Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 86
fermingar Helgin 6.-8. mars 201518  Skreytingar Uppáhalds litir fermingarbarnsins Þegar hugað er að skreytingum er oft gott að byrja á að velja liti og vinna sig þaðan í átt að heild- armynd. Einu sinni var það viðtekið að velja bleikan lit handa stelpum og bláan handa strák- um, en nú þarf ekki að festa sig við það. Ein hugmynd er að leyfa fermingarbarninu að velja litina og út frá þeim jafnvel eitthvert þema í veisluna. Annars er til dæmis hægt að taka liti þess íþróttafélags sem fermingarbarnið æfir með, eða út frá uppáhalds heimavist- inni í Hogwarts skóla, svo dæmi séu tekin. Grænt og gómsætt Snittur með grænbaunapestó og radísum. Grænt baunamauk Hráefni: 1 (250g) pakki af frosnum baunum, þíddar 1 hvítlauksrif 1/2 bolli rifinn parmesanostur, og par- mesan í sneiðum til skreytingar. 1 tsk salt 1/4 tsk malaður svartur pipar 1/3 bolli ólífuolía 1 Snittubrauð Radísur, í þunnum sneiðum Klettasalat Aðferð: Setjið baunir, hvítlauk, parmesanost, salt og pipar í matvinnsluvél í stutta stund og bætið ólífuolíunni smásaman við. Bragð- bætið með salti og pipar eftir smekk. Setjið í skál. Skerið gott snittubrauð í þunnar sneiðar og ristið í ofni í stutta stund. Smyrjið sneiðarnar með baunamaukinu og setjið radíususneiðar ofan á, ásamt parmesan osti. Skreytið með klettasalati. V ið hjá Lín Design höfum frá upphafi lagt áherslu á vand-aðar dúnsængur og bró- deruð rúmföt sem tengjast íslenskri menningu og náttúru,“ segir Helga María Bragadóttir, eigandi Lín De- sign, en þar er nóg um að vera í kringum fermingarnar. „Í gegnum tíðina hefur amma fermingarbarns- ins gjarnan bróderað eitthvað fallegt í sængurverasettið sem tengist ís- lenskri náttúru eða menningu. Ég var til að mynda búin að hlakka lengi til að fá 100% dúnsæng frá ömmu og gullfallegt sængurverasett sem hún hafði bróderað í áttblaðarósir og sólkrossa. Í þá daga mátti reyndar ekki nota rúmið og rúmfötin fyrr en farið var að sofa, segir Helga María. Tímarnir hafa hins vegar sannar- lega breyst. „Nú eru unglingaher- bergin komin í hlutverk lítilla sam- komustaða þar sem vinirnir liggja á samfélagsmiðlunum. Tískusveiflur skipta því fermingarbarnið miklu máli þegar rúmföt eru valin því þau þurfa að falla í ákveðið mynstur sem fyrir er í herberginu. Fyrir nokkr- um árum gekk yfir hauskúpuæði en nú eru friðarmerkin frekar á lofti, íslenskir fuglar og svo auðvitað hin sígilda bródering, áttablaðarósin og sólkrossinn,“ segir Helga María. Umhverfisþátturinn skiptir æ meira máli Lín Design hefur lagt áherslu á um- hverfisvernd frá því fyrirtækið tók til starfa fyrir rúmum áratug. „Sem dæmi má nefna eru allar umbúðir utan um vörur okkar endurnýtan- legar. Dæmi um slíkar umbúðir eru bómullarpokar með rennilás sem eru utan um sængurverasettin,“ segir Helga María. Samfélagsleg ábyrgð Fyrirtækið er einnig meðvitað um samfélagslega ábyrgð sína og hefur átt í samstarfi við Rauða krossinn síðan í fyrra. „Samstarfið er þegar farið að skila sér. Það felst í því að nú geta viðskiptavinir komið aftur til okkar vörum sem þeir hafa keypt hjá okkur en eru hættir að nota. Rauði krossinn gefur þær áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda, jafnt innan- sem utanlands. Við- skiptavinir fá einnig 20% afslátt af nýjum kaupum í versluninni skili þeir inn gamalli vöru. Skilaboðin eru þau að fólk hendi engu,“ segir Helga María. Nýju umbúðapokarn- ir eru einnig unnir í samstarfi við Rauða krossinn en um er að ræða fjölnota poka úr bómull sem á eru bróderuð skilaboð um mannúð, for- dómalaust samfélag og samfélags- lega ábyrgð. Unnið í samstarfi við Lín Design Unglingaherbergið er hinn nýi samkomustaður fermingarbarna Helga María Bragadóttir, eigandi Lín Design, segir sængurföt vera vinsælar fermingargjafir, enda er unglingaherbergið hinn nýi sam- komustaður fermingarbarna. Mynd/Hari. Nýr vefur Fréttatímans er kominn í loftið. Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flott föt fyrir ottar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.