Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 9

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 9
Marselíus Bernharðsson skipasmíðam. V iðskiptaaðstaða Að ísafjarðarkaupstað liggur all- stórt verzlunarsvæði. þar sem er Eyr- arhreppur með Hnífsdal, Bolungarvík og allt Isafjarðardjúp. Þann hluta ársins, sem landleið er opin, er verzl- un enn fremur sótt þangað frá nær- liggjandi byggðarlögum fyrir vestan, s. s. frá Súgandafirði, Onundarfirði og Dýrafirði. Samgöngur Hinar reglulegu skipaferðir eru strandsiglingar Skipaútgerðar rikis- ins og koma skip hennar að meðaltali á þriggja vikna fresti til Isafjarðar. Ferð milli ísafjarðar og Reykjavíkur tekur sjaldan minni tíma en 24—30 klst. og hefur farið upp í 42 klst. Skip annarra skipafélaga koma óreglulega til ísafjarðar eftir því sem útflutning- ur á fiskafurðum fellur til. Um nokkurt árabil hefur Flugfélag íslands haldið uppi flugferðum til Vestfjarða, til farþega- og vöruflutn- inga. Á sumaráætlun eru til Isafjarð- ar daglegar ferðir, en vetraráætlun fjórar ferðir í viku. Um samgöngur á landi við aðra landshluta er aðeins um að ræða hina svokölluðu Vestfjarðaleið, sem er þó legu sinnar vegna lokuð af snjó 8—9 mán. á ári hverju. Svo var einnig síð- asta vetur og vor, þrátt fyrir veður- sælasta og snjóléttasta vetur, sem vit- að er um. Orkumál Vel er séð fyrir orkuþörf, þar sem er orkuverið að Fossum í Engidal (Rafv. ísafjarðar og Eyrarhrepps), Vestfjarðavirkjun með aðalstöð í Mjólká í Arnarfirði og Reiðhjalla- virkjun í Bolungarvík, ennfremur eru dísilstöðvar á öllum Vestfjörðum og eru allar þessar stöðvar samtengdar í eina heild. Skólamál Núverandi iðnskóli, arftaki Kvöld- skóla Iðnaðarmannafélagsins (stofn- aður 1905), er starfræktur á hverj- um vetri í húsakynnum gagnfræða- skólans. Þrír tæknifræðingar starfa í atvinnulífi Isafjarðar, og iðnaðar- menn eru um 117 talsins, iðnnemar 22, og aðstoðarmenn 31. Skipting þeirra eftir iðngreinum er þannig: jagl. nemar aðst.m. Járniðnaðarmenn 23 6 2 Rafvirkjar 13 5 1 Húsasmiðir 19 2 6 Húsgagnasmiðir 2 Skipasmiðir 12 3 Málarar 8 2 1 Gullsmiður 1 Hárskerar 2 Hárgreiðslukonur 2 Klæðskerar 2 2 Ljósmyndarar 3 1 Múrarar 5 1 1 Netjarar 3 3 6 Prentarar 3 2 1 Pípulagningamenn 3 1 Smjörgerðarmenn 1 1 Skósmiður 1 Ursmiðir 3 Bakarar 4 1 Bifvéiavirkjar 6 5 Pjátrari 1 Netagerð Vestfjarða hj. Niðursuðuverksmiðjan hj. Ishús/élag Isfirðinga hj. IÐNAÐARMÁL 43

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.