Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 06.03.2015, Blaðsíða 66
 KviKmyndir ingvar Þórðarson frumsýnir The grump á Íslandi Finnar með sömu þjóðarsál og við „Ég held að þessi mynd eigi eftir að leggjast vel í Íslendinga enda eru Finnar ótrúlega líkir okkur. Maður á vini um öll Norðurlöndin en Finn- ar eru næstir okkur í húmor. Þetta er sama þjóðarsálin,“ segir Ingvar Þórðarson kvikmyndaframleiðandi. Ingvar og félagi hans, Júlíus Kemp, framleiddu finnsku kvik- myndina The Grump sem sló í gegn í heimalandinu og víða um heim í kjölfarið. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni. Mynd- in kemur í kvikmyndahús á Íslandi um helgina. The Grump er raunar ein vin- sælasta mynd Finna frá upphafi. Um hálf milljón Finna sá hana í bíó en Finnar telja um fjórar milljónir. Myndin er byggð á samnefndum metsölubókum eftir Tuomas Kyrö en hann og leikstjórinn Dome Karu- koski komu hingað til lands vegna frumsýningarinnar. „Þeir ætla að byrja að skrifa Grump 2 hér á landi,“ segir Ingvar kotroskinn. Í myndinni segir af sauðþráum og íhaldssömum bónda á níræðisaldri sem hefur ævaforn gildi í hávegum. Samkvæmt honum voru börn ekki frek í gamla daga og fólk eyddi aldrei peningunum sínum í vitleysu. Þegar bóndanum mislíkar eitthvað lætur hann það bitna á öllum þeim sem á vegi hans verða. „Við erum með ansi mörg verk- efni á teikniborðinu,“ segir Ingvar þegar hann er spurður um næstu verkefni. „Þetta eru kannski 20 myndir og ein af þeim mun skekja íslenskt þjóðlíf. Það er íslenskur leikstjóri sem stýrir henni og við erum búnir að fjármagna hana að fullu erlendis.“ -hdm Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp reka saman kvikmyndafyrirtækið Kisa. Þeir frumsýna hér á landi finnsku myndina The Grump um helgina en hún sló í gegn í heimalandinu. Nirvana heiðruð í Reykjavík og á Akureyri Í tilefni þess að forsprakki Nirvana, Kurt Cobain, hefði orðið 48 ára gamall nú á dögunum og að hljómsveitin var nýlega vígð inn í Rock & Roll Hall Of Fame verður sveitin heiðruð á tvennum tónleikum í Reykjavík og á Akureyri. Fyrri tónleikarnir fara fram á Gauknum, í kvöld, föstudags- kvöld og seinni tónleikarnir á Græna hattinum á laugardagskvöld. Farið verður yfir allan feril Nirvana í bæði rafmagnaðri og órafmagnaðri stemningu og verða öll helstu lög sveitarinnar flutt af einvalaliði rokktónlistarmanna sem eru í hljóm- sveitum á borð við Ensími, Noise og John Grant. Heiðurssveitina skipa þeir Einar Vilberg, söngur og gítar, Franz Gunnarsson, gítar og söngur, Kristinn Snær Agnarsson á trommur og Jón Svanur Sveinsson, bassi og söngur. Íslandsmeistaramótið í PacMan Spilasalurinn Freddi er ekki þekktur fyrir að tvínóna við hlutina og núna þegar Íslands- meistarinn í Donkey Kong er fundinn, er hafin leit að Íslandsmeistaranum í PacMan. Mótið fer fram á Fredda, Ingólfsstræti 2a, á morgun, laugardag, klukkan 16. Skráning fer fram á Fredda og á FB síðu Fredda þangað til mótið fer fram og þátttökugjald- ið er 500 krónur. Pacman var gefinn fyrst út af Namco 22. maí 1980. Midway keypti leikinn fyrir Bandaríkjamarkað í október á sama ári og sló hann strax í gegn. Pacman er orðinn hálfgerð táknmynd fyrir níunda áratuginn og er grimmt spilaður enn þann dag í dag í leiktækjasölum um allan heim. Árni og Viktor gefnir út í Makedóníu Forlagið Begemot í Makedóníu gaf nýverið út tvær íslenskar glæpasögur, Tíma nornarinnar eftir Árna Þórarinsson og Flat- eyjargátu eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Þeir félagar eru ekki fyrstu íslensku höfundarnir sem hafa vakið áhuga makedónskra bóka- forlaga. Áður hafa bækur eftir Arnald Indriðason, Kristínu Marju Bald- ursdóttur, Óttar Norð- fjörð, Ófeig Sigurðsson og Halldór Laxness komið þar út. Þjóðlagatónlistarhátíð á Kex Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival er nú haldin í fimmta sinn á Kex Hostel við Skúlagötu. Hún hófst í gær, fimmtudag, og stendur til laugardags. Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlaga- tónlistarmönnum og -hljómsveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þjóðlagatónlistarheimsins. Hátíðin fer fram í notalegum húsakynnum Kex Hostels og er ekkert til sparað við að skapa notalega og einlæga stemningu og ógleymanlega tónlistarveislu fyrir alla unnendur þjóðlagatónlistar. Þeir lista- menn sem koma fram á hátíðinni í ár eru Teitur Magnússon, Ylja, Kólga, Funi, Moð, Lindy Vopnfjord (CA), Klassart, Lay Low, JP Hoe (CA), Björn Thoroddsen, Pétur Ben og Egill Ólafsson.  leiKhús söngleiKurinn Billy ellioT Í BorgarleiKhúsinu Söngleikurinn Billy Elliot er frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, föstudagskvöld. Meðal þeirra sem stíga þar á stokk eru bræðrapör, Björn Dagur og Rúnar, og Höskuldur Þór og Jökull. Björn Dagur er 19 ára Kópavogsbúi sem hefur dansað síðan hann var sex ára. a uðvitað finnur maður eitt-hvað stress, ég er mann-legur. En eins og Billy seg- ir, þetta er gott stress. Þetta er svo vel æft að ég hef engar áhyggjur,“ segir Björn Dagur Bjarnason, einn leikara í söngleiknum Billy Elliot sem frumsýndur verður í Borgar- leikhúsinu í kvöld, föstudagskvöld. Björn Dagur er 19 ára Kópa- vogsbúi. „Ég er úr Digranesinu, Engihjallanum,“ segir hann. Björn Dagur leikur ýmis hlutverk í Billy Elliot; námuverkamann, boxara og lögreglumann svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur tekið þátt í æf- ingum á söngleiknum frá því í des- ember síðastliðnum. „Ég er búinn að dansa síðan ég var sex ára. Fyrst var ég í sam- kvæmisdansi og síðan skipti ég yfir í Listaháskólann og fór að læra ball- ett,“ segir Björn Dagur. Hann segir að það hafi verið gaman að skipta yfir í leikhúsið og reyna eitthvað nýtt. „Þetta var dálítið sjokk fyrst en ég vissi að ég gæti þetta. Nú langar mig bara að læra meira að syngja og leika,“ segir Björn sem kveðst vera farinn að íhuga að læra leiklist í framtíðinni. „Alveg bókað.“ Hvernig atvikaðist það að þú fórst að dansa og leika? „Amma og afi eru dansarar og ég var bara settur í þetta þegar ég var lítill. Ég var settur í margt en hékk þarna áfram. Ætli það hafi ekki verið fyrir stelpurnar,“ segir hann léttur í bragði. Yngri bróðir Björns heitir Rúnar Bjarnason og er hann 14 ára. Rún- ar fer einnig með hlutverk í Billy Elliot. „Hann var einn af þeim sex sem komu til greina í hlutverk Billy en var ekki valinn. Ég myndi segja að það sé af því hann er svo gamall, hann var elstur af þeim sex. En ég er mjög ánægður með að hann fékk hlutverk,“ segir Björn. Björn Dagur og Rúnar eru raun- ar ekki einu bræðurnir sem taka þátt í uppsetningunni á Billy El- liot. Höskuldur Þór Jónsson, 16 ára, leikur námuverkamann, lögreglu- mann, steppara og fleira, og Freyr Jökull, fimm ára bróðir hans, leikur krúttið í sýningunni. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Söngleikurinn Billy Elliot er frumsýndur í Borgarleikhúsinu um helgina og þessir fjórir drengir eru meðal þeirra sem stíga þar á svið. Frá vinstri er Höskuldur Þór Jónsson, 16 ára, og Freyr Jökull Jónsson, 5 ára bróðir hans. Þá Björn Dagur Bjarnason, 19 ára, og Rúnar Bjarnason, 14 ára. Ljósmynd/Hari Bræðrapör í Billy Elliot 66 dægurmál Helgin 6.-8. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.