Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 28

Iðnaðarmál - 01.05.1959, Blaðsíða 28
hlut á réttan stað. Ákveðið sérhverj- um starfsmanni vissa stund, er notuð sé til að hreinsa og þrífa til á vinnu- bekknum eða hirða vélina. Nokkrar mínútur í byrjun eða við lok vinnu- dags (vaktar) eru venjulega hentug- astar til þeirra hluta. 7. Haldið lóSunum hreinum Hreinlegt verkstæði stuðlar að góð- um afköstum og dregur úr gölluðu verki. Það eflir góðan anda á vinnu- staðnum og hefur geðfelld áhrif á þann, sem kemur í heimsókn. Felið ákveðnum manni það sem skyldustarf að þrífa til á vinnustaðn- um, í göngunum, húsagarðinum, birgðageymslunni, snyrtiherberginu o. s. frv. Látið hann fylgja ákveðnum reglum — hreinsa sumt daglega, ann- að vikulega. Sjáið um, að hann hafi hentug tæki til að þrífa með og ákveð- inn stað til að geyma þau á. Til að þrífa gólf þarf yfirleitt heitt vatn, þvottaefni og stífa bursta. Lausl. þýtt úr „The Small Factory J.Bj. ( 'ý Til áskrifenda IÐNAÐARMÁLA Iðnaðarmálastofnunin hefur látið gera möppur undir tíma- ritið IÐNAÐARMÁL. Tekur hver mappa allt ritið frá byrjun til ársloka 1959. Möppurnar eru gráar að lit, með gyllingu á kili, þar sem skráð er nafn tímaritsins og árgangar. Þær eru smekklegar að gerð og fara vel í bókaskáp. Möppurnar eru til sölu á skrifstofu IMSÍ og kosta kr. 35.00 stykkið. V_____________________________) Verkstjórnarfræðsla Frcanh. aí 82. bls. leggja áherzlu á munnlegar umræð- ur, þar sem skrifleg próf segja oft lítt til um hæfni mannsins sem vinnuveit- anda eða verkstjórnanda. Kennsluaðferðir Reynsla okkar í Noregi er sú, að erfitt sé að setja ákveðnar reglur um fræðslu í verkstjórn. Okkar skoðun er sú, að megintilgangur fræðslunnar sé að fá verkstjórnendurna til að hugsa sjálfstætt, taka sjálfstæðar á- kvarðanir að vel athuguðu máli. Samt sem áður er nauðsynlegt að vinna að kerfisbundinni framsetningu og aðferðum á þessu sviði. Við leggj- um áherzlu á það að byrja á þeim at- riðum, sem þátttakendurnir þekkja af eigin reynslu, og fara síðan yfir í ákveðnar kenningar.. En við vörumst eftir föngum að láta hina fræðilegu meðferð verða óhlutræna. Fljótt á litið virðist vera erfitt að fá hentug verkefni í verkstjórn, en með því að ganga út frá raunhæfum verkefnum, sem tekin eru beint úr at- vinnulífinu, og láta þátttakendur ræða þau, er unnt að draga saman og varpa góðu ljósi yfir reynslu þátttakenda jafnt sem leiðbeinenda. Við leitumst einnig við á annan hátt að vera eins nærri veruleikanum og mögulegt er, t. d. með hlutverkaskiptum, en þá skiptast þátttakendurnir á um að vera verkstjórnendur, starfsmenn, verk- fræðingar o. s. frv. Hefur þessi að- ferð reynzt vel. Góðar kvikmyndir og myndræmur geta oft verið gagnlegar við einstaka kringumstæður. Fyrirlestrar skipa ákveðið rúm í fræðslunni, þar sem það á við, t. d. þegar veitt er vitneskja um athuganir og reynslu vísindamanna. Fyrirlestr- arnir eiga ekki að vera í formi beinna erinda, sérstaklega ekki upplestur af handriti. Stöðugt víxlverkandi sam- band á að vera milli leiðbeinanda og þátttakenda, svo að þeir fái tækifæri til að varpa fram spurningum og koma með athugasemdir. Við höfum safnað saman miklum fjölda dæma — eða svonefndum raun. hæfum verkefnum — úr hinu daglega lífi, og eru þau góður grundvöllur fyr- ir umræðum. Með hlutverkaleiknum eru sett á svið samtöl innan fyrirtækja. Er þar um að ræða samtöl við ráðningu, flutning í annað starf, brottrekstur, áminningar o. þ. h. Þátttakendurnir tveir, sem ræðast við, eru settir í her- begi út af fyrir sig, og er hátalari hjá þeim, sem flytur samtalið yfir í næsta herbergi, þar sem hópurinn er. Að loknu samtalinu, er hefur verið tekið upp á segulband, sameinast hópurinn aftur. Samtalið er spilað aftur, og síðan ræðir hópurinn um það. í öðrum greinum en verkstjórn má með góðum árangri nota raunhæf verkefni. í sérstökum tilfellum getur verið gagnlegt og hentugt að nota bréfa- skóla-kennslu. Ég hef útbúið náms- bréfaflokk í verkstjórn fyrir norska bréfaskólann (Norsk Korrespond- anseskole). Samanstendur hann af 12 bréfum. Sérhverju bréfi lýkur með einu eða fleiri raunhæfum verkefn- um, sem nemendurnir verða að taka afstöðu til og leysa. Hafa námsbréfin gefið góða raun. Rétt er að vekja at- hygli á ákveðinni tegund námskeiða sem hefur verið mikið notuð hin síð- ustu ár, nefnilega TWI-námskeiðin (Training Within Industry). Upp- runalega var gert ráð fyrir, að þessi námskeið færu fram innan fyrirtækj- anna í vinnutímanum, en okkar reynsla er, að þessi námskeið megi halda með góðum árangri utan þeirra. Kennslukraítar Varla gerir nokkur grein eins mikl- ar kröfur til leiðbeinandans og verk- stjórn. Þess vegna verður að vanda mjög val þess manns, sem á að hafa forustuna í þessum málum. Ég legg til, að reynt verði að finna háskóla- menntaðan mann, sem getur sjálfur verið leiðbeinandi í mörgum þeim greinum, sem kenndar eru. Það skipt- ir ef til vill ekki mestu í þessu sam- 84 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.