Iðnaðarmál - 01.04.1970, Síða 10
Frá Rannsóknastoffnun byggingariðnarins
Viðtal við dr. Guömund Guðmundsson verkfræðing
Guðmundur Ölafs Guðmundsson verkfræðing-
ur lauk prófi í efnaverkffæði frá TH í Stutt-
gart, Þýzkalandi, 1962 og Dr. rer. nat. prófi
frá sama skóla 1964. Hann réðst til Byggingar-
deildar A .vinnudeildar Háskólans árið 1965.
Eftir að Rannsóknastofnun byggingariðnaðar-
ins var stofnsett, hólt hcnn áfram störfum við
hana og er nú deildarstjóri efnafræðideildar
hennar.
Inngangur
Ritstjórn Iðnaðarmála hefur hug
á að kynna lesendum blaðsins ýmsa
jjætti þeirrar rannsóknastarfsemi,
sem lögð er stund á hjá Rannsókna-
stofnunum atvinnuveganna. Kynning
þessi mun byggjast á viðtölum við
sérfræðinga stofnananna, og er ætl-
unin, að eitt viðtal birtist í hverju
blaði.
Hvenœr hófst þá störf hérlendis,
Guðmundur?
Ég réðst til Byggingardeildar At-
vinnudeildar Háskólans í ársbyrjun
1965, og var fyrsta verkefni mitt að
undirbúa rannsóknir og eftirlit með
niðurlagningu olíumalar, en verk
þetta var unnið fyrir Vegagerð ríkis-
ins.
/ hverju fólust þessar athuganir?
I fyrsta lagi að kynnast tilraunum
og reynslu annarra þjóða með olíu-
möl, og þó sérstaklega Svía. í öðru
lagi að undirbúa prófunaraðferðir,
er nota mætti við eftirlit á gæðum
olíumalar. Við þurftum að fara okk-
ar eigin leiðir vegna þess, að hér eru
steinefnin frábrugðin því, sem gerist
í Skandinavíu, þar sem olíumölin er
þekktust. Því var nauðsynlegt að
gera nokkuð víðtækar athuganir.
Það kom í ljós, að íslenzk steinefni
hafa lakari viðloðunareiginleika
gagnvart olíu en þau fylliefni, sem
erlendis eru notuð í olíumöl, og
beindust því rannsóknir okkar að því
að finna leiðir til úrbóta. Sennilega
hefur viðloðunarvandamálið og
frumstæður tilbúningur olíumalar-
innar verið ástæðan fyrir því, að
fyrstu íslenzku tilraunirnar með olíu-
möl mistókust. í framhaldi af þess-
um athugunum prófuðum við um 30
viðloðunarefni, þ. e. a. s. efni til þess
að auka viðloðun olíu við steinefni.
Leiddi niðurstaða þeirra rannsókna
til þess, að ákveðin viðloðunarefni
hafa verið valin og notuð.
Hafa þessar niðurstöður þínar
ekki verið birtar opinberlega, Guð-
mundur?
Nei, þessar rannsóknir voru kost-
aðar af Vegagerð ríkisins, eins og
áður kom fram, og því hennar eign.
Þannig er því einmitt oft háttað um
rannsóknir okkar. Niðurstöður þeirra
eru eign ákveðinna aðila og því síður
birtar en ella. En rétt er að geta þess,
að það fyrsta, sem birt var um olíu-
möl hér á landi, var grein eftir Harald
Ásgeirsson, núverandi forstöðumann
Rannsóknastofnunarbyggingariðnað-
arins, í Verkfræðingatímaritinu 1958.
Ilafa ehki orðið skipulagsbreyting-
ar á sviði rannsóknastarfsemi frá því,
að þú hófst störf lijá Atvinnudeild
Háskólans?
Jú. Vorið 1965 tóku gildi lög um
Rannsóknastofnanir atvinnuveganna,
og var þá Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins stofnsett. Við það
jókst öll rannsóknastarfsemi í þágu
byggingariðnaðarins að mun, en
hún hafði ekki verið mikil að vöxt-
um fram til þess tíma.
Þú ert deildarstjóri fyrir efna-
frœðideild stofnunarinnar. Hverjir
eru helztu verkefnaflokkarnir, er
heyra undir þína deild?
Það er erfitt að gefa þar nákvæma
skilgreiningu, því að oft vinna marg-
ir sérfræðingar stofnunarinnar sam-
an að lausn verkefna, en helztu flokk-
arnir eru efnafræðilegar rannsóknir
á sementi, steypuefnum, jarðefnum
o. fl. byggingarefnum, t. d. plasti.
Hefur stofnunin unnið að rann-
sóknum á íslenzka sementinu?
Stofnunin hefur frá upphafi fylgzt
með íslenzka sementinu, og síðan ég
lauk rannsóknum á vali viðloðunar-
efna í olíumöl sumarið 1966, hef ég
einnig lagt hönd á plóginn. Unnið
72
IÐNAÐARMÁL