Iðnaðarmál - 01.04.1964, Síða 30

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Síða 30
RafgneistaaÖferðin ryður sér nú mjög til rúms við vinnslu herts stáls og harðmálma og er t. d. mikið notuð við framleiðslu verkfæra (s. s. stansa, pressumóta o. fl.). Almennt Eyðilegging rafsnerta (sem neisti hleypur á milli) er löngu þekkt fyrir- bæri í straumrofum og rafkertum. Með rafgneistaaðferðinni má hag- nýta þetta fyrirbæri til að fjarlægja efni og gefa smíðaefni ákveðna lögun með því að láta neista slá niður frá þar til gerðu skauti (elektróðu). Smíðaefnið er mótað þannig eftir hinu negativa skauti, sem venjulega er gert úr eir eða eirblöndu. Mynd 1 Gegnumgangandi göt aj ýmsum gerðum unnin með rajgneistaaðjerðinni í 3 sm harðmálmsplötu. ÖRN BALDVINSSON verkjrœðingur: Rafgneistavinnsla Rafgneistaaðferðin er sérlega heppileg við vinnslu harðra og stökkra málma. Engir utanaðkom- andi kraftar (skerkraftar) verka á hlutinn við vinnsluna, og eru því tæki og útbúnaður afar fíngerð og fyrir- ferðalítil. Aðferðin býður upp á marga möguleika, sem annars væru óhugsandi í framkvæmd. Vinnslutíminn er tiltölulega langur, eins og er, og má telja það megin- ástæðuna fyrir því, að aðferð þessi er svo til eingöngu notuð við vinnslu harðra málma og við vinnslu veik- byggðra hluta úr mýkri málmum, sem ekki myndu þola utanaðkomandi skerkrafta, sem óhjákvæmilegir væru við vinnslu í t. d. rennibekkjum, fræs- urum o. fl. Grundvallaratriði Vinnsluaðferðin skýrist einfaldast með s. k. sveiflutengiaðferð (mynd 2). Neistgapið milli skauts (verkfær- is) og hins einangraða smíðaefnis er tengt, jafnstraumstæki, yfirbrúuðu með þétti. í gapinu flýtur torleiði- vökvi (dielektriskur vökvi), sem flyt- ur burt hita og afverkað efni. Skaut- ið matast niður lóðrétt að smíðaefn- inu með hjálp „servo“-tækja, sem stjórnast af spennufalli gapsins. Þegar fjarlægð næstliggjandi punkta smíðaefnis og skauts hefur minnkað samsvarandi spennufalli gapsins, verður vökvinn jóniseraður og rafleiðandi og spennan fellur (úr- hleðsla þéttisins), en þá afjóniserast vökvinn og þéttirinn byrjar að hlað- ast upp á ný o. s. frv. Úrhleðslan skeður rnjög snöggt (míkrósek.) svo straumþéttleiki neistans verður mjög mikill, ca. 10 þúsund amper á fer- sentimeter. En í þeim punkti, sem neistinn lendir, myndast miklir tog- kraftar (vegna hitaþenslu), sem of- gerir brotþoli stálsins, og ein lítil agn- ar ögn losnar úr smíðaefninu og flýt- ur burt með vökvanum, sem haldið er á hreyfingu með dælu. Mynd 3 Spennufallslínurit neistgapsins. Þessi sveiflutengiaðferð, sem nú hefur verið lýst, var fyrst notuð, en hafði vissa galla, s. s. að upphleðslu- tíminn T var of langur miðað við úr- hleðslutímann t. Og þann tíma dt, sem straumrásin hafði breytta stefnu, slitnaði eirskautið (elektróðan), og varð því að gera hann svo lítinn sem hægt var. Nýjar vélar hafa nú verið gerðar fyrir meiri vinnsluhraða og minna skautslit. Með hjálp rafeinda- fræðinnar hefur verið unnt að fá fram spennufallslínurit, sem mj ög nálgast fyrirmyndarlínuritið í mynd 4. Mynd 4 Fyrirmyndarlínurit neistgapsins. 64 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.