Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 32

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 32
Fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen ræðir umbœtur í opinberum rekstri. stjórnar SFI um, að Stjórnunarfélag- ið efndi til róðstefnu, sem einskorðuð yrði við stjórnun í opinberum rekstri (Public Administration) með þátt- töku forstöðumanna opinberra fyrir- tækja ríkis og Reykjavíkurborgar. Kaflar úr erindinu eru birtir i Fé- lagsbréfi SFÍ nr. 10. Fjármunaútreikningar Laugardaginn 7. desember s.l. boð- aði Stjórnunarfélagið til almenns fé- lagsfundar, þar sem Glúmur Björns- son, skrifstof ustj óri Raforkumála- skrifstofunnar, flutti erindi um fjár- munaútreikninga. Þess mætti geta, að SFÍ hefur gef- ið þeim málum sérstakan gaum og efndi m. a. á starfsárinu 1962—1963 til námsmóts um fjármunamyndunar- mál. Sjá Félagsbréf nr. 9. Erindi Glúms er birt í heild í Fé- lagsbréfi nr. 10. 1 nnkaupastarfsemi jyrirtœkja Laugardaginn 18. apríl s.l. var boð- að til almenns félagsfundar í fundar- sal Hótel Sögu. Á fundinum flutti Pétur Pétursson, forstjóri Innkaupa- stofnunar ríkisins, erindi, er nefnd- ist: Innkaupastarfsemi fyrirtækja. Erindið birtist í 11. hefti Félags- bréfs SFÍ. Skipulag og stjórnun verklegra fram- kvœmda í tilefni greinarinnar „Skipulags- vandamál við byggingar — Lausn Loftleiða", er birtist í 4.—5. hefti IÐNAÐARMÁLA 1963, varð Jó- hannes Einarsson verkfræðingur við ósk SFÍ um að flytja erindi á almenn- um félagsfundi um skipulag og stjórn- un verklegra framkvæmda. Fundur- inn var haldinn að Hótel Söguþriðju- daginn 12. maí s.l. Erindið birtist í 11. hefti Félags- bréfs SFÍ. Á framangreindum fundum voru milli 50 og 100 manns hverju sinni og ávallt fjörlegar umræður um fund- arefni. Ráðstefna um stjórnun í opinberum rekstri Fyrirtækjum og stofnunum í opin- berum rekstri og einkarekstri er fjölda margt sammerkt, en að ýmsu leyti eiga forstöðumenn opinberra fyrirtækja sérstök vandamál við að glíma og sérstöðu um margt. Um skeið hefur mikill áhugi ríkt meðal ýmissa embættismanna ríkis og Reykjavíkurborgar á því, að Stjórnunarfélagið efndi til ráðstefnu, sem einskorðuð yrði við stjórnun í opinberum rekstri með þátttöku for- stöðumanna opinberra fyrirtækja og stofnana. í framhaldi almenns félagsfundar 23. nóv. ’63, þar sem Gunnar Thor- oddsen fj ármálaráðherra varð við ósk félagsins um að flytja erindi á þess vegum, er nefndist „Umbætur í opinberum rekstri“, ákvað stjórn fé- lagsins að halda ráðstefnu um við- fagnsefnið Stjórnun í opinberum rekstri (Public Administration), þar sem forstöðumenn í opinberumrekstri kæmu saman með það fyrir augum að ræða saman ýmis sameiginleg vandamál, skiptast á skoðunum og reynslu, auk þess sem flutt yrðu nokk- ur erindi varðandi efnið. Þátttaka var að þessu sinni bundin við opinbera embættismenn ríkis og borgar með aðsetri í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin í salarkynn- um Hótel Sögu dagana 10. og 11. febrúar 1964. Jakob Gíslason raforkumálastjóri, formaður SFÍ, setti ráðstefnuna með ræðu og bauð gesti velkomna, sem voru auk þátttakenda dr. Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamólaráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og mr. Steven Deijs, Auditor of the Treasury Head of the Department Amsterdam. Á ráðstefnunni skiptust þátttakend- ur eftir eigin vali í sex málaflokka umræðuhópa, sem voru: Yfirstjórn, fjármál, starfsmannamál, kaup- og kjaramál, innkaupastarfsemi, sam- skipti og samvinna. Auk þess sem umræðuhópar störf- uðu báða dagana, átti sér stað er- indaflutningur, fyrirspurnir og um- ræður á almennum fundum ráðstefn- unnar. Erindi þau, sem flutt voru á ráð- stefnunni, og fyrirlesarar þeirra voru: Hlutverk embœttismannsins Jónas H. Haralz, forstjóri Efna- hagsstofnunarinnar Stjórnunarvandamál í opinberum rekstri, viðhorj hjá ríki Einar Bjarnason ríkisendurskoð- andi Stjórnunarvandamál í opinberum rekstri, viðhorf hjá borg Hjálmar Blöndal, hagsýslustjóri Reykj avíkurborgar 66 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.