Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Qupperneq 11

Neytendablaðið - 01.10.2008, Qupperneq 11
Góður morgunverður • Forðist hvítt brauð með sætuefnum, t.d. kryddbollur og tebollur. Fáið ykkur gróft brauð eða rúgbrauð í staðinn. • Skiptið út marmelaði, súkkulaðikremi og sætu áleggi og snæðið í staðinn létt- ost, kjötálegg eða banana- og jarðar- berjasneiðar. Hafið mikið af ávöxtum í morgunverðinum. • Hafragrjón eru ein besta varan vegna þess að þau eru unnin úr heilhveiti og eru án viðbætts sykurs. Í staðinn fyrir sykur er hægt að nota ferska eða þurrkaða ávexti til að ná fram sætubragðinu. • Súrmjólk, ab-mjólk, jógúrt og svipaðar vörur með sykurlausu músli eru líka góðir kostir. Barátta gegn auglýsingum Alþjóðadagur neytendaréttar, 15. mars, var í ár helgaður baráttunni fyrir því að settar verði alþjóðlegar reglur um að stöðva markaðssetningu á óhollum matvælum fyrir börn. Sendu Neytendasamtökin heil- brigðisráðherra bréf um efnið og það má lesa á vef samtakanna. Undanfarin ár hafa neytendasamtök og margir aðrir aðilar beitt sér fyrir því að settar verði reglur sem komi í veg fyrir að auglýst séu óholl matvæli í sjónvarpi, fyrir og eftir og inni í dagskrárefni sem vitað er að börn horfa á. Nú eru til meðferðar í heilbrigðisnefnd Alþingis hugmyndir um slíkar reglur í þingsályktunartillögu Ástu R. Jóhannesdóttur. Stærstu framleiðendur morgunverðarkorns í Evrópusambandinu hafa sætt svo mikilli gagnrýni vegna slíkra sjónvarpsauglýsinga að þeir sáu sér þann kost vænstan að fallast sjálfir á að hætta birtingum í tengslum við barnaefni í sjónvarpi í síðasta lagi undir lok þessa árs. Meðal þessara fyrirtækja eru Coca-Cola, Groupe Danone, Burger King, General Mills, Kellogg, Kraft Foods, Mars, Nestlé, PepsiCo, Ferrero og Unilever. Hitt er annað mál að auglýsingatímar nærri barnaefni eru ekki eini vettvangurinn þar sem fyrirtækin beita sér. Nú er auglýs- ingar um sætt morgunkorn að finna á veraldarvefnum, í farsímum og í tengslum við DVD-kvikmyndaefni og tölvuleiki. Vefsíður Fríða R. Þórðardóttir, næringarfræðingur: Morgunkorn á mannamáli. - www.doktor.is Ásta R. Jóhannesdóttir: Tillaga til þings- ályktunar um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem beint er að börnum. - www.althingi.is/altext/135/s/0047.html Junk Food Generation - Campaign to stop the marketing of unhealthy food to children - www.junkfoodgeneration.org/ 11 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.