Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 22
É g hitti Sölku Sól Eyfeld á kaffihúsi í miðbænum en hún ber það með sér að vera þessi miðbæjarrotta. Glaðleg og hæfilega kæru- laus og það virðist vera að hún brosi til allra á kaffihúsinu. Hún er nýbúin að kaupa sér íbúð í miðbænum og vill hvergi annarsstaðar vera. „Er þetta hollur morgunmatur,“ spyr blaðamaður þar sem hún fær sér Hámark. „Þetta er það eina sem ég man að fá mér,“ segir Salka. Við vindum okkur bara beint í stóru frétt- irnar, sem eru þess efnis að Salka er að hætta á RÚV. „Nú er ég að fara að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um, sem er að fara í leikhúsið,“ segir Salka Sól. „Ég fékk símtal frá Gísla Erni Garðarssyni sem er að fara að setja upp Hróa Hött í Þjóðleikhúsinu næsta haust, og vildi fá mig til þess að sjá um tónlistina og allan hljóðheim sýningar- innar,“ segir Salka en Gísli Örn hefur sett Hróa Hött upp í bæði Evrópu og Bandaríkjunum við góðan orðstír. „Þetta tilboð var of gott til þess að vera satt,“ segir Salka. „Þetta er í rauninni akkúrat það sem ég menntaði mig í. Það er búið að vera svo ofboðs- lega mikið að gera hjá mér að undan- förnu að ég hef ekki haft tíma til þess að skapa, svo þetta verkefni er full- komið og ég get ekki beðið eftir því að hella mér út í þetta,“ segir Salka Sól sem menntaði sig í fagi sem kallast Actors Musicianship sem einkennist af því að hljóðfæri eru framlenging af leikaranum. Þykir vænt um RÚV Salka Sól lærði í Englandi og eftir nám var komið að því reyna fyrir sér í hinum stóra heimi stórborgarinnar. Salka var þó ekki alveg sátt í þessu umhverfi og eftir stutta heimsókn til Íslands langaði hana ekki aftur út. „Ég var búin að vera úti í þrjú ár og gekk vel í skólanum. Eftir skólann fékk ég svo umboðsmann, nokkuð góðan meira að segja og þetta var allt saman mjög spennandi,“ segir Salka. „Ég fór í einhverjar prufur og slíkt og svo ákvað ég að koma heim í tvær vikur í smá slökun, og fann mjög sterkt að mig langaði ekkert aftur út. Ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í þetta hark sem er í gangi í London,“ segir Salka. „London er frábær borg ef þú átt peninga. Ef þú átt ekki peninga þá er hún erfið og mjög niðurdrepandi,“ segir Salka. „Ég átti bara ekki peninga og kom bara heim. Hér er ekkert vesen og ég var ótrúlega fegin að komast í það umhverfi. Í London fylgir ótrúlega pappírsvinna að fá að vera til. Hér heima hringir maður bara í frænku sína sem vinnur í bankanum og ekk- ert vesen,“ segir Salka og hlær. „Mig vantaði hugarró og þurfti smá tíma til þess að stilla mig af, og fór að vinna á kaffihúsi,“ segir Salka. „Margir koma tvíefldir úr listnámi, en ég fékk bara alveg nóg.“ Síðasta sumar átti hljómsveitin AmabAdama sumarsmellinn Hossa Hossa og hvert sem litið var, mátti sjá Sölku og félaga hennar í sveitinni. Hún bjóst þó ekki við þessum gríðarlegu viðbrögðum sem lagið fékk um sum- arið. „Þau voru búin að vera að vinna aðeins saman og ég kannaðist við þau flest,“ segir Salka. „Í mars í fyrra hætti önnur söngkonan þeirra og þau höfðu séð mig syngja stuttu áður og höfðu bara samband. Þá fórum við bara að vinna saman og ég var alveg tilbúin að fara að gera eitthvað eftir að hafa verið að vinna á kaffihúsinu,“ segir Salka. Þá byrjaði boltinn að rúlla og rúllaði hratt. Hossa Hossa fór í útvarp og allir stukku á vagninn sem enn er á góðri ferð. Salka hefur verið gríðarlega áberandi í öllu starfi RÚV í vetur og stundum heyrast þær raddir að fólki þyki nóg um. Hún hefur óspart verið notuð í auglýsingum stöðvarinnar, bæði fyrir sjónvarpsþætti sem og útvarpið, þar sem hún er einn þriggja umsjónarmanna Popplandsins ásamt því að sjá um helgarþáttinn Hanastél ásamt Dodda „litla“. Nú er svo komið að hún ætlar að taka sér frí frá RÚV að mestu leyti. Salka Sól EyfEld Aldur: 26 ára. Menntun: BA í Actor Musicianship. Maki; Albert Halldórsson, leik- listarnemi í LHÍ. Stjörnumerki: Hrútur. Uppáhaldsstaður á Íslandi: Heima hjá mömmu og pabba er alltaf kósí. Svo finnst mér yndislegt að fara norður, bæði á Akureyri og Dalvík. Hvað er fram undan: Ég verð á tónlistarhátíðinni By:larm í Noregi um helgina á vegum Nordic playlist svo fer ég til Berlínar með vinkonu minni í smá afslöppun. Svo erum við í AmabAdamA að plana smá túr um landið um páskana. Frá RÚV í leikhúsið Fjöllistakonan Salka Sól Eyfeld skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tæpu ári og hefur verið mjög áberandi síðan. Hún hefur vakið mikla athygli með hljómsveitinni AmabAdama og kom sem ferskur vindur inn í dagskrá RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur þó ákveðið að venda sínu kvæði í kross og taka sér frí frá RÚV, að mestu, vegna tilboðs sem hún gat einfaldlega ekki hafnað. Salka er sterkur karakter en kannski eru færri sem vita að hún hefur ekki alltaf verið sterk. Hún segir grunnskólann hafa verið hrikalega erfiðan og reynsla hennar úr æsku er eitthvað sem muni alltaf fylgja henni. Hún vill vera gott fordæmi þess að það sé allt hægt ef mann langar til þess. Maður þarf ekki að vera eitthvað „case“ þó maður fari til sálfræð- ings. Ljósmyndir/ Hari „Ég ætla í smá frí,“ segir Salka Sól. „Það er svakalega gaman að vinna þarna og mér þykir mjög vænt um RÚV. Ég horfði yfir Foss- voginn á útvarpshúsið sem krakki og lét mig dreyma. Pabbi stalst svo með mig í stúdíóið þegar ég var 13 ára og ég tók upp mitt fyrsta lag þarna, svo mér þykir mjög vænt um þetta hús,“ segir Salka en pabbi hennar er leikarinn Hjálmar Hjálmarsson. „Ég mun halda áfram með Dodda út sum- arið en að öðru leyti er ég að taka mér leyfi innan gæsalappa.“ Heldurðu að það hafi verið sjokk fyrir ráða- menn RÚV að missa þig úr starfi eftir stuttan tíma? „Þeim fannst það leiðinlegt, eins og mér, en ekkert sjokk held ég,“ segir Salka. „Ég sé mig alveg fyrir mér í útvarpi seinna, mér finnst útvarpið alveg ótrúlega skemmtilegur miðill.“ Skrápurinn er að harðna Gagnrýni er eitthvað sem allir finna fyrir þegar þeir eru áberandi á Íslandi. Sérstaklega ef þeir eru ungir eins og Salka Sól. Hún segist þó vera að venjast þessu og skrápurinn sé alltaf að þykkna. „Ég fór að taka saman það sem ég hef verið að gera í sjónvarpi og það er ekkert brjálæðislega mikið, þó svo að Söngva- keppniauglýsingin hafi verið sýnd brjálæðis- lega oft,“ segir Salka. „Fólk tekur bara meira eftir því af því að ég er ný, held ég. Ég læt það ekki trufla mig, þetta er vinnan mín, og það vill til að hún er á opinberum vettvangi. Sig- mar er í Kastljósinu alla daga, og Logi Berg- mann er í öllu á Stöð 2 og þeir fá ekki þessi komment,“ segir Salka. Heldurðu að þetta sé öðruvísi af því að þú ert ung kona? „Já, ég held það. Það er harðari gagnrýni á okkur oft á tíðum. Ég er samt bara á því að ef maður er að gera góða hluti, þá fái maður góð verkefni. Þetta helst allt í hendur,“ segir Salka. Hvað með allt það sem er sagt á netinu, hefur það áhrif á þig? „Þegar hlutirnir gerast svona hratt, eins og hjá mér, þá er mjög skrýtið að vera allt í einu sú manneskja sem má segja allt um,“ segir Salka. „Það má gagnrýna, en ég skil Framhald á næstu opnu 22 viðtal Helgin 6.-8. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.