Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 34

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Blaðsíða 34
Þróun r rafveitumála á Islandi Eftir JAKOB GÍSLASON rajorkumálastjóra Þróunartímabil Til fyrstu rafmagnsveitu hér á landi var stofnað árið 1904 með vatnsaflsstöð Jóhannesar Reykdal í Hafnarfirði. Þróun rafveitumála í þau sextíu ár, sem liðin eru frá þeim tíma, má með nokkrum rétti skipta í tvö jafnlöng tímabil. Fyrra tíma- bilið 1904 til 1933 mætti nú nefna frumbýlingssár í raforkubúskapþjóð- arinnar. A þeim tíma eru byggðar aðeins smáar stöðvar og sveitarfélög- in eru hvert út af fyrir sig með sína smástöð og litla rafveitu, sem aðeins nær til íbúa þess eina sveitarfélags. Alls voru þessar kaupstaða- og kauptúnarafveitur orðnar 38 að tölu, þegar þrjátíu ár voru liðin frá bygg- ingu rafstöðvarinnar í Hafnarfirði. Rafveiturnar komu upp í þeirri röð, er hér segir: 1904 Hafnarfjörður 1911 Eskifjörður 1912 Siglufjörður 1913 Seyðisfjörður 1913 Vík í Mýrdal 1915 Vestm.eyjar 1917 Bíldudalur 1918 Patreksfjörður 1919 Þingeyri 1919 Hólmavík 1919 Húsavík 1920 Eyrarbakki 1921 Reykjavík 1921 Bolungarvík 1921 ísafjörður 1921 Höfn í Hornaf. 1922 Stokkseyri 1922 Stykkishólmur 1922 Akureyri 1923 Keflavík 1923 Sauðárkrókur 1923 Ólafsfjörður 1924 Blönduós 1926 Akranes 1927 Borgarnes 1927 Hnífsdalur 1928 Flateyri 1928 Neskaupstaður 1929 Selfoss 1929 Fáskrúðsfj. 1929 Suðureyri 1929 Súðavík 1929 Kópasker 1930 Dalvík 1930 Búðareyri 1931 Hofsós 1933 Hrísey 1934 Hvammstangi Hin stærsta þessara rafveitna var að sjálfsögðu Rafmagnsveita Reykja- víkur. Orkuver hennar, Elliðaárstöð- in, varð árið 1933 rúm 3.000 kW er siðasta aukning vatnsaflsstöðvarinn- ar fór fram. Samtals var afl allra 38 rafstöðvanna 5.000 kW, en árleg orkuvinnsla rúmlega 10 millj. kWh (sjá 1. mynd). Árið 1933 voru lögin um virkjun Sogsins samþykkt. í þeim er fram tekið, að Sogsvirkjuninni beri að láta í té raforku til almenningsnota í nær- liggjandi héruðum, auk Reykjavíkur, og að síðar, þegar auka þarf virkjun- ina fram yfir það, að fallvatnið sé virkjað til hálfs, skuli ríkisstj órnin framkvæma aukningar og gerast með- eigandi. Áætlanir höfðu þá þegar verið gerðar um veitur út frá vænt- anlegri Sogsvirkjun um Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árnes- og Rangár- vallasýslur og til Vestmannaeyja. Sogsvirkjunin var þannig frá upp- hafi fyrirhuguð sem samvirkjun fyr- ir Suðvesturlandið. Síðan risu upp samvirkjanir af þessu tagi víðs vegar um landið: 1937 Sogsvirkjunin, ætluð fyrir Suðvestur- land; 1937 Fossá í Engidal, ætluð fyrir ísafjörð og Hnífsdal; 1939 Laxárvirkjunin, ætluð þegar í upp- hafi fyrir Akureyri, Eyjafjarðar- og S.-Þingeyjarsýslur; 1945 Skeiðsfossvirkjunin, ætluð fyrir Siglu- fjörð og nálæg sveitarfélög; 1947 Andakilsárvirkjun fyrir Akranes, Mýra- og Borgarfjarðarsýslur; 1949 Gönguskarðsá, ætluð fyrir kauptún og sveitir Skagafjarðarsýslu; 1953 Laxárvatnsvirkjun, síðari virkjun þar, ætluð fyrir kauptún og sveitir Húna- vatnssýslna; 1953 Þverárvirkjun, f. Hóimavík, Drangs- nes og nokkra aðra hreppa Stranda- sýslu; 1954 Rjúkandavirkjun, fyrir Ólafsvík, Hell- issand, Rif, Grafarnes og sveitir Snæ- fellsnessýslu. Einnig ætluð fyrir Stykkishólm; 1958 Grímsárvirkjun, fyrir allt miðbik Austurlands og 1958 Mjólkárvirkjun, fyrir alla Vestfirði. Síðar hafa orkuveitusvæði Sogs- virkjunar og Andakílsárvirkjunar verið tengd saman um Akraneslínuna svonefndu, og Gönguskarðsárvirkjun og Laxárvatnsvirkjun tengdar saman við háspennulínu yfir Kolugafjall. Nú eru átta aðskilin samveitusvæði á landinu: 1. Suðvesturland frá Vík og Vestmanna- eyjum til Borgarness. 2. Utanvert Snæfellsnes. 3. Vestfirðir. 4. Steingrímsfjarðar-Reykhólasvæðið. 5. Vestanvert Norðurland frá Hrútafirði til Hofsóss. 6. Skeiðsfosssvæðið með Siglufirði. Ólal's- firði og sveitum. 7. Laxárvirkjunarsvæðið frá Dalvík til Húsavíkur og Mývatnssveitar. 8. Austfirðir frá Seyðisfirði um Egilsstaði til Fáskrúðsfjarðar. Utan þessara samveitna eru enn 12 kauptún hvert með sína dísilrafstöð. Mynd nr. 2 sýnir yfirlit yfir þessar samveitur og hinar stöku kauptúna- rafstöðvar. Samanlagt afl í orkuver- um allra rafveitnanna er nú, 1964, orðið um 150.000 kW eða um það bil 30 sinnum meira en það var þrjá- tíu árum fyrr, en orkuvinnslan er um 650 milljón kílówattstundir á ári eða 60 sinnum meiri en þá. Raforku- vinnslan í landinu er nú um 3.500 kWh á mann á ári. Þetta 30 ára tímabil, frá 1934 til 1964, virðist mega kenna við sam- 68 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.