Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 22

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Side 22
markmiðum fyrirtækisins. Með öð'r- um orðum, framkvæmd starfsáætlun- arinnar krefst margs konar verknað- ar, sem í rauninni er ekki sérlega skemmtilegur eða ánægjulegur. Margir verkfræðingar vaxa mjög, er þeim lærist að viðurkenna skilyrði annars fólks eða hinar meðsköpuðu aðstæður, er viðfangsefninu fylgja. í stuttu máli, verkfræðingurinn fer ekki fram með sínum hætti, en verð- ur að laga sig eftir aðstæðum, er aðrir hafa skapað. Þessi tegund málamiðlunar felur í sér þroskandi reynslu, sem fljótlega aðgreinir verk- fræðinga með stjórnunarhæfni frá hinum, sem ekki geta fengið sig til að fallast á aðstæður, sem eru utan við þeirra svið. Sem hagnýta reynslu verður verk- fræðingur að læra að umgangast fólk og taka þátt í smá umræðum til að komast af við allt hið ólíka fólk, sem er að finna í hverju fyrir- tæki. Því miður vilja margir góðir verkfræðingar lifa við sín eigin skil- yrði, sem er þeirra háttur að tjá, að þeir óski ekki eftir að verða þátt- takendur í stjórnunarhópnum. Sér- hver stjórnandi getur bent á þá teg- und aðlögunar, sem gera þarf gagn- vart aðstæðum, sem falla utan við svið hans. A3 laera nýjar staðreyndir Onnur aðlögunin felur í sér stöð- ugt nám nýrra staðreynda. Sem stjómandi verður maður oft og iðu- lega að læra á nýjum sviðum til að halda velli í samkeppninni eða fylgj- ast með eðlilegum vexti fyrirtækis. Þessi þörf — að vera stöðugt vax- andi -— er hluti þeirrar sígróandi starfsemi, er á sér stað í hverjum þeim manni, sem er í þroska. Virkur stjórnandi stendur oft frammi fyrir nýrri þekkingu. Hann lítur á slíkt sem tækifæri til lærdóms, og hann rannsakar af ákafa hinar nýju hug- myndir. Hann finnur þessar nýju hugmyndir með því að halda uppi stöðugri leit og prófunum, bæði með lestri og persónulegum samböndum. Með hverri nýrri uphefð í stöðu verður hinn ungi stjórnandi að læra ný hlutverk, sem eiga við hið nýja stjórnunarstig. Það er t. d. hlutverk, sem á við yfirmann 10 starfsmanna, en er ólíkt hlutverki deildarstjórans, en hlutverk hans er aftur ólíkt hlut- verki varaforseta rannsóknarstarf- seminnar. Forsetinn hefur hlutverk, sem er gjörólíkt hlutverkum allra þeirra, er gefa honum skýrslur. Til að feta þessi breytingastig frá einni hlutverkaröð til annarrar þarf mann, sem gæddur er miklum sveigjanleik og vilja til að vaxa í breytni sinni. Maður, sem gjarnan vill hvílast á lárviðarlaufi sínu, mun ekki una vel eða reynast afkastamikill í þessum æðri stjórnunarstöðum. Sérhver maður, sem ekki vill halda áfram að vaxa, fremur alvarleg mistök, ef hann tekur að sér ábyrgðarstörf í stjórn- un. Alag samfélagsins hvílir þungt á öllum stjórnendum og þröngvar þeim til að leita skilnings og starfa með árangri við síbreytilegar aðstæður. Þriðja breytingin er hagnaðar- skilningurinn, sem vaknar með stjórnunarábyrgðinni. Fyrir flesta verkfræðinga er það ný hugmynd að halda uppi starfsemi fyrst og fremst í hagnaðarskyni. Verkfræðingur. er hefur þá trú, að gæðin eigi að sitja í fyrirrúmi, verður mjög ráðvilltur, er hann á að framleiða lélegri vöru, sem gefur aukinn hagnað. Margir sj ónvarps- og bílaframleiðendur hafa orðið að hætta starfsemi vegna þess, að þeir héldu fast við framleiðslu gæðavöru, sem kostaði meira en al- menningur vildi greiða. Margir verk- fræðingar finna, að það er siðferði- lega rangt og nokkurs konar synd að skipuleggja starfsemi sína eingöngu til að viðhalda miklum gróða. Fjórða breytingin er fólgin í hinni miklu áherzlu á hæfni í mannlegum samskiptum, sem er eðlilegur hluti stjómunar. Flestir verkfræðingar leggja út á tæknisviðið vegna þess, að þeim fellur tiltölulega betur að fást við hluti en fólk. Þessi tilhneig- ing til að halda sér í fjarlægð frá fólki mun ásækja verkfræðing, sem í stöðu stjórnanda byrjar að gera sér ljóst, að heildarafkastamáttur hans er háður þekkingu á mannlegu eðli engu síður en þekkingu í tæknileg- um efnum. Það getur valdið straum- hvörfum í þroska margra verkfræði- menntaðra stjórnenda, þegar þeim lærist að njóta þessara stöðugu sam- skipta við fólk. Fimmta íhugunarefnið er hin mikla áherzla, sem lögð er á töku ákvarðana, sem krafizt er af stjóm- anda. Tæknisérfræðingurinn tekur tiltölulega fáar ákvarðanir, sem fela í sér mikla áhættu, hvort heldur fyrir hann sjálfan eða fyrirtækið. En þeg- ar hann byrjar sem stjórnandi, verð- ur hann stöðugt að horfast í augu við áhættu og taka ákvarðanir, sem 84 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.