Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Side 10

Neytendablaðið - 01.03.2013, Side 10
Panasonic NA148VG4 fékk áberandi lélega einkunn. NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // gæðaköNNuN á þvottavélum Neytendasamtökin könnuðu úrvalið af þvottavélum á höfuðborgarsvæðinu í lok janúar og fundu 96 tegundir framhlaðinna véla til sölu. Markaðskönnunin er aðgengi- leg félagsmönnum á læstri síðu á vefnum ns.is og inni- heldur einnig gögn um topphlaðnar vélar og sambyggðar þvottavélar/þurrkara. Lykilorð fyrir læstar síður er að finna neðst á bls. 2 í þessu blaði. Af þessum 96 framhlöðnu vélum höfðu 22 verið próf- aðar af ICRT (International Consumer Research & Testing). Niðurstöður könnunar Taflan sýnir niðurstöður gæðakönnunar fyrir þessar 22 vélar og fengu fimm vélar 3.7 í heildareinkunn Tvær 7 kílóa þvottavélar fengu mjög góðar einkunnir og kostuðu á milli 100.000-120.000 kr.; Samsung WF700B4BKWQ og Hotpoint Ariston WMD742SK. Báðar voru til sölu í Elko hjá Smáralind (sem hefur einnig langmesta úrvalið af þvottavélum á höfuðborgar- svæðinu – 49 tegundir). skammarkrókurinn Þrjár vélar fengu sérstaklega lélega einkunn; Panasonic NA148VG4 er 8 kílóa vél sem er til sölu hjá Max og Heimilistækjum. Hún notar mjög lítið vatn og þvotta- tíminn er stuttur, en hinsvegar þvær hún illa og skolar sérstaklega illa. Svo fengu báðar litlu vélarnar (3-3,5 kg) í könnuninni lélega einkunn (Candy Aqua 100F og Electrolux EWC1350). Þessar vélar eru um það bil 50 cm á breidd, nettar í útliti og líta út fyrir að vera góður kostur t.d. fyrir þá sem búa einir. Þær kosta hins vegar lítið minna en stærri vélar og frammistaða þeirra er langt undir meðallagi. ráð fyrir kaupendur: mikilvægir eiginleikar Rafmagnsnotkun: Hver þvottavél fær einkunn fyrir orkunýtingu en hæsta einkunnin í dag er A+++. Einhverjar þvottavélar sem framleiddar eru 2011 eða fyrr nota enn gamla kerfið þar sem A er hæsta einkunn. Rafmagnsverð á Íslandi er miklu lægra en á meginlandi Gæðakönnun á þvottavélum Miele W1714 fékk góða einkunn. Hún er hinsvegar dýr og ekki er hægt að stilla hana fram í tímann. Hotpoint Ariston WMD742SK og Samsung WF700B4BKWQ eru góðar 7 kílóa þvottavélar á góðu verði. 10

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.