Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Síða 22

Neytendablaðið - 01.03.2013, Síða 22
- dulbúið sem hollusta? Tekið til í fullyrðingafrumskógi NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // fullyrðiNgar Matvælaframleiðsla verður sífellt flóknari og því er mikil- vægt að allar upplýsingar séu skiljanlegar og réttar. Aukinn áhugi á heilsu og næringu hefur leitt til þess að matvæla- fram leiðendur hafa stóraukið næringar- og heilsufull- yrðingar á umbúðum og í auglýsingum. Framleiðendur sjá sér hag í að draga fram ákveðna eiginleika vöru og auglýsa þá sérstaklega. Lesendur kannast eflaust við fullyrðingar á borð við: „fitulítið“, „inniheldur kalk sem styrkir bein“, „lækkar kólesteról“, „bætir meltinguna“ og þar fram eftir götunum. Þessar upplýsingar geta komið sér vel fyrir neyt- endur en þær geta líka verið villandi eða beinlínis rangar. Engin takmörk virðast vera fyrir hugmyndaflugi framleið- enda í þessum efnum. Fullyrðingar má t.d. finna á umbúð- um um dísætan morgunmat þar sem því er rækilega komið á framfæri að morgunkornið sé járnbætt. Upplýsingar um magn viðbætts sykurs eru hins vegar ekki eins áberandi, ef þær eru þá yfirhöfuð til staðar. listi yfir fullyrðingar Til að koma í veg fyrir að framleiðendur blekki neytendur ákvað Evrópusambandið (ESB) að útbúa lista yfir full yrð- ingar sem væru vísindalega sannaðar. Fullyrðingum er skipt í tvo flokka; næringarfullyrðingar og heilsufull yrðingar. Næringarfullyrðingar Næringarfullyrðingar eru notaðar þegar gefið er í skyn, eða fullyrt, að matvæli hafi ákveðið jákvætt næringarlegt gildi. Sérfræðingar ESB unnu lista yfir samþykktar næringar- fullyrðingar árið 2006 og í dag eru 29 fullyrðingar leyfðar. Listinn hefur verið þýddur á íslensku er að gengilegur á heimasíðu Matvælastofnunar, www.mast.is. Dæmi um leyfilegar næringarfullyrðingar eru: „Engin mettuð fita“, „sykursnauður“, „orkuskertur“, „trefjaríkur“ og „náttúrulegur“. Heilsufullyrðingar Heilsufullyrðingar gefa í skyn að ákveðin tengsl séu milli innihaldsefna og heilbrigðis, svo sem: „Kalk er nauðsynlegt fyrir viðhald beina“ og „Bíótín hefur hlutverk í sálrænni virkni“ Ólíkt næringarfullyrðingunum þurfa framleiðendur að senda inn umsókn fyrir þeim heilsufullyrðingum sem þeir vilja nota, og ekki nóg með það; þeir verða að geta sannað að fullyrðingin eigi við rök að styðjast með því að leggja fram vísindaleg gögn. Sérfræðingar hafa nú metið gögnin og samþykkt 241 heilsufullyrðingu sem heimilt er að nota á evrópska efnahagssvæðinu. Þær verða eflaust fleiri í framtíðinni eftir því sem umsóknum fjölgar. Hafi fullyrðing verið samþykkt mega allir framleiðendur í ESB nota hana. Ekki hafa allar heilsufullyrðingarnar verið þýddar yfir á íslensku enda hafa reglurnar ekki verið innleiddar hér að fullu. má nota heilsufullyrðingu á óholla vöru? Rík áhersla hefur verið lögð á það af hálfu neytenda- samtaka og annarra hagsmunaaðila að óholl matvæli megi ekki bera næringar- og/eða heilsufullyrðingar. Það er nefni- lega hætta á því að neytendur telji að matvörur sem bera slíkar fullyrðingar séu hollari en aðrar. Því var ákveðið að útbúa svokallaða næringarefnasamsetningu (skammstafað NES) sem segir til um það hversu mikið má að hámarki vera af salti, sykri og mettaðri fitu í vöru til að hún fái leyfi til að bera næringar- og/eða heilsufullyrðingu. Samkvæmt þessu mætti súkkulaði, ekki bera heilsufullyrðinguna „Inniheldur kalk sem er nauðsynlegt fyrir viðhald tanna“. Unnið var að því hjá Evrópusambandinu að meta hvar mörkin liggja, þ.e. hversu mikið af fitu, sykri og salti má að hámarki vera í ákveðnum vöruflokkum til að varan teljist óholl, en um það má vissulega deila. Árið 2008 kom hins vegar babb í bátinn. NES, sem átti að vera tilbúin árið 2009, liggur ofan í skúffu í Brussel og óvíst hvort og hvenær þessari vinnu verður fram haldið. Næringarsamsetning verður að pólitísku hitamáli Ástæðu þessarar tafar má rekja til ársins 2008 þegar þýskir bakarar uppgötvuðu að hið hefðbundna þýska Schwarzbrot (dökkt gróft brauð) gæti ekki borið heilsufullyrðingu þar sem það inniheldur of mikið salt. Með skipulagðri hags- munabaráttu náðu bakararnir að stöðva vinnuna við NES og gera hana að pólitísku máli. Þannig tók Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þátt í baráttunni þegar hún skrifaði bréf til framkvæmdastjórnar ESB og benti á þá óæskilegu stöðu sem upp væri komin. Í framhaldinu stakk José Manuel Barroso, forseti framkvæmdarstjórnarinnar, upp á því að gerðar væru undantekningar fyrir sumar vörur, svo sem brauð. „Eftir þetta fór meðferð málsins í tóma vitleysu,“ segir Ruth Veale í samtali við danska neytendablaðið Tænk. Hún er fulltrúi Evrópusamtaka neytenda (BEUC), sem komið hafa að þessu máli sem fulltrúi neytenda. „Fyrst Þýskaland fór fram á undantekningu vegna brauðsins fóru önnur lönd að berjast fyrir undanþágum á sínar vörur. Frakkland barðist fyrir ostunum sínum, Ítalir fyrir súkkulaði, þriðja landið fyrir kexi og jafnvel var land sem vildi undanskilja saltkringlur.“ Vinnan við næringarefnasamsetningu fór því úr því að vera spurning um vísindalega nálgun í það að vera hápólitískt mál sem ekki sér fyrir endann á. 22

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.