Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 23
Mastercard (www.borgun.is). Segjum, til
dæmis, að seljendur borgi að meðaltali
0,5% fyrir að taka debetkort og 1,5% fyrir
að taka kreditkort. Ef ég kaupi 4.000 kr.
lambahrygg í Bónus með Visa, þá fær korta-
fyrirtækið 20 kr. ef ég nota debetkort en
60 kr. ef ég nota kreditkort. Jafnvel þó að
ég fengi 0,5% endurgreiðslu af kreditkorta-
færslunni fengi Visa 40 kr. í staðinn fyrir
20 kr.
Venjan í greiðslukortaheiminum er sú að
bankinn sem gefur út kortið fær hluta af
þóknuninni. Þetta gæti útskýrt hvers vegna
það var bankinn (en ekki Visa) sem hringdi
í mig. Auk þess er Ekort ehf., sem rekur
endurgreiðslukortakerfið á Íslandi, að hluta
til í eigu þessa banka.
Ég veit ekki alveg hvort þessi kenning er
rétt, en hún er að minnsta kosti trúverðug.
Hvað sem öðru líður þá er það sérkenni
allra endurgreiðslukorta að hvetja neyt-
endur (með minniháttar hlunnindum eins
og endurgreiðslu og flugpunktum) til að
nota kortið sem mest og hámarka þannig
endurgreiðsluna. Algengt er að neytendur
sem eru nýkomnir með endurgreiðslu-
kreditkort reyni að færa alla kortanotkun af
gömlu debetkorti yfir á nýja kortið.
Þannig eru neytendur óafvitandi komnir í
samstarf við kortafyrirtækin um að reyna
að hámarka tekjur banka og kortafyrir-
tækja. Þóknanir á kreditkortum eru hærri.
Seljendur þurfa að vísu að hækka verðið en
vegna þess að verðhækkunin er ógegnsæ
verða neytendur ekki varir við hana.
Þeir taka helst eftir þeim áþreifanlegu
hlunnindum sem þeir fá með því að nota
kreditkortið. Jafnvel þeir sem skilja hvað er
í gangi geta ekki unnið einir á móti þessari
þróun. Ef allir hinir borga með kreditkorti
þá er það hagur hvers neytenda að nota
kreditkort líka, þó að það væri sameigin-
legur hagur allra neytenda að nota bara
debetkort.
Einstakar seljendur geta ekki heldur unnið
á móti þessu. Samkvæmt skilmálum korta-
fyrirtækjanna þurfa þeir að taka við öllum
greiðslukortum, jafnvel þeim sem eru með
háa þóknun. Seljandi getur ekki afþakkað
tiltekna gerð kreditkorts án þess að afþakka
líka öll önnurkort.
Þetta málefni hefur verið í brennidepli
í mörgum löndum. Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins hóf formlega rannsókn
í mars 2008 á skilmálum Visa sem snúast
um að verslanir megi ekki hafna kortum
með hærri þóknunum. Seðlabanki Ástralíu
setti þak á þóknanir og í kjölfarið hefur
notkun debetkorta stóraukist. Fyrir
nokkrum árum hófu Wal-Mart og aðrar
bandarískar verslanir hópmálsókn á móti
Visa og MasterCard og kröfðust þess að
geta hafnað kortum sem eru með hærri
þóknanir. Hópmálsóknin varð sú stærsta í
sögu Bandaríkjanna og áhugaverð að því
leyti að stefnendur voru ekki neytendur
heldur kaupmenn. Hún var útkljáð árið
2003, en málið hefur aldrei verið leyst með
lögum og bandaríska þingið hefur nýlega
tekið það upp. Áhugasamir lesendur geta
fundið frekari upplýsingar með því að leita
á netinu undir ensku orðunum „interchange
fees“ og „merchant accounts“.
Fyrir hvern stakan neytenda virðast endur-
greiðslukort ódýr og skynsamlegur kostur,
en í raun og veru leiða þau til hærri verðlags
fyrir alla. Með þeim sýnast mér neytendur
fengnir með í að beina aukapeningum til
banka og kortafyrirtækja með því að þiggja
prósentu af verðhækkunninni sem þvinguð
er á verslanir – og, þegar öllu er á botninn
hvolft, á þá sjálfa.
Ian Watson
Frábær reynsla af Húsgagnahöllinni
Í haust flutti ég úr foreldrahúsum á Vest-
fjörðum til Reykjavíkur til að hefja nám.
Ég fann herbergi með eldhúsaðstöðu til
leigu í kjallara í Kópavogi á sanngjörnu
verði. Ég tók að mér að mála og skipta
um gólfefni og gerði eins huggulegt hjá
mér og hægt var með takmörkuðum fjár-
munum. Mig vantaði húsgögn og var
góður hornsófi efstur á óskalistanum. Eftir
nokkra athugun fann ég í Húsgagnahöllinni
fallegan tungusófa sem féll alveg að mínum
smekk. Ég staðgreiddi yfir 100.000 kr. af
sumarhýrunni og fékk sendibíl til að flytja
sófann heim.
Bílstjórinn hjálpaði mér að bera sófann
inn í kjallaraganginn. En það runnu á mig
tvær grímur þegar að herbergisdyrunum
var komið. Sófinn komst engan veginn inn.
Það er ekki full lofthæð í kjallaranum og
þar að auki er beygja inn að dyrunum og
sófinn er 2,30 metrar að lengd. Bílstjórinn
þakkaði fyrir viðskiptin og ég sat eftir á
mjóum gangi með risastóran sófa sem
komst hvorki lönd né strönd.
Ég hringdi í vinkonu mína og við bösluðum
heila kvöldstund við að koma sófanum
inn í herbergið mitt. Við prófuðum að
snúa honum og hvolfa og taka gereftið
úr dyrunum. Ég henti mér meira að segja
grátandi í gólfið en ekkert stoðaði. Ég vissi
það að verslunin gat alveg neitað mér um
að láta kaupin ganga til baka og ekki hafði
ég efni á að sitja uppi með 100.000 kr.
inneignarnótu ef ég fyndi engan minni sófa
sem mér hugnaðist í búðinni.
Ég samdi ræðu í huganum og höfðaði þá
til reynsluleysis, fjarveru foreldra minna og
stöðu fátæka námsmannsins. Svo gekk ég
auðmjúk inn í Húsgagnahöllina og sneri mér
að sölumanni. Þvílík þjónusta og góðvild;
þeir vildu allt fyrir mig gera. Starfsfólk var
fengið til að taka sýningareintakið til gagn-
gerrar skoðunar, áklæðinu var svipt af og
kannað hvort það væri einhver leið til að
koma sófanum inn í herbergið í bútum.
Þegar ljóst var að það gengi ekki fékk ég að
vita að mér væri velkomið að skila sófanum
og ég fengi endurgreidda upphæðina. Það
var í lagi þótt ég hefði tekið plastið af að
því tilskildu að sófinn væri óskaddaður.
Það voru létt spor sem ég tók út úr Hús-
gagnahöllinni reynslunni ríkari og ég get
alveg mælt með því að versla þar.
Skjallarinn
NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008