Iðnaðarmál - 01.04.1964, Page 35

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Page 35
1. mynd. RafstöSvarnar 1933. virkjanir og samveitur. Þróunin hef- ur hvarvetna á þessum 30 árum geng- ið í þá átt að tengja saraan nálæg veitukerfi og virkja sameiginlega fyr- ir stærri og stærri svæði hér og þar um landið. Og hvað er þá framundan í þróun rafveitumála? Næsta þrjátíu ára tímabil Ef litið er 30 ár fram í tímann vek- ur það fyrst og fremst athygli, hversu mjög raforkuvinnslan mun vaxa. Á þeim tíma mun hún sexfaldast að minnsta kosti og það þótt enginn stóriðjurekstur komist upp. Miklu sennilegra er, að hún áttfaldist eða jafnvel meir en það. Algert lágmark er þannig, að raforkuvinnslan verði 4.000 millj. kWh árið 1994, en kann vel að verða 5.000 millj. eða þar yfir. Á 3. mynd er þessi þróun sýnd á línuriti, sem tekur yfir umrædd þrjú þrjátíu ára tímabil. Þrátt fyrir hin miklu afrek og stórfelldar fram- kvæmdir, sem að baki eru í sextíu ára þróun, verður lítið úr orkuvinnslu tveggja fyrstu þrjátiu ára tímabil- anna í samanburði við þrjátíu árin framundan, og því Ijóst að enn stærri átök eru framundan í rafveitu- málum. Enn meira sláandi er saman- burður þessara þriggja tímabila, ef borin er saman heildarorkuvinnslan á hverju tímabili fyrir sig svo sem gert er á 4. mynd. Stækkandi virkianir Hið mikilvægasta atriði í þeirri samveituþróun, sem átti sér stað á árunum 1934—1964, var stækkun virkjananna. Meðan kaupstaðir og 2. mynd. Rafstöðvarnar 1964. kauptún voru ein hvert út af fyrir sig, gátu þau ekki lagt út í stórar virkjan- ir, nema allra stærstu kaupstaðirnir. Flestir aðrir áttu ekki kost á nema alls ófullnægjandi og tiltölulega dýr- um smávirkj unum, og oft alllangt að sækja til þeirra, eða hins vegar dísil- rafstöðvum heima fyrir. Yfirleitt má segja, að þróunarmöguleikarnir voru fyrst og fremst fólgnir í því, að skil- yrði sköpuðust til sameiginlegra framkvæmda um stærri virkjanir og samveitur. Ljóst er, að framundan er nú nauð- syn þess að byggja enn stærri orku- ver en hingað til, til að fullnægja á hagkvæmastan hátt þeirri stórfelldu aukningu á raforkuþörf, sem fyrir- sjáanleg er. Þessi nauðsyn stækkandi virkjana opnar jafnframt möguleika til enn hagkvæmari vinnslu raforku úr fallvötnum landsins. Með virkjun í stórum áföngum fæst ódýr orka. Kostnaðarverð orkunnar fer að vísu mjög eftir virkjunarstaðháttum, en almennt tekið er því þó svo háttað, að vinnsluverð orkunnar verður því lægra, því stærri sem virkjunaráfang- inn er. Línurit á 5. mynd sýnir í stór- um dráttum, hvernig virkj unarkostn- aður lækkar með stækkandi virkjun- aráfanga. Ef litið er á afl- og orkuþörf þeirra samveitusvæða, sem einkum kemur til mála að sameinist nú um eina stóra virkjun, en það eru: Suðvestur- land, Snæfellsnes, Norðurland vest- anvert, Laxárvirkjunarsvæðið og Austfirðir, þá áætlast rafaflsþörfin eftir 10 ár (1974) um 220.000 kW og orkuþörfin 1200—1300 millj.kWh í orkuvinnslu. 3. mynd. millj.kWst. -70000 -60000 •50000 -40000 -30000 -20000 -10000 1 1904 1935 1965 -1934 -1964 -1994 4. mynd. 5. mynd. IÐNAÐARMÁL 69

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.