Iðnaðarmál - 01.04.1970, Qupperneq 13
Viðarhúsgögn á undanhaldi
Danski hluti Húsgagnasýningar-
innar í Bellacentret, sem haldin var
í maí í vor, var 4,515 húsgagnaein-
ingar.
Eins og áður hefur stjórn sýning-
arinnar látið gera úttekt á, hver aðal-
efni voru í sýningargripunum. Niður-
stöður slíkra talninga voru birtar í
Træindustrien 1965 og 1969. í með-
fylgjandi töflum er yfirlit yfir aðal-
notkunarefnin. Rétt er að vekja at-
hygli á, að færri húsgögn voru sýnd
1970 en áður vegna breytts sýningar-
fyrirkomulags og nokkrir, er áður
hafa sýnt í Bellacentret, sýndu í ár
vörur sínar í Dan Interior.
Eins og fram kemur í Töflu I, hef-
ur hlutur tréhúsgagna rýrnað veru-
lega, en hlutur húsgagna úr öðrum
efnum aukizt, en þar er um að ræða
plast- og stálhúsgögn.
Tafla II sýnir, hvaða trjátegundir
eru mest notaðar. Eik er meira notuð
nú en áður og nær jafnmikið og tekk,
en notkun palisanders fer ört minnk-
andi vegna þess, hve erfitt hefur
reynzt að fá palisander í þeim gæða-
flokki, sem nota þarf. Þá má benda
á, að danskt beyki er mikið notað,
en það er einnig talið undir heitinu
málaður og bæsaður viður.
Rétt er að nefna, að munur getur
verið á tegundum sýndra hluta og
þeim tegundum, sem mest eru seldar.
Húsgagnameistarinn Börge Jensen
frá Teknologisk Institut sagði m. a.
eftirfarandi um sýninguna:
Það er greinilegt, að danskir hús-
gagnaarkitektar og húsgagnafram-
leiðendur eiga erfitt með að segja
skilið við trjátegundir, sem þeir hafa
notað lengi, svo sem eik, tekk og pal-
TAFLA I 1970 1969 1965
% % %
Viðarhúsgögn 67,2 80,4 80.9
Húsgögn úr öðru efni 12,3 3,5 2,8
Bólstruð húsgögn 20,5 16.1 16,3
TAFLA II 1970 1969 1965
% % %
Tekk 23,2 20,0 43,9
Palisander 19,2 24,6 27,3
Eik 33,2 32,5 17,7
Beyki 5,7 3,9 2,1
Rauðviður (mahogni) 2,7 3,1 2,1
Hnota Barrtré (pitch pine, oregon pine, fura 3,3 3,1 1,7
o. fl.) Aðrar viðartegundir (birki, askur, 2,3 3,7 1,6
kirsubsrjatré o. fl.) 0,3 1,0 0,4
Málaður og bæsaður viður 9,9 8,1 3,2
100,0 100,0 100,0
Danskur verðlaunastóll
IÐNAÐARMÁL
75