Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 34

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 34
Mælitækið, sem notað er til þess að „sjá“ geislana, er gæger-mælir frá Philips PW 4010 og gengur fyrir þurrarafhlöðum og vegur aðeins 720 g. Veggþykkt lampa og tækis er 345 mg/cm2, sem hefur í för með sér að tækið er eingöngu næmt fyrir gamma- og röntgengeislum, en ónæmt fyrir alfa- og betageislum. Tækið hef- ur tvö mælisvið, 0—40 högg/sek, sem samsvarar 0—1,3 milliröntgen/klst og 0—800 högg/sek, sem samsvarar 0—26 milliröntgen/klst. Verð á umbúnaði þessum er um 3.500 kr. fyrir fjöður og mæli. (Frá Kjarnfræðanefnd íslands). Gólfherzluefni Efnablanda, sem notuð er á yfirborð steinsteyptra gólfa og gefur þeim harðan, ryklausan flöt. Steinsteyptum gólfum í verksmiðj- um, vörugeymslum o. s. frv. skyldi ávallt haldið í góðu, hörðu ástandi, einkum þar sem hjálpartæki á stál- hjólum eru notuð eða þar sem með- höndluð er vara, sem verja þarf ryki. Nýtt steypuherzluefni (Emerytop) er nú fáanlegt, og á það að mynda hart, þétt og ósleipt yfirborð. Það er notað, um leið og steypan er lögð í gólfið, og er vandalaust í meðferð. Þegar steypumótin hafa verið fest vel, fyllt og yfirborðið sléttað með stáhnúrskeið, er Emerytop borið tvisvar á, og er notað 4% pund af efninu í hvort skiptið á m2. Gólf- ið er stáldregið í bæði skiptin, eftir að efninu hefur verið stráð yfir steypuna. Er þetta gert til að koma vatninu vel upp í gegnum efnið. Því næst er yfirborðið sléttað með múr- skeið (mynd 2.). Þegar yfirborðið hefur harðnað nægilega, er aftur far- ið yfir það með múrskeiðinni. Að lokum má svo Ijúka verkinu með því að nota „Sealtop“, eins og sýnt er á 3. mynd, þar sem verið er að leggja gólf í flugstöð Lundúnaborgar (London Airport). Til þess að góður árangur fáist með notkun þessa efnis, verður steypan að innihalda lítið vatnsmagn. Frarnleiðandi: J. H. Sankey & Sons, Ltd. Ripple Road, Barking, Eessex, Englandi. Vatnsdæla fyrir húsagrunni, skip o. fl. Meðfylgjandi myndir sýna nýja sænska vatnsdælu (WEDA), sem er sögð mjög hentug til að halda þurr- um grunnum, skurðum, skipum o. fl. Dælan, sem ekki vegur meira en 39 kg, er með innbyggðum þriggja fasa rafmótor, og er henni stungið niður í vatn, sjó eða jafnvel leðju, og dælir hún viðstöðulaust ca 1 tonni af vatni á mínútu, í 5 m hæð (750 lítrum í 10 m hæð). Rafmótorinn er í algjörlega vatns- heldu hylki í sjálfri dælunni, og er honum haldið köldum með vatni því (eða lofti}, sem verið er að dæla, en það leikur um hylkið. Mótorinn er 5Yo h.ö. og gerður fyrir 220/380 volta spennu. Einnig munu vera til sams konar dælur með eins fasa 220 volta rafmótor, en þær dæla um helm- ingi minna vatni en sú fyrrnefnda. Framleiðandi: Svenska Motorborr Aktie- bolaget, Stockholm-Solna. L. L. 90 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.