram til
þeirra sem þurfa á þeim að halda,
jafnt innan- sem utanlands. Við-
skiptavinir fá einnig 20% afslátt af
nýjum kaupum í versluninni skili
þeir inn gamalli vöru. Skilaboðin
eru þau að fólk hendi engu,“ segir
Helga María. Nýju umbúðapokarn-
ir eru einnig unnir í samstarfi við
Rauða krossinn en um er að ræða
fjölnota poka úr bómull sem á eru
bróderuð skilaboð um mannúð, for-
dómalaust samfélag og samfélags-
lega ábyrgð.
Unnið í samstarfi við
Lín Design
Unglingaherbergið er hinn nýi
samkomustaður fermingarbarna
Helga María Bragadóttir, eigandi Lín Design, segir sængurföt vera vinsælar fermingargjafir, enda er unglingaherbergið hinn nýi sam-
komustaður fermingarbarna. Mynd/Hari.
Nýr vefur Fréttatímans
er kominn í loftið.
Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is
Verslunin
Belladonna
á Facebook
Flott föt fyrir
ottar konur