Iðnaðarmál - 01.04.1964, Síða 17

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Síða 17
Festing smíðaefnisins á borvélaborðinu skeður hér með hnéstýrðum ventli (A). notkun við mismunandi aöstæður sé möguleg, en það jafngildir aukinni nýtni vélakostsins. Auðvitað skulu menn vera ófeimn- ir að hagnýta reynslu annarra og lausnir hliðstæðra vandamála, því að oft getur hagnýt þekking gefið fjárhagslega betri lausn en algjör nýjung. Viðnámspressu má stjórna með „hnappa- kerji“ til hagrœðis jyrir stjórnanda. Vélvæðingin í dag hentar öllum, stórum sem smáum, og henni má deila í gráður sjálfvirkni, en það er hins vegar háð ýmsum þáttum, svo sem stærð, veltu, markaði o. m. fl., hversu langt skal halda upp þennan gráðustiga. Máltækið „að hika er sama og tapa“ á vel við í iðntæknilegum skiln- ingi þróunarinnar. Vélvæðingin verð- ur að hafa framgang, skref fyrir skref, jafnt og þétt, svo að smám saman lærist af eigin raun að byggja upp hagkvæm vélvæðikerfi staðlaðra eininga og framkvæma þá viðhalds- þjónustu, sem heppilegust er. En vél- væðingin er ávallt fjárhagslegt atriði og réttlætist aðeins af unnum hagn- aði aðgerðanna. Staðlaðir lojtstrokkar, en lengdina má þó já ejtir frjálsu vali. 2. Hvers vegna vélvæðum við? Með aukinni vélvæðingu eða sjálf- virkni fæst aukin raunhæf framleiðni vegna eftirtalinna ástæðna: .1.1 Framleiðslu- og umsetningar- tíminn styttist. .1.2 Ojafn hraði (stöðvun) í fram- leiðslunni minnkar eða hverf- ur. .1.3 Framleiðsluskipulagningin verður einfaldari. .1.4 Framleiðsluaðferðirnar staðl- ast. .1.5 Æskileg stöðlun framleiðslu- tækja verður framkvæmanleg. .1.6 Betra gæðaeftirlit framleiÖslu- afurða fæst. .1.7 Áhrif mannlegs veikleika minnkar. Til að ná sem beztum árangri skal hafa í huga og framfylgja eftir megni eftirfarandi atriðum: .2.1 Halda afurðinni (produktinu) í hreyfingu. Gera framleiðsl- una eins jafna og unnt er. .2.2 Stytta flutningsleið afurðar- innar á milli vinnslustöðva í framleiðslunni eins og hægt er. .2.3 Nota eins lítið gólfrými og hægt er. .2.4 Nota staðlaðan útbúnað eftir fremsta megni. .2.5 Tengja saman framleiÖslu- þættina með tilliti til vinnslu, samsetningar, pökkunar og af- greiðslu. .2.6 Athuga hráefni vel með tilliti til gæða og hentugleika. .2.7 Truflanalaus framleiðsla eyk- ur nýtingu og framleiðni! Segja má, að vélvæðing sé eðlilegt svar atvinnurekandans við kröfum launþega um bætt kjör. Kröfur fólks- ins um bætt lífskjör eru sennilega mikilvægasta undirstaða aukinnar vélvæðingar og sjálfvirkni. Það er mat ráðandi og stjórnandi aðila á mannlegu vinnuafli, sem er beinn hvati á kvörn sjálfvirkninnar. En það er yfir víðan akur að horfa og margt her að varast. Sjálfvirkni er enginn áþreifanlegur hlutur, sem hægt er að kaupa. Það er ekki hægt að koma á sjálfvirkni í iðnaði með því einu að kaupa inn sjálfvirkar vélar. Sjálf- virknin er eins og hvítvoðungur, sem verður að annast með kostgæfni og umönnun, ef vel á að takast. Ekki er ráðlegt að vélvæða vélvæð- ingarinnar vegna, heldur vegna okk- ar sjálfra, til hagsældar og velmeg- unar. Vélvæðing, sem þannig er fram- kvæmd, að kostnaðarliðir framleiösl- unnar færist aðeins til innan fyrir- tækisins, án þess að heildarútkoman breytist, eins og oft vill verða, er sjaldnast til fyrirmyndar. Vélvæðing- in verður að fara fram stig af stigi, svo hægt sé að aðlaga alla staðhætti. IÐNAÐARMÁL 51

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.