Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 70
fermingar Helgin 6.-8. mars 20152
Elvar Kristinn
fer beint til Eng-
lands að keppa
eftir fermingu.
Ljósmynd/Hari.
Vinirnir tala
aldrei um
ferminguna
Elvar Kristinn Gapunay fermist þann 29. mars frá Digraneskirkju í
Kópavogi. Hann segist hlakka mikið til, en segist líka bera virðingu
fyrir því af hverju hann er að fermast, þó gjafirnar séu kannski það
sem mesti spenningurinn sé fyrir. Hann er Norður-Evrópumeistari
í samkvæmisdönsum og fer strax eftir fermingu til Englands að
keppa.
E lvar Kristinn Gapunay er 13 ára samkvæmisdansari og nemi í Smáraskóla í Kópa-
vogi. Hann fermist í lok mánaðarins
og segist vera orðinn spenntur fyr-
ir stóra deginum. „Ég er búinn að
bíða eftir þessu frá því í fyrra þegar
frændi minn og frænka fermdust,“
segir Elvar Kristinn. „Ég veit ekki
hvað það eru margir sem fermast
með mér en við erum nokkrir vin-
irnir sem fermumst á sama tíma.
Við fórum í átta tíma í fermingar-
fræðslu og nokkrar messur og lærð-
um um tilgang fermingarinnar og
svoleiðis,“ segir Elvar sem verður
frekar fáorður þegar talið berst að
efnistökum fermingarfræðslunnar.
„Það er enginn í mínum skóla sem
ætlar ekki að fermast. Annað hvort
eru allir að fermast með mér eða á
eftir mér. Ég verð í útlöndum þegar
aðrir eru að fermast svo ég kemst
ekki í neinar fermingarveislur í ár,“
segir Elvar sem hefur æft dans frá
unga aldri og varð fyrr í vetur Norð-
ur-Evrópumeistari í samkvæmis-
dönsum og fékk silfur á heimsmeist-
aramóti unglinga. Tveimur dögum
eftir fermingu heldur hann til Lond-
on til æfinga og svo beint á mót. „Ég
er að fara að keppa á stærsta dans-
móti í heimi sem haldið er í Blackpo-
ol í Englandi og hlakka mikið til,“
segir Elvar sem æfir dans hjá Dans-
skóla Sigurðar Hákonarsonar.
„Veislan verður haldin í dansskól-
anum og það kemur fullt af fólki,“
segir Elvar. „Alveg nóg allavega. Ég
veit ekkert hvað ég fæ í fermingargjöf
en mig langar mest í peninga, úr eða
iPhone 6 síma, eins og alla langar í,“
segir Elvar sem segir vinina alla langa
í það sama. „Við tölum ekkert um
ferminguna eða hvað okkur langar í,
en ætli þetta sé ekki á listunum hjá öll-
um. Annars er þetta bara skemmtilegt
og ég hlakka til,“ segir Elvar Kristinn
Gapunay fermingardrengur.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Fermingin er ekki eingöngu trúar-
leg athöfn heldur er einnig litið á
hana í mörgum samfélögum sem
manndómsvígslu inn í samfélag
fullorðinna. Víðs vegar um heiminn
má finna manndómsvígslur af ýmsu
tagi sem eiga sér oftast stað þegar
unglingurinn kemst á kynþroska-
aldur og ganga margar þeirra út á
að fræða unglinginn um þær skyld-
ur sem bíða hans sem fullorðins ein-
staklings.
Verslunarferð eða bænastund?
Fermingar í Danmörku eru að
mörgu leyti svipaðar og á Íslandi.
Þar hefur hins vegar myndast sú
hefð að fermingarbörn fá ávallt frí
í skólum á mánudegi eftir fermingu
og hittast þá og fara saman í versl-
unarferð og hefur dagurinn fengið
viðurnefnið „blái mánudagurinn“.
Manndómsvígsla gyðinga er ekki
svo frábrugðin íslensku ferming-
unni. Við tólf og þrettán ára aldur
fara fram tvær mismunandi athafn-
ir, Bar Mitzvah hjá strákunum og
Bat Mitzvah hjá stelpunum. Mis-
jafnt er hvernig athöfnin fer fram
en strákarnir lesa yfirleitt
upp úr Mósebók og fara
með stuttan texta úr
Torah, trúarriti gyð-
inga. Þeir leiða svo
söfnuðinn í bæna-
stund. Í frjálslynd-
ari söfnuðum mega
stelpur framkvæma
athöfn með sama sniði og
strákarnir.
Nautgripahlaup eða maura
stungur?
Manndómsvígsluhefðirnar eru
heldur fjölbreyttari meðal hinna
ýmsu ættflokka í Suður-Ameríku
og Afríku. Í Hamar-ættflokknum
í Eþíópíu þurfa ungir strákar að
hlaupa naktir eftir bökunum á
nautgripum sem stillt hefur verið
upp í röð. Nái þeir að endurtaka
hlaupin fjórum sinnum í röð án
þess að detta eru þeir komn-
ir í fullorðinna manna
tölu.
Í samfélagi Sa-
tere -Mawe ind-
jána í Brasilíu fer
manndómsvígsl-
an fram með ansi
harkalegum hætti.
Þar tíðkast sá siður að
vefja hanska úr laufblöðum og
húða svo hanskann með stórhættu-
legum maurum sem hafa brodd.
Stunga frá maurum af þessu tagi
á víst að vera sú allra sársauka-
fyllsta. Einungis strákar þurfa þó
að fara í gegnum þessa vígsluat-
höfn, en þeir þurfa að hafa hansk-
ana á höndunum í tíu mínútur í
hvert skipti, en endurtaka þarf at-
höfnina í mörg skipti yfir nokkurra
mánaða tímabil svo manndóms-
vígslan sé fullgild.
Íslensk fermingarbörn þurfa því
ekkert að óttast fyrir stóra daginn.
Það er kannski ekki svo slæmt að
klæða sig í hvítan kirtil og fara með
nokkur vers úr biblíunni eftir allt
saman.
Manndómsvígslur víða um heim