Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 36
36 heimili & hönnun Helgin 6.-8. mars 2015 Glæsileg húsgögn úr náttúrulegum efniviði TEAM 7 er austurrískt fjölskyldu- fyrirtæki sem framleiðir húsgögn af ýmsu tagi sem henta vel inn á heimilið, skrifstofuna eða í stærri byggingar. Fyrirtækið er með- vitað um umhverfi sitt og notast einungis við efnivið úr sjálf- bærum skógum. F yrirtækið er þekktast fyrir við-arhúsgögn og leggur þannig áherslu á að halda tengingu við náttúruna. Allar vörur eru framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Austurríki. Viðurinn er handflokkaður og notast er við náttúrulega olíu til að bera á viðinn. Viðurinn er þurrkaður með viðeigandi hætti, lagður og límdur í viðeigandi lögum til að koma í veg fyrir að hann beygist og sveigist og vindi upp á sig. Allar vörur sem koma frá fyrirtækinu eru vottaðar af starfsmanni sem tryggir að varan standist kröfur Team 7. Með því að sameina náttúruna, hönn- un og tækni hefur liðsmönnum Team 7 tekist að skapa sér fastan sess í hönn- unarheiminum, en fyrirtækið hefur unnið til fjölda hönnunarverðlauna. Auk þess hannar fyrirtækið efnivið fyr- ir þekktustu píanóframleiðenda heims, til dæmi Steinway & Sons Piano. Í Heimahúsinu við Ármúla má nálgast vörurnar frá Team 7. Borðstofuborð og skenkirnir frá Team 7 eru einkar fallegir og viðarveggirinir setja glæsi- legan brag á nánast hvaða rými sem er. Nánari upplýsingar má nálgast í Heimahúsinu, Ármúla 8 í Reykjavík og á Facebook síðu Heimahússins. Unnið í samstarfi við Heimahúsið Í Heimahúsinu við Ármúla má finna vönduð viðarhúsgögn frá austurríska hús- gagnaframleiðandanum Team 7, til dæmis borðstofuborð og skenki. Gefðu flísunum yfirhalningu Ef þú vilt endurnýja yfirbragð baðher- bergisflísanna með einföldum hætti geturðu skoðað möguleikann á að skipta um lit á fúgunni. Hægt er að velja fúgu í ljósgráu, dökkgráu og jafn- vel brúnleitu. Gott er að taka mið af núverandi lit á flísunum á baðherberg- isgólfinu. Kíktu á úrvalið í næstu bygg- ingarvöruverslun og athugaðu hvort ný fúga muni ekki flikka upp á flísarn- ar í heild sinni. Oft safnast óhreinindi í fúgunni með tímanum og eins verða þær oft mislitar. Djúphreinsun á fúg- unni getur líka skilað árangri og bjart- ara yfirbragði. Það getur verið sniðugt að taka ljósmyndir og fá ráðgjöf um út- færslu í næstu byggingarvöruverslun. Svart baðkar í fókus Flest baðkör landsmanna eru hvít að lit þótt ein- staka kör megi finna í öllum regnbogans litum. Svört baðkör setja fal- legan og ákveðinn stíl á nútíma baðherbergi í mínímalískum stíl og ramma þannig inn rým- ið þar sem baðkarið fær að njóta sín í brennidepli. Þó er viss áhætta tekin á svarta litnum þar sem mikið er af kísil í íslenska heita vatninu en kísillinn getur verið erfiður viður- eignar þegar hann festist á yfirborðinu og myndar hvítar rákir. Þó eru ýms- ar útfærslur í boði eins og sést á myndinni en þar er sjálft karið hvítt að lit en umgjörðin svört. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Árið 1939 hannaði Daninn Holger Nielsen svo frábæra ruslafötu að hann neyddist til að stofna fyrirtæki og hefja fjöldaframleiðslu á henni. Fyrirtækið Vipp er í dag rekið af dóttur Holgers og leggur enn áherslu á ruslafötur og aðrar þrifnaðarvörur sem endast von úr viti. Ruslatunna sem þarf aldrei að henda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.