Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 27

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 27
ÓLAFUR JENgSON fulltrúi BAÍ: Byggingaþjónustan 5 ára Félagar í Arkitektafélagi íslands höfðu í allmörg ár rætt nauðsyn þess að koma á fót upplýsinga- og bygg- ingarefnamiðstöð, svipaðri þeim sem starfræktar eru á hinum Norðurlönd- unum og víðar erlendis. í flestum tilfellum hafði verið stofnað til þessara miðstöðva af arki- tektafélögum hlutaðeigandi landa eða með aðild þeirra. í dag eru þessar stofnanir ýmist styrktar eða reknar af hinu opinbera, en í einstaka til- fellum af nokkrum félagasamtökum ásamt hinu opinbera, svo sem Bygge- centrum í Kaupmannahöfn. Að lokn- um nokkrum undirbúningi og athug- unum var samþykkt á félagsfundi haustið 1958 að taka á leigu húsnæði að Laugavegi 18A fyrir slíka starf- semi, en í undirbúnings- og fram- kvæmdarnefnd höfðu verið kosnir arkitektarnir Sigurður Guðmunds- son, Gunnlaugur Halldórsson, Gísli Halldórsson og Gunnlaugur Pálsson. Þeim til aðstoðar var Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt, sem síðar var ráðinn framkvæmdastjóri. Byggingaþj ónusta Arkitektafélags íslands tók svo til starfa 18. apríl 1959 að Laugavegi 18A, annarri hæð. Við opnunina flutti þáverandi borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen, ávarp og lét meðal annars í ljós ósk um, að byggingarefnasýningin og starfsemi Byggingaþjónustunnar mætti verða byggingamálum lands- manna til framdráttar og öllum til heilla, sem að henni stæðu og hennar nytu. Tilgangur Arkitektafélags íslands með stofnun og starfrækslu Bygginga- þjónustunnar er: Að safna saman á einn stað upplýsingum og fjölbreyttu sýnishornasafni byggingarefna, bygg- ingarhluta og tækja. Veita tæknilegar upplýsingar og svara fyrirspurnum um vinnuaðferðir, efnisnotkun og notagildi byggingarefna. Standa fyrir fræðslustarfsemi á sem víðustum grundvelli með fyrirlestrum, kvik- myndasýningum og sérsýningum. Hafa samvinnu við þá, fyrirtæki, stofnanir og samtök, sem vinna að framþróun í byggingamálum þjóð- arinnar. Halda sýningar á byggingar- list og veita fræðslu í þeim efnum. I tilefni 5 ára afmælis Bygginga- þjónustunnar bauð Arkitektafélag Islands allmörgum gestum til fagn- aðar í ný húsakynni að Laugavegi 26, III. hæð. Gunnlaugur Halldórs- son, formaður stjórnar Bygginga- þjónustunnar, flutti ávarp við það tækifæri og rakti sögu hennar þessi fimm starfsár. Byggingaþjónustan hefur í sam- vinnu við samtök iðnaðarmanna haldið fyrirlestra og kvikmyndasýn- ingar fyrir almenning hér í Reykja- vík og á eftirtöldum stöðum úti á landi: Akureyri, Akranesi, Hafnar- firði, ísafirði, Keflavík, Selfossi og Vestmannaeyjum. Hafa fundir þessir verið vel sóttir og þótt lærdómsríkir. Allir fyrirlestrarnir hafa verið teknir upp á segulbönd, og er ætlunin að lána fámennum iðnaðarmannafélög- um úti á landi þessar spólur. Fyrir- lestrana hafa flutt verkfræðingarnir Gústaf E. Pálsson borgarverkfræð- ingur, Haraldur Ásgeirsson og Jó- hannes Zoega hitaveitustjóri. Hafa þeir sýnt mikinn áhuga og fórnfýsi, þrátt fyrir að þeir eru störfum hlaðn- ir, og eiga þeir miklar þakkir skilið. Bekkjadeildir úr nokkrum skólum hafa heimsótt Byggingaþjónustuna og er það til dæmis fastur liður hjá Iðn- skólanum í Reykjavík. Tekjur Byggingaþjónustunnar eru eingöngu leiga fyrir sýningarbása. I upphafi var básaleigan miðuð við 80% nýtingu sýningarsvæðisins, og áttu tekjurnar að geta staðið undir rekstrarkostnaði. Umframtekjum, ef Afgreiðsla Byggingaþjónustunncr. IÐNAÐARMÁL 61

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.