Iðnaðarmál - 01.04.1970, Blaðsíða 2
IVIat á iðnaðarvörum
Stóll úr eik og leðri, hannaður af Gunnari H. Guðmundssyni húsgagna-
arkitekt.
Til að auðvelda kynningu á og
safna heimildum um gæSastaSal ís-
lenzkrar iSnaSarframleiSslu, mun
ISnaSarmálastofnun Islands gangast
fyrir mati á iSnaSarvörum, þar sem
áherzla verSur lögS á góSa hönnun.
Dómnefnd:
Til aS velja og gera úttekt á fram-
leiSsluvörum hafa eftirtaldir aSilar
skipaS fulltrúa í dómnefnd:
Arkitektafélag Islands: Knud Jepper-
sen arkitekt
Félag íslenzkra teiknara: Þröstur
Magnússon auglýsingateiknari
Félag húsgagnaarktitekta: Helgi Hall-
grímsson húsgagnaarktitekt
Myndlista- og handíSaskólinn: HörS-
ur Ágústsson skólastjóri
ISnaSarmálastofnun Islands: Stefán
Snæbjörnsson húsgagnaarkitekt.
Þar sem um framleiSslutæknileg
eSa á annan hátt sérfræSileg atriSi
66
er aS ræSa, verSur leitaS umsagnar
sérfræSinga utan nefndarinnar til aS
tryggja, aS ekki aSeins fagurfræSi-
legum, heldur einnig tæknilegum
þáttum hönnunarinnar sé fullnægt.
Umsögn:
Dómnefndin mun skila umsögn um
hvern þann hlut, sem tekinn verSur
til dóms, og senda hana til viðhom-
andi jramleiðanda.
Vöruskrá:
í framhaldi af slíku mati verSur
komiS upp skrá (design index) yfir
þær vörur, sem fullnægja kröfum um
góSa hönnun.
Kynning:
Þá mun ISnaSarmálastofnunin
beita sér fyrir kynningu á þeim fram-
leiSsluvörum, sem valdar verSa á
vöruskrá.
Stefnt verSur aS því, aS slík kynn-
ing verSi sem víStækust, og leitaS
verSur eftir samvinnu fjölmiSla, inn-
anlands og erlendis.
FramleiSendur, sem óska eftir aS
fá vörur sínar metnar og færSar á
vöruskrá, eru vinsamlega beSnir aS
tilkynna þaS til Iðnaðarmálastofnun-
ar Islands, Skipholti 37, Reykjavík
I umslag merkist Hönnun).
Eftirfarandi upplýsingar um vör-
una eru æskilegar:
Tegund
Hönnun (höf.)/ár
FramleiSandi
Sími
ATH. ASeins þær vörur, sem full-
nægja kröfum dómnefndar um góSa
hönnun, verSa færSar á vöruskrá.
FariS verSur meS umsagnir dóm-
nefndar sem trúnaSarmál og þær aS-
eins birtar framleiSanda.
Ætlazt er til, aS þær vörur, sem
metnar verSa, séu í framleiSslu eSa
væntanlegar á markaS.
Umbúðir fyrir leirmuni frá Glit hf., hannaðar af Kristínu Þorkelsdóttur
auglýsingateiknara.
IÐNAÐARMAL