Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Page 36

Fréttatíminn - 06.03.2015, Page 36
36 heimili & hönnun Helgin 6.-8. mars 2015 Glæsileg húsgögn úr náttúrulegum efniviði TEAM 7 er austurrískt fjölskyldu- fyrirtæki sem framleiðir húsgögn af ýmsu tagi sem henta vel inn á heimilið, skrifstofuna eða í stærri byggingar. Fyrirtækið er með- vitað um umhverfi sitt og notast einungis við efnivið úr sjálf- bærum skógum. F yrirtækið er þekktast fyrir við-arhúsgögn og leggur þannig áherslu á að halda tengingu við náttúruna. Allar vörur eru framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Austurríki. Viðurinn er handflokkaður og notast er við náttúrulega olíu til að bera á viðinn. Viðurinn er þurrkaður með viðeigandi hætti, lagður og límdur í viðeigandi lögum til að koma í veg fyrir að hann beygist og sveigist og vindi upp á sig. Allar vörur sem koma frá fyrirtækinu eru vottaðar af starfsmanni sem tryggir að varan standist kröfur Team 7. Með því að sameina náttúruna, hönn- un og tækni hefur liðsmönnum Team 7 tekist að skapa sér fastan sess í hönn- unarheiminum, en fyrirtækið hefur unnið til fjölda hönnunarverðlauna. Auk þess hannar fyrirtækið efnivið fyr- ir þekktustu píanóframleiðenda heims, til dæmi Steinway & Sons Piano. Í Heimahúsinu við Ármúla má nálgast vörurnar frá Team 7. Borðstofuborð og skenkirnir frá Team 7 eru einkar fallegir og viðarveggirinir setja glæsi- legan brag á nánast hvaða rými sem er. Nánari upplýsingar má nálgast í Heimahúsinu, Ármúla 8 í Reykjavík og á Facebook síðu Heimahússins. Unnið í samstarfi við Heimahúsið Í Heimahúsinu við Ármúla má finna vönduð viðarhúsgögn frá austurríska hús- gagnaframleiðandanum Team 7, til dæmis borðstofuborð og skenki. Gefðu flísunum yfirhalningu Ef þú vilt endurnýja yfirbragð baðher- bergisflísanna með einföldum hætti geturðu skoðað möguleikann á að skipta um lit á fúgunni. Hægt er að velja fúgu í ljósgráu, dökkgráu og jafn- vel brúnleitu. Gott er að taka mið af núverandi lit á flísunum á baðherberg- isgólfinu. Kíktu á úrvalið í næstu bygg- ingarvöruverslun og athugaðu hvort ný fúga muni ekki flikka upp á flísarn- ar í heild sinni. Oft safnast óhreinindi í fúgunni með tímanum og eins verða þær oft mislitar. Djúphreinsun á fúg- unni getur líka skilað árangri og bjart- ara yfirbragði. Það getur verið sniðugt að taka ljósmyndir og fá ráðgjöf um út- færslu í næstu byggingarvöruverslun. Svart baðkar í fókus Flest baðkör landsmanna eru hvít að lit þótt ein- staka kör megi finna í öllum regnbogans litum. Svört baðkör setja fal- legan og ákveðinn stíl á nútíma baðherbergi í mínímalískum stíl og ramma þannig inn rým- ið þar sem baðkarið fær að njóta sín í brennidepli. Þó er viss áhætta tekin á svarta litnum þar sem mikið er af kísil í íslenska heita vatninu en kísillinn getur verið erfiður viður- eignar þegar hann festist á yfirborðinu og myndar hvítar rákir. Þó eru ýms- ar útfærslur í boði eins og sést á myndinni en þar er sjálft karið hvítt að lit en umgjörðin svört. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Árið 1939 hannaði Daninn Holger Nielsen svo frábæra ruslafötu að hann neyddist til að stofna fyrirtæki og hefja fjöldaframleiðslu á henni. Fyrirtækið Vipp er í dag rekið af dóttur Holgers og leggur enn áherslu á ruslafötur og aðrar þrifnaðarvörur sem endast von úr viti. Ruslatunna sem þarf aldrei að henda

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.