Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 42

Iðnaðarmál - 01.04.1964, Side 42
NYTSAMAR NÝJUNGAR Útbúnaður, sem hindrar skrið og tryggir örugga hemlun bifreiða á öllum vegum Nýtt tæki, sem vegur aðeins um 900 gr og kostar svipað og gott bíla- viðtæki (eða jafnvel minna, með vax- andi framleiðslu), kemur í veg fyrir, að bifreiðir skriðni, þegar hemlað er, með því að stilla hemlaþrýstinginn á sjálfvirkan hátt, eftir yfirborðs- ástandi vegarins, sem ekið er á, þeg- ar ökumaðurinn stígur á fótspjaldið. En að beita hemla-þrýstingi og gefa hann eftir til skiptis er árangursrík- asta aðferðin til að stöðva vagn. Mynd 1 „Perma“-útbúnaður til varnar gegn skriðnun. 1. Gírkassi. 2. Ifelliitenging. 3. Oxulb ús. 4. Til hraðamælis. 5. Sveigjanlegur öxull. 6. Loftþrýsti- og iofttæniihosa. 7. Vökvaþrýstirofi og vökvahólf. 8. Segulloki. 9. Snúður. 10. Loftsía. 11. Lofttæmihosa. 12. Til soggreinanna. 13. Bulla. 14. Vökvaþrýstibulla. 15. Loftsía. 16. Til vökvahemlaleiðslu. 17. Vökvaþrýstileiðslur. 18. Strokkur. A. Skriðvarnarbúnaður. B. Perma-vac-samstæða. Tækið er fyrst og fremst útbúnað- ur,sem hindrar festingu eða „lokun“ hjólanna, en það er einmitt þessi lok- un, sem veldur því, að vagninn skriðnar. A venjulegum vagni, sem fer með um 80 km hraða á klst., lokast hjólin við um 700 p. s. i. hemlaþrýsting, ef vagninn er á þurr- um steinsteyptum vegi, og við 203 p. s. i. hemlaþrýsting, ef vagninn er á hálum klaka (p. s. i. = pund á fer- þuml.). Við ofangreindar aðstæður mundi tækið stilla hemlaþrýstinginn á 675 og 195 p. s. i. Á mynd 1 er sýnt, hvernig útbún- aðurinn starfar. „Heili“ hans (til vinstri á mynd 1) innifelur gangráð (governor), sem knúinn er með sveigj anlegum öxli, er liggur frá gír- kassanum. Gangráðurinn’ stjórnar stöðu segulloka. I einni stöðu opnar þessi loki fyrir loftþrýstingi með því að opna bakhlið bullu í „Perma- vac“-samstæðunni til hægri, og í annarri stöðu minnkar hann þrýst- inginn með því að opna lögn, sem tengd er við soggreinarnar. Vaf seg- ullokans fær orku með straum frá vökvaþrýstirofa, sem komið er fyrir á „Perma-vac“-einingunni. Þegar ökumaðurinn beitir nægum hemlaþrýstingi til að hægja á hjólun- um næstum því að lokunarmarki, hægir gangráðurinn, og segullokinn breytir loftþrýstingi á bakhlið loft- þrýstibullunnar, sem lækkar vökva- þrýstinginn í hemlaleiðslunni. Þegar hjólhraðinn eykst og gangráðurinn með sama hættið fer lokinn aftur í sína fyrri stöðu og veldur — með svipaðri atburðarás — auknum hemlaþrýstingi. Þannig koma fram „dæluáhrif“ á hemlana. Mynd 2 Útbúnaðurinn er innifalinn í húsi úr acetal resin (delrin), eins og sýnt er á mynd 2. Margir af innri hlutum hans eru gerðir úr nælon (zytel). Með því að nota þessi gerviefni, sem þola bæði olíu og hita, er dregið mjög úr þunganum og framleiðslan gerð einfaldari, ódýrari og endingar- betri. Hinn lági núningsstuðull gervi- efnanna gerir unnt að sleppa velti- eða kúlulegum, sem annars væru nauðsynlegar. Utbúnaðurinn er fundinn upp af Frank Perrino, Pres., Perma Research and Devel- opment Co., North Attleboro, Mass., U.S.A. — Ur „Du Pont Magazine" nóv.—des. 1963. — I. T. D. nr. 1509. Aðferð til að gera kúlulögun á öxul Við þessa aðferð til að gera kúlu- lögun á sívalan öxul er heitt borvél og rennibekk. Skerinn (D), sem snýst á lóðréttum spinnli borvélarinnar, er færður smám saman niður að stykk- inu, sem unnið er (E) og snýst hægt í rennibekknum. Eins og sjá má af teikningunni, er hægt að vélvinna sér- hvern fyrirfram ákveðinn kúlu-radíus (C) með því að stilla skurðbrúnina við stærðina (A), og myndar C þá langhliðina í þríhyrningnuin ABC. Aðferðin er fundin upp hjá Techni- cal Service Department, South Afric- an Council for Scientific and Indus- trial Research, P. 0. Box 395, Pre- toria, Suður-Afríku. Ur „TI-CSIR Technical Information for Industry“ (S.-Afríku) nr. 4, 1963. — I.T.D. nr. 1466.

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.