Iðnaðarmál - 01.04.1964, Síða 26
Fjöldekka þrepliði (Flerdackad stegrela)
er nú mikið notað, þegar byggja þarj upp
sjáljvirk stjórnkerfi fyrir minni jram-
leiðsluvélar og -einingar.
4.4 Rafmagnskerfi
Rafmagnsútbúnaður sem aflgjafi,
hvort heldur sem um er að ræða
snúningshreyfingar eða beinar hreyf-
ingar, er verulega flóknari og fyrir-
ferðarmeiri en samsvarandi þrýsti-
lofts- eða þrýstivökvaútbúnaður.
En vegna þess, hversu auðvelt er
að flytja rafmagnsorkuna, er hún oft
notuð, þegar um Htla orkuþörf er að
ræða. Rafseglar eru notaðir, þegar
um fljótvirkar, stuttar hreyfingar er
að ræða, en rafhreyfilsdrif aftur á
móti, þegar um örlítið stærri krafta
er að ræða og tiltölulega hæga hreyf-
ingu.
Auðveldleikinn við flutning og
túlkun rafhrifa gerir rafmagnskerfið
sérlega heppilegt til stjórnunar.
Innan rafstýritækninnar eru aðal-
lega notuð rafhrif í „bineru“ formi,
þ. e. a. s. opin eða lokuð rafsnerti. En
„analog“-hrif eru einkum notuð í s.k.
„servo“ tækni, sem ekki verður rætt
nánar hér. Rafmagnsstj órnhrif eru
oftast framkölluð með hjálp vélrænna
hreyfinga snertanna, sem tengd eru
inn á straumrásina. Efni og útfærsla
snertiflatanna, sem nota skal, verður
þá að velja með tilliti til spennu,
straumstyrks, straumgerðar og and-
rúmslofts.
Allar breytingar, sem eiga sér stað
í gangi framleiðsluvéla, orsakast af
ákveðinni hreyfingu, sem getur verið
bein eða óbein,sem skilja ber þannig,
að með óbeinni hreyfingu er átt við
svokallað straumliðakerfi (relasyst-
em). Þannig er unnt að stilla snerti-
pörin, sem samtengd eru hinu hreyf-
anlega ankeri rafmagnsliðans, i aðra
hvora af tveimur mögulegum stöðum
(opna eða lokaða stöðu) eftir því,
hvort straumur leiðist til spólunnar
eða ekki.
Kerfi þessi ryðja sér meira og
meira til rúms í nútíma iðnaði og
skipa mikilvægan sess í þeirri við-
leitni að skapa aukna hagræðingu,
framleiðni og meira öryggi en áður
þekktist.
Notkunarmöguleikar kerfa þessa
virðast ekki eiga sér nein raunhæf
takmörk hvað viðvíkur gerð fram-
leiðslu, því að þegar um flókin tengi-
sambönd er að ræða má reikna út
gerð og mynstur tenginganna eftir
stærðfræðikerfi, sem löngu er þekkt,
en h'tið hefur verið notað til þessa, og
kennt er við stærðfræðinginn Booles.
En fátt er svo gott að ekki megi
finna eitthvað betra.
Síðustu ára þróun hálfleiðara og
annarra „statiskra“ eininga hafa
skapað mikla þýðingu þeirra í iðn-
aði framtíðarinnar.
„Transistora“ má nú framleiða
fyrir tugi ampera og eru þeir þegar
farnir að leysa rafmagnsliðana af
hólmi, þar sem kröfur um endingu,
hraða og öryggi eru miklar. Einnig
eru „fótódíóður" farnar að koma í
stað rafsnerta (rofa), sem eykur
margfalt endingu við erfið skilyrði,
svo og mögulegan vinnsluhraða.
Eins og nú er háttað málum, eru
„statiskar“ tengieiningar dýrar, en
þann aukakostnað má vinna upp í
lækkuðum viðhaldskostnaði, aukinni
endingu og síðast en ekki sízt minnk-
uðu fjárhagslegu tapi vegna stöðvun-
ar á rekstri, sem orsakast af hilun
eininganna.
Aukning iðnaðar
Á síðasta Alþingi var eftirfarandi
þingsályktunartillaga samþykkt: „Al-
þingi ályktar að skora á ríkisstjórn-
ina að skipa 5 manna nefnd til þess
að athuga, hvað hægt sé að gera til
þess að auka iðnað í þeim kauptún-
um og kaupstöðum, þar sem ónóg er
atvinna.
Störf nefndarinnar skulu vera:
1. Athugun á því, hvar mest er þörf
fyrir aukinn iðnað vegna ónógr-
ar atvinnu.
2. Athugun á því, hvaða iðngrein-
ar er hagkvæmast að starfrækja
á hverjum stað.
3. Að gera tillögur um, á hvern
hátt eigi að útvega fjármagn,
svo að hægt sé að starfrækja iðn-
fyrirtækin.
4. Að gefa upplýsingar um þá fag-
legu þekkingu, sem nauðsynleg
er, til þess að hægt sé að starf-
rækja þau iðnfyrirtæki, sem
nefndin leggur til, að stofnuð
verði.“
í maí s.l. skipaði iðnaðarmálaráð-
herra eftirfarandi menn í nefnd til
að framkvæma þessa þingsályktunar-
tillögu:
Adolf Björnsson, rafveitustj., Sauð-
árkróki,
Bjarna Magnússon, frkvstj., Rvík,
Björgvin Brynjólfsson, bóksala,
Skagaströnd,
Þorvarð Alfonsson, frkvstj., Rvík,
Þóri Einarsson, viðskiptafr. IMSÍ.
Nefndin hóf þegar störf og skilaði
bráðabirgðaáliti í októberbyrjun.
Orðsending til áskrifenda
Þar sem áskriiendur EÐNAÐARMÁLA eru mjög dreifðir um land allt, hefur
blaðið ekki önnur ráð en að innheimta áskriftargjaldið með póstkröfu. Þetta
hefur yfirleitt gengið nokkuð vel. Meiri hluti áskrifenda er fljótur að bregða við
og leysa út póstkröfuna. Þó er jafnan allmikið af póstkröfum endursent, þar
sem þær hafa ekki verið greiddar, og er þar vafalaust fleira en eitt, sem veld-
ur. Shmdum misfarast tilkynningar, og í öðrum tilfellum er búið að endur-
senda kröfuna, þegar viðtakandi kemur á pósthúsið til að greiða hana.
Það eru vinsamleg tilmæli, að þeir, sem ekki hafa greitt póstkröfuna, en vilja
þó halda áfram að kaupa ritið, sendi áslrriftargjaldið, kr. 150,00, í pósthólf 160
í Reykjavík, eða greiði það á skrifstofu IMSÍ í Iðnskólanum. Gjaldinu hefur
verið stillt í hóf, enda er ritið ekki gefið út í ágóðaskyni.
60
IÐNAÐARMÁL