Neytendablaðið - 01.03.2007, Page 16
Rafmagnsnotkun heimilanna eykst stöðugt
og hefur aukist um fimmtung undanfarinn
áratug. Heimili landsins nota að meðalatali
4,5 megavattstundir á ári til að knýja hin
ýmsu raftæki og ljós.
Mikilvægar merkingar fyrir
neytendur
Raftæki hafa mismunandi orkunýtingu og
orkunotkun sambærilegra tækja getur verið
talsvert mismunandi eftir framleiðendum.
Til að þrýsta á um framfarir setti Evrópu
sambandið á sínum tíma reglur um
merkingar sem aðstoða eiga neytendur við
að bera saman orkunotkun tækja af sömu
gerð. Merkingarnar setja raftæki í flokka
frá AG þar sem A hefur besta nýtingu
en G slakasta. Seljendur eru skyldugir til
að merkja ísskápa, frysta, þvottavélar,
uppþvottavélar, eldavélar og þurrkara með
þessum merkingum.
Framleiðendur bregðast við
Merkingarnar hafa skilað miklum árangri
og hreyft verulega við framleiðendum.
Raftæki finnast varla lengur í flokkum DG í
ofangreindu flokkunarkerfi og nauðsynlegt
hefur verið að bæta við tveimur flokkum,
A+ og A++, fyrir allra bestu tækin.
Fyrrnefndar reglugerðir hafa verið teknar
upp hér á landi og samkvæmt lögum
um merkingar og upplýsingaskyldu eiga
seljendur að veita neytendum upplýsingar
um orkunotkun viðkomandi tækja. Auk þess
sem rekstrarkostnaður minnkar þá minnka
umhverfisáhrifin einnig með orkunýtnari
tækjum. Þó svo að öll raforkuframleiðsla
á Íslandi komi frá endurnýjanlegum orku
gjöfum þá eru raftækin framleidd erlendis.
Það er því skylda okkar að stuðla að
betri orkunýtingu raftækja með góðum
merkingum sem upplýsa neytendur og
hvetja framleiðendur til umhverfisvænni
framleiðslu.
Merki Orkuseturs
Orkusetur hefur hleypt af stað verkefni sem
tengist merkingum raftækja og er tilgangur
þess þríþætttur. Í fyrsta lagi er því ætlað
að hvetja söluaðila til að standa rétt að
merkingum og viðurkenna þá aðila sem
standa sig vel í þeim efnum. Í öðru lagi er
stefnt að því að kynna þessar merkingar
fyrir neytendum þannig að þeir geti tekið
upplýsta ákvörðun um val á raftækjum
og séu meðvitaðir um mismunandi
rekstrarkostnað sambærilegra tækja. Í
þriðja lagi er ætlunin að benda neytendum
á að ný raftæki hafa mun betri orkunýtingu
en eldri gerðir og nota oft aðeins helming
þeirrar orku sem 1020 ára tæki af sömu
stærð nota. Til að aðstoða neytendur við
að finna tækin með bestu orkunýtinguna
mun Orkusetur merkja þau sérstaklega með
þar til gerðum seglum sem festir verða á
tækin. Frekari upplýsingar um merkingar
og reiknivél sem ber saman orkunotkun og
rekstrarkostnað eldri og yngri tækja má svo
finna á vef orkuseturs (www.orkusetur.is).
Elko fær viðurkenningu
Orkusetur veitti fyrirtækinu Elko viður
kenningu fyrir átak í merkingum raftækja
í verslunum sínum. Víða er pottur brotinn
í merkingarmálum raftækjaverslana hér á
landi og því ákvað Orkusetur að viðurkenna
framtakssemina. Réttar merkingar eru undir
staða aukinnar vitundar neytenda um
rekstrarkostnað sambærilegra tækja.
Orkusparnaður skilar sér!
Taflan hér fyrir neðan sýnir hvernig nálgast
má sömu þjónustu með mismunandi hætti.
Enginn munur er á virkni þessara ólíku
leiða. Sama ljósmagn, sama kæling, sama
hreinsun o.s.frv. fæst með báðum leiðum.
Orkusparnaður á heimilum
Mismunurinn á Leið A og Leið B er 2.099
kWh á ári hvað orkunotkun varðar og
16.790 kr. hvað kostnað varðar (8 kr/
kWh). Í landinu eru um 110 þúsund
heimili og ef öll færu leið B í stað A væri
mismunurinn 2.099 kWh* 110.000 =
230.890.000 kWh = 231 GWh á ári. Þessi
munur jafngildir raforkuframleiðslu 40
MW vatnsaflsvirkjunar. Með því að velja
skynsamlegar leiðir er hægt að virkja inn á
við án þess að fara út í stórframkvæmdir.
Leið A. Slæm orkunýting Leið B. Góð orkunýting
Fjöldi Hlutur Notkun á viku Fjöldi Hlutur Notkun á viku
10 Glópera 60W 30 klst 10 Sparpera 15W 30 klst
10 Glópera 60W 30 klst 10 Sparpera 11W 30 klst
1 Sjónvarp 32” (Plasma) 35 klst 1 Sjónvarp 32” (LCD) 35 klst
1 Borðtölva 15 klst 1 Fartölva 15 klst
1 Kæliskápur >10 ára Alltaf í gangi 1 Kæliskápur nýr A++ Alltaf í gangi
1 Frystiskápur >10 ára Alltaf í gangi 1 Frystiskápur nýr A++ Alltaf í gangi
1 Uppþvottavél > 10 ára 7 skipti 1 Uppþvottavél ný A 7 skipti
1 Þvottavél > 10 ára 4 skipti 1 Þvottavél ný A 4 skipti
Samtals á ári: 3.658 kWh = 29.266 kr. Samtals á ári: 1.559 kWh = 12.476 kr.
16 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om