Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 12

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 12
anna, Norður-Afríka og Kola-skaginn í Rússlandi. Allur fosfóráburður og blandaður áburður, sem framleiddur er í Evrópu, fær fosfatgrjót annað- hvort frá N.-Afríku eða Kola-skagan- um, og yrði svo einnig hér. Kalíum- súlfatið, kalíumklóríðið og magnes- íumsúlfatið yrðu væntanlega einnig fengin í Evrópu. Auk þessara inn- fluttu hráefna þarf svo saltpéturssýru og ammoníak, en bæði þessi efni eru framleidd nú í Gufunesi og því þegar til staðar, og þarf litlar ráðstafanir að gera þeirra vegna. Eftirtöldum mannvirkjum yrði að koma upp vegna þessarar framleiðslu: Uppskipunartækjum á bryggju og flutningatækjum þaðan í geymslur fyrir hin innfluttu hráefni. Byggja þyrfti geymsluhús og geyma fvrir hrá- efnin og hinn fullunna áburð. Eina verksmiðjubyggingu þyrfti að reisa, og yrðu þar staðsett þau tæki öll, sem til framleiðslunnar eru nauðsynleg. Þangað færu fosfatgrjótið, kalíumsúl- fatið, kalíumklóríðið og magnesíum- súlfatið úr geymslunum og sömuleið- is saltpéturssýra og ammoníak frá þeim verksmiðjum, sem þegar eru fyr- ir hendi. Loks þyrfti sekkjunarstöð fyrir áburðinn, og yrði hún væntan- lega staðsett þar, sem áburðurinn er geymdur. Áætlað er, að þessum mannvirkjum megi koma upp fyrir um 50 millj. kr. Svo sem fyrr var vikið að, yrði stofnkostnaður vegna nauðsynlegra mannvirkja hærri, ef notuð yrði salt- péturssýru-brennisteinssýru aðferðin við framleiðsluna. Það liggur í því, að auk ofangreindra mannvirkja,yrði til viðbótar að koma upp lítilli verk- smiðju til framleiðslu á brennisteins- sýru. Er áætlað, að slík verksmiðja mundi kosta 8—10 millj. kr. Þá yrði einnig a. m. k. fyrst um sinn að flytja inn brennistein vegna þeirrar fram- leiðslu, þar sem hann er ekki fáanleg- ur hér á landi í nægilegu magni enn sem komið er, hvað svo sem síðar yrði. Hins vegar væri ekki nauðsyn- legt að flytja inn kalíumsúlfat vegna framleiðslunnar, heldur hægt að nota kalíumklóríð til að leggja til kalí í áburðinn, þegar þess er þörf. Þetta er nokkur kostur, þar sem kalíumklóríð er um 20% ódýrara en kalíumsúlfat. Eins og áður hefur verið minnzt á, er einungis unnt að framleiða þrígild- an áburð með saltpéturssýru-kalíum- súlfat aðferðinni. Ekki eru fyrir hendi nákvæmar upplýsingar um, hve mikill hluti af heildaráburðarnotkuninni gæti verið í formi þrígilds áburðar, en skoðanir hafa verið á lofti meðal sérfræðinga í jarðrækt um, að allt að 70% af notkuninni gæti verið í því formi. Þá eru heldur ekki fyrir hendi nægar upplýsingar til þess að ákveða nákvæmlega, í hvaða hlutföllum á- burðarefnin ættu að vera í slíkum blöndum, til þess að þau komi að sem beztum notum. Til þess að ákveða slíkt eru rannsóknir á þessu sviði ekki komnar nógu langt hér á landi og munu eiga langt í land. Hins vegar álíta sérfræðingar, að áburður, sem inniheldur 16% köfnunarefni, 8,5% fosfór (sem Po05) og 11,5% kalí (sem KoO), eða 16-8,5-11,5 áburður, eins og venjan er að auðkenna bland- aðan áburð, mundi mjög vel nothæf- ur til notkunar á tún, sem lengi hafa fengið tilbúinn áburð, og þar sem þörf er fyrir öll þrjú áburðarefnin, og má ætla, að í þeim flokki séu allt að 70% af túnum hérlendis. Væru t. d. 600 kg. af slíkri blöndu borin á ha. á vorin og 70 kg af Kjarna milli slátta, innihalda þessir skammtar 120 kg. N, 51 kg. P205 og 69 kg. K20, sem álit- ið er hæfilegt meðaláburðarmagn á ha. túns á ári. Ef framleiða þarf tvígildan áburð, má gera það með saltpéturssýru- brennisteinssýru aðferðinni, svo sem fyrr segir. Hve mikil þörf yrði fyrir slíkan áburð, er ekki vitað, en þörfin er af sérfræðingum ekki álitin mikil, miðað við heildarþörfina. Þó gæti verið hentugt að nota slíkan áburð, þar sem kalíáburðar er ekki þörf og ekki þarf fullan skammt af köfnunar- efni, t. d. með húsdýraáburði. Væri til þeirra hluta t. d. hægt að fram- leiða áburð með samsetningunni 14- 14-0. Rétt er að gera nokkra grein fyrir, hvernig framleiðslu á hinum ýmsu á- burðartegundum mundi hagað. Fram- leiddur yrði blandaður áburður og köfnunarefnisáburður til skiptis. Á hverju ári yrði gerð áætlun um, hve mikið magn þyrfti að framleiða af blönduðum áburði til þess að full- nægja eftirspurninni á hverjum tíma. Það sem eftir verður ársins, yrði framleiddur Kjarni. Rekstursgrundvöllur Að lokum verður farið nokkrum orðum um rekstursgrundvöll þeirrar framleiðslustarfsemi, sem nú hefur verið lýst. Framleiðsla áburðar, sem inniheld- ur fosfór og kalí, getur fyrst um sinn a. m. k. varla orðið annað en fyrst og fremst gjaldeyrissparandi starfsemi fyrir þjóðarbúið. Um ódýrari fram- leiðslu á þessum áburðarefnum mið- að við þau efni, sem nú eru flutt inn, verður vart að ræða fyrst um sinn. Er þá miðað við verð fosfórs og kalí í innfluttum áburði, þegar hann er kominn út á hafnir víðs vegar um landið. Hins vegar má ætla, að þessi efni mætti framleiða fyrir svipað verð og hin innfluttu efni, ef fram- leitt væri svipað magn af P205 og nú er flutt inn. Er þá miðað við blöndu eins og 16-8,5-11,5, sem gerð var að umtalsefni hér að fram- an, og að notuð sé önnurhvor þeirra aðferða, sem að framan var lýst. Sé hið framleidda magn minna en þetta, verða áburðarefnin dýrari en innflutt. Á það má hins vegar benda, að í öðr- um löndum er blandaður áburður allt- af seldur nokkru hærra verði en til- svarandi magn eingildra tegunda, og er það ekki að ófyrirsynju, þar sem það er mikill kostur fyrir notandann að fá öll áburðarefnin í einum poka í hæfilegum hlutföllum og losna þannig við vinnu og heilabrot, sem samfara eru blöndun hinna eingildu tegunda. Er engin goðgá að ætla, að notendum áburðar hérlendis þætti einnig hent- ugt að fá áburðarefnin í hæfilegri blöndu, þó að dálítið meira yrði að Framh. á 85. bls. 68 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.