Neytendablaðið - 01.03.2013, Síða 9
Neytandasamtökin í ár
Neytendasamtökin hafa um áratuga skeið barist fyrir
sjálfsögðum réttarúrbótum eins og fullnægjandi merk-
ingum á matvælum. Neytendablaðið gagnrýndi gjarnan
hversu oft skorti upplýsingar um þyngd vöru, innihalds-
lýsingu eða dagstimpil þegar um var að ræða vöru sem
seld var á íslenskum markaði. Ef varan var flutt út var
hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að merkja vöruna vel
og vandlega.
Eftirfarandi afsökunarbeiðni birtist í Neytendablaðinu
árið 1969, í kjölfar umfjöllunar blaðsins um lélegar
merkingar íslenskra framleiðenda. Afsökunarbeiðnin
verður seint talin einlæg en í henni er ýjað að tvískinn-
ungi framleiðenda á kaldhæðinn hátt.
„Við höfum skýrt frá því hér í blaðinu að íslenzkir fram-
leiðendur og seljendur segi íslenzkum neytendum aldrei frá
því hve mikið er í pakkanum, flöskunni eða dósinni. Frekari
athugun hefur leitt í ljós að hér er ekki farið með rétt mál.
Í flestum siðmenntuðum löndum er lagaleg skylda að segja
á umbúðum frá þyngd innihaldsins. Á þeim íslenzku fram-
leiðsluvörum, sem eru ætlaðar til útflutnings, er þess
vegna ávallt getið um þyngd og innihald. Á íslenzkum fram-
leiðsluvörum, sem ætlaðar eru til sölu innanlands, er að
vísu sjaldan getið um slíkt, en hins vegar eru margar vörur,
sem ætlaðar eru til útflutnings eftir umbúðum að dæma,
seldar á innanlandsmarkaði. Þannig fá íslenzkir neytendur
íslenzkar framleiðsluvörur, þar sem þyngdar og innihalds
er getið á umbúðum á fínum erlendum málum og í fínum
erlendum þyngdareiningum. Og því verður það, að þótt
íslenzkir neytendur geti ekki keypt dós, sem á stendur:
kjötbollur, 1 kg Sláturfélag Suðurlands, geta þeir keypt dós,
þar sem á er letrað: Meatballs, 2 lbs Sláturfélag Suður-
lands.
Við biðjum því framleiðendur auðmjúklega afsökunar. Við
biðjum íslenzka neytendur einnig áfsökunar á því að við
höfum aldrei séð þeim fyrir þeirri mikilvægu fræðslu, hvað
ensku, sænsku eða frönsku orðin og þyngdareiningarnar á
íslenzkum framleiðsluvörum þýða.
Til að bæta úr þessu ætlum við að þýða nokkur erlend heiti
á íslenzkum umbúðum. Listinn er þó engan veginn
tæmandi.
Fish balls = fiskibollur. Meat-loaf = kjötbúðingur. Smoked
herring = reykt síld. Peeled shrimps = pillaðar rækjur. Net
weight = nettó vigt. 1 ounce = 28,35 grömm. 1 lbs =453
grömm. Produce of Iceland = íslenzk framleiðsla. Codfish
fillets = þorskflök.
Við vonum að hér eftir geti íslenzkir neytendur áttað sig
fyllilega á góðri þjónustu íslenzkra matvælafyrirtækja.“
myndir: Seðlabanki Íslands
- Neytendur upplýstir um
erlend heiti og mælieiningar
Afsökunarbeiðni
Þegar Neytendasamtökin voru stofnuð 1953 var
árgjaldið 15 krónur og árið 1960 var það komið upp í
45 krónur. Þótti það heldur lágt enda samsvarar það
ekki nema rétt um 1.100 krónum miðað við verðlag í
dag. Á þessum tíma byggðist starfið að mestu á
sjálfboðaliðavinnu og reksturinn var allur mjög smár í
sniðum. Í dag er árgjaldið 5.200 krónur.
9