Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 52
52 matur & vín Helgin 6.-8. mars 2015 Fáðu meira út úr Fríinu gerðu verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum á túristi.is F ram til þessa hefur The Annual Icelandic Beer Festival verið öllum opin en nú var í fyrsta sinn selt inn á hátíðina. Fyrir litlar sjö þúsund krónur gátu gestir bragðað á góðum bjór fjóra daga í röð og er óhætt að fullyrða að þetta fyrir- komulag sé mun betra. Uppselt var á hátíðina og hún frábærlega heppnuð. Tilraunamennska að norðan Hátíðin hófst síðdegis á fimmtu- dag. Bruggsmiðjan á Árskógssandi bauð upp á fjóra Kalda-bjóra. Þar af voru tveir nýir sem aðeins hafa verið fáanlegir á völdum börum að undanförnu, Kaldi IPA og Kaldi Barley Wine. IPA-bjórinn er mjög humlaður og 7,3% að styrkleika. Barley Wine-ið reyndist afar kröft- ugt enda um 10%. Báðir voru þessir nýju Kalda-bjórar skemmtileg, og tímabær, viðbót við framleiðslu fyrirtækisins. Ölvisholt var með þrjá bjóra á hátíðinni. Lava og Skjálfta þekkja flestir en nýjasta viðbótin var páskabjór brugghússins, brúnölið Barón. Allir þrír stóðu fyrir sínu. Erlendu gestirnir á fimmtudags- kvöldinu voru frá Breakside brugg- húsinu í Portland í Oregon-fylki. Þeir komu með tvo bjóra með sér á krana; Breakside IPA og Breakside Salted Caramel Stout. IPA-bjórinn hefur að sögn bruggaranna hlotið verðlaun í sínum flokki vestanhafs. Stout-bjórinn var sérstaklega vel heppnaður. Lífræn sending frá Portland Á föstudeginum var komið að Vífil- felli og Einstök að halda uppi heiðri íslenskrar framleiðslu. Einstök var með sína hefðbundnu bjóra en hjá Vífilfelli var smá tilraunastarfsemi í gangi. Hinn ágæti Páska Bock hafði fengið smá yfirhalningu af þessu tilefni, með anís og vanillu út í. Skemmtileg nýbreytni og vel tilraunarinnar virði. Hopworks er annað brugghús frá Portland í Oregon sem heiðraði okkur með nærveru sinni á bjórhá- tíðinni á Kex. Brugghúsið sérhæfir sig í lífrænum bjórum og leggur áherslu á sjálfbærni og hráefni úr nærumhverfinu. Hopworks bauð upp á lífrænan IPA, Rise Up Red rauðöl og Imperial Stout-bjór sem kallast Motherland. Því miður eru Hopworks-bjórarnir ekki fáan- legir í Vínbúðunum, ekki frekar en bjórar Breakside. Mikil eftirspurn eftir Mikkeller og félögum Það var áberandi mest af gestum á laugardeginum enda kannski mesta eftirvæntingin eftir heim- sókn Mikkeller og To Øl. Strákarn- ir í Borg brugghúsi voru fulltrúar lands og þjóðar ásamt félögum sínum í Ölgerðinni. Ölgerðin bauð upp á Páskagull, sem að þessu sinni er hveitibjór að þýskum sið, og ósíaðan Bola. Borg var með páskabjórinn Þorlák, Surt Nr. 8 frá 2012, Júdas og nýjan Session IPA, 4,5% að styrkleika. Sá síðastnefndi var sérstaklega skemmtilegur og væri óskandi að hann rataði á flöskur í framtíðinni. Danski farandbruggarinn Mikkel Borg Bjergsø, stofnandi og eigandi Mikkeller, kom sjálfur hingað til lands á bjórhátíðina og til að opna nýjan bar við Hverfisgötu. Fjögurra daga bjórveisla The Annual Icelandic Beer Festival var haldin í fjórða sinn á Kex Hostel um síðustu helgi. Hátíðin var veglegri en nokkru sinni áður og hægt var að bragða á bjór frá skemmtilegum brugg- húsum utan úr heimi. Fréttatíminn fylgdist með hátíðinni. Margt var um manninn á árlegri bjórhátíð á Kex Hostel um síðustu helgi. Íslensku brugghúsin og brugghús utan úr heimi kynntu framleiðslu sína fyrir íslensku áhugafólki um bjór. Hátíðin var afar vel heppnuð. Ljósmynd/Hari Mikkeller bauð upp á hinn frábæra Beer Geek Breakfast og fimm for- vitnilega bjóra í kaupbæti. Þeir voru rauðölið Erik the Red, IPA- bjórinn Koppi, Crooked Moon sem er tvöfaldur IPA, hinn glúteinlausi Peter Pale and Mary og Ahhh Öl sem er bruggaður að belgískum sið. Skemmst er frá að segja að þeir voru allir mjög skemmti- legir en morgunverðarölið stóð þó upp úr. Hægt er að fá Beer Geek Breakfast á Mikkeller-barnum við Hverfisgötu. Félagar Mikkels og lærlingar í To Øl voru sömuleiðis í góðu stuði. Þeir buðu upp á svakalegan bjór sem kallast Hardcore Mælk og er samvinnuverkefni To Øl og skoska brugghússins BrewDog. Þetta er blanda af Hardcore IPA frá Brew- Dog og Sort Mælk frá To Øl sem hefur fengið að þroskast í skoskum eikartunnum. Auk þess buðu þeir félagar upp á súran bjór, Sur Amarillo, áður- nefndan Sort Mælk, frábæran IPA sem kallast Insane in the Grain og Eurodancer, sem er American Pale Ale. Frábær upplifun frá Evil Twin Á lokadegi bjórhátíðarinnar, sunnudegi, voru þrjú erlend brugg- hús í aðalhlutverki, en Steðji bauð upp á sinn bjór í flöskum. Hið kunna brugghús Founders bauð upp á All Day IPA af krana og nokkra af bjórum sínum í flösku. Ekkert var út á vörurnar að setja, nema síður sé, en skemmtilegra hefði verið ef fleiri hefðu verið á krana. Fulltrúar Two Roads, sem rekið er frá Stratford í Connecticut, mættu með fimm flotta bjóra. Þrír af þeim stóðu upp úr. Honespot Road var svokallaður White IPA, tiltölulega léttur og ferskur. Road 2 Ruin var tvöfaldur IPA, mjög þétt- ur, og Igor’s Dream var skemmti- legur Russian Imperial Stout sem er þroskaður í viskítunnum. Stjarna kvöldsins var hins vegar Evil Twin. Stofnandi þess er Jeppe Jarnit-Bjergsø, bróðir Mikkels í Mikkeller. Jeppe stofnaði Evil Twin árið 2010 og hefur verið duglegur að brugga nýja og forvitnilega bjóra. Hann sendi til að mynda frá sér yfir 40 bjóra árið 2012. Á Kex bauð hann upp á hinn skemmtilega Yin & Yang sem raunar er tveir bjórar af ólíkum stíl sem blandað er saman. Yin er Imperial Stout og Yang er IPA og á Kex gastu annað hvort fengið þá í sitt hvoru lagi eða látið blanda þeim saman. Yin & Yang er frábær upplifun. Svo skemmtilega vill til að þeir fást í ríkinu svo það er um að gera að prófa. Auk þess var í boði hinn lauflétti Bikini Beer, frábær pilsner sem kallast Low Life og frábær Stout, I Love You With My Stout, heil 12% með miklu kaffi- og súkkulaði- bragði. Áhugaverðir gestir að utan Þessi árlega bjórhátíð var afar vel heppnuð að þessu sinni og rímar vel við breytt landslag í bjórmenn- ingunni í miðborginni. Nýja fyrir- komulagið tryggði það að ekki mynduðust of langar biðraðir og öllum gafst tækifæri til að spjalla við bruggarana ef þeim svo sýnd- ist. Mikilvægast var þó að hingað voru fengin áhugaverð erlend brugghús. Í bland við hina ágætu innlendu framleiðslu var hægt að kynna sér nýja og spennandi bjóra að utan, sem fæstir eru fáanlegir í Vínbúðunum, og er vonandi að framhald verði á. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hopworks í Portland, sem sérhæfir sig í lífrænum bjór, var eitt þeirra brugghúsa sem kynnti bjóra sína á Kex Hostel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.