Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 30

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 30
NYTSAMAR NÝIUNGAR Hreyfanleg bifreiðalyfta Þessi hreyfanlega bifreiðalyfta vaggar bifreiðinni á sívalningum um þyngdarpunktinn. Tvö burðarskíði eru tengd saman með þverbita, og er hægt að auka eða minnka bilið milli þeirra með skrúfuöxli og handsveif. Má þannig stilla skíðin eftir hjólum þeirrar bifreiðar, sem tekin er til við- gerðar. Á burðarskíðunum eru sívaln- ingar, sem leika á undirstöðum. Það er því auðvelt að vagga lyftunni með handafli. Til öryggis er lyftan „tryggð“ í hvaða stöðu sem er, með festingu, sem tengir sívalningana ör- ugglega við undirstöðurnar. Bifreið- in getur ekki hreyfzt til á lyftunni, því að sjálfvirkar hömlur falla þétt að framhjólunum. Þessar hömlur má stilla þannig fram og aftur, að þyngd- arpunktur bifreiðarinnar lendi ná- kvæmlega yfir miðpunkti sívalning- anna. Þannig fæst hið ákjósanlegasta jafnvægi, og lyftan heldur bifreiðinni auðveldlega í hvaða stöðu, sem henni er hallað. Þar sem sérhver bifreiða- tegund hefur sinn eigin þyngdar- punkt, eru tölustafir markaðir á hlið- ar burðarskíðanna, og sýna þeir hina ýmsu stillipunkta, og jafnframt fylgir listi yfir stillitölu flestra bifreiðateg- unda. Orlítið horn í miðju burðar- skíðanna er til þess, að hægt sé að taka vagna með langt „skott“ til við- gerðar. Framleiðandi: A. Wenischnigger, Reit- hofferwerk, Steyr, Austurríki. ]. B. Ný málning fyrir rakan við Til að vinna bug á þeim vanda, þeg- ar mála þarf við, sem ekki hefur þornað nægilega, hefur verið gerð ný tegund málningar, sem reynzt hefur haldgóð á rakan við. Það hefur jafnan verið mikið vandamál, þegar mála hefur þurft rakan við, því að málningin hefur þá jafnan flosnað af á skömmum tíma. Verksmiðju nokkurri í Amsterdam hefur tekizt að leysa þennan vanda. Hin nýja málning, sem nefnist Cum- arol E 1, byggist á nýrri samsetningu á efnum úr harpeis (resin) og inni- heldur vatn. Er þar vissulega um gjör- breytingu að ræða, en málningin varð að hafa óvenju mikið vatnsþol. Hún hefur einnig góða eiginleika, sem eyða sveppagróðri, og kemur það sér vel undir flestum kringumstæðum. Verksmiðjan ráðleggur að nota Cum- arol E 1 eingöngu á rakan, ljósan við og ekki á annað byggingarefni. Máln- ingin hefur þegar verið notuð á mik- inn fjölda bygginga í Hollandi og gef- ið mjög góða raun. Hún er nú komin á markaðinn og er fáanleg í tólf lit- um. Óhætt er að nota hana á blautan við, t. d. þegar eftir regnskúr. Framleiðandi: H. Vettewinkel & Zonen, Prins Hendrikkade, 81—82, Amsterdam, Hollandi. /. B. Áhald til að hreinsa veggi og loftglugga Srníðað hefur verið áhald, sem ger- ir kleift að hreinsa verksmiðjuloft- glugga, múrsteinsveggi o. s. frv. án þess að nota stiga eða palla nema að mjög litlu Ieyti. Hreinsihausinn, sem getur verið 86 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.