Iðnaðarmál - 01.04.1970, Qupperneq 21

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Qupperneq 21
andinn, af nauðsyn, að bregða skjótt við, af einu sviði til annars, án þess að hafa mjög djúptæka þekkingu. Á flestum háskólanámskeiðum er kennt það, sem er talið fullkomlega rétt. Þar er manni eklci kennt, hvem- ig hann skuli taka áhættu og hvernig hann skuli minnka sem mest mögu- legt tap, er stafar af lélegri viðskipta- ákvörðun. Á háskólanámskeiðum er manni ekki kennt hugrekki til að leggja út í hið óþekkta eða glíma við mikilfengleg vandamál. Þar er manni ekkert kennt um hina sáru þjáningu, er grípur mann, þegar hann stendur ekki við orð sín, þegar hann er ó- samkvæmur eða staðfestulaus gagn- vart undirmönnum sínum eða þegar liann hefur vanrækt að búa sig vand- lega undir mikilvægan fund. Þetta eru lexíur, sem maður lærir í eðlileg- um samkeppnisviðskiptum. Stjórnun- arábyrgð getur fljótlega kennt manni þetta og ýmiss konar aðra hegðun og leikni, sem nauðsynleg er til að starfa með góðum árangri í forystustöðu. Það er margt, sem -unnt er að gera til að breyta verkfræðingi í stjórn- anda. Það geta verið ráðstafanir, sem yfirstjórnendur hrinda af stað til að flýta fyrir þjálfun og þroska ein- hvers ákveðins undirmanns. Einnig gæti maðurinn sjálfur átt frumkvæði að þessum ráðstöfunum, jafnvel án þess að stjómendumir viti, að hann sé byrjaður að stefna að því að verða áhrifamikill stjórnandi. Reynsla á öðrum sviðum en tækni- legum Fyrst af öllu þarfnast verkfræðing- urinn reynslu á sviðum, er liggja ut- an við hið tæknilega. Hann þarf að takast á hendur ábyrgð á starfsemi og verkefnum, sem ekki eru tækni- leg og varpa ljósi á vankunnáttu hans og skort á hæfni á þeim svið- um. Verkefni varðandi sölustarfsemi, fjármál eða markaðsmál myndu t. d. þegar í stað sýna verkfræðingnum framan í hina skelfilegu fáfræði hans á mörgum grundvaUaratriðum viðskiptalífsins. Verkfræðingur, sem segir upp starfi sínu og stofnar sitt eigið fyrirtæki, lærir mjög fljótt mik- ilvægi sölustarfseminnar, markaðs- málanna, fjármálanna og hinna hag- nýtu viðfangsefna, sem fólgin eru í því að framleiða og selja fram- leiðsluvöruna. Borgaraleg og þjóðfélagsleg mál- efni veita ágæt tækifæri til lærdóms. Fyrir hvern þann verkfræðing, sem hefur andúð á opinberum ræðuhöld- um, myndi það vera hin ágætasta reynsla að taka að sér ábyrgð á áróðursherferð til sjóðstofnunar. Þátttaka í skólastjórn eða virk starf- semi við opinberar starfsáætlanir hefur opnað augun á mörgum tækni- mönnum fyrir nýjum og skemmtileg- um viðfangsefnum. Kennsla í sunnu- dagaskóla eða formennska í kirkju- söfnuði eru með öðrum hætti einnig lærdómsríkar aðferðir í samskiptum vorum við fólk af ólíkri manngerð. Ef maður tekur að sér þessi ó- tæknilegu ábyrgðarstörf og leggur sig allan fram, mun maður þróa með sér þá hegðun og leikni, sem nauð- synleg er fyrir árangursríka stjórn- un. Þessi leikni er í því fólgin að vinna náið með fólki, sem ekki trúir á, viðurkennir eða met-ur að verð- leikum þá hluti, sem eru verkfræð- ingnum svo hugstæðir. Verkfræðing- ur er ekki líklegur til að verða góður stjórnandi, nema hann velji sér þessi ótæknilegu ábyrgðarstörf að eigin vilja og leggi hart að sér að læra, vegna þess að hann geri sér grein fyrir, að tæknikunnáttan ein geri manninn ekki færan um að skilja og leysa hin mörgu vandamál, er við- skiptafyrirtæki eða samfélag hafa við að glíma. í stuttu máli, verkfræðingurinn verður að vaxa upp úr þeirri þekk- ingu og hæfni, er hann hefur öðlazt sem starfandi verkfræðingur. Með öðrum orðum sagt, hann verður að byggja ofan á þessa tæknilegu undir- stöðu með því að bæta við þekkingu úr öðrum fræðum, að viðbættri margvíslegri leikni í mannlegum samskiptum, sem nauðsynleg er til að starfa náið með einstaklingum, sem eru mjög ólíkir honum sjálfum. Þegar maðurinn er reiðubúinn að afla sér þessarar leikni, mun hann tileinka sér hana sjálfur. Stjómend- ur gera oft þau mistök að reyna að kenna manni þessi ótasknilegu fræði, áður en hann er undir það búinn. Þegar verkfræðingurinn byrjar þessa tilfærslu yfir á stjórnunarsvið- ið, finnur hann, að hann stendur frammi fyrir breytingu á átta vegu: í fyrsita lagi finnur hann, að hann gerir marga hluti gegn vilja sínum. Sem tæknisérfræðingur gerir hann marga hluti vegna þess, að hann nýt- ur starfsins. En sem stjórnandi verð- ur hann að ráðast á viðfangsefni, sem ekki eru sérlega skemmtileg, en verður að framkvæma til að ná IÐNAÐARMÁL 83

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.