Neytendablaðið - 01.03.2007, Page 19
Hágæða ljósmynd í A4 stærð notar mikið
blek og ljósmyndapappír er ekki gefins.
Ef ætlunin er að nota prentarann endrum
og eins má vera að ódýr prentari sem er dýr
í rekstri geti verið ásættanlegur. Ef notkunin
er mikil er sennilega ódýrara að kaupa
dýrari prentara með lægri rekstrarkostnað.
Bleksprautuprentari í samanburði við
leysiprentara
Ef markmiðið er að prenta í svart/hvítu
er góður leysiprentari ekki svo dýr. Þeir
eru hraðvirkari, rekstrarkostnaður þeirra
er minni og þeir skila skýrari texta en
bleksprautuprentarar.
Litaleysiprentarar eru umtalsvert dýrari en
svart/hvítir og þeir skila ekki mjög góðum
ljósmyndum en gæðin fara þó batnandi.
Þeir skila hins vegar ágætlega frá sér
einföldum gröfum eins og súlu- og línuritum
og skjölum í lit. Þeir eru hraðvirkari en
bleksprautuprentararnir en á móti kemur að
þeir eru yfirleitt stærri og valda meiri hávaða.
Þó að slíkur prentari sé talsvert dýrari í
innkaupum en litableksprautuprentari þá er
rekstrarkostnaðurinn umtalsvert lægri.
Litableksprautuprentarar bestu
alhliða prentararnir
Ef velja á prentara sem getur nánast
allt, þ.e. prentað ljósmyndir, skjöl og
texta í lit jafnt sem svart/hvítu þá er
bleksprautuprentarinn sennilega besti
kosturinn. Bleksprautuprentararnir eru
fjölhæfir og margir þeirra leyfa meira að
segja prentun beint af minniskorti án þess
að tölva sé tengd við prentarann.
Svart/hvítur leysiprentari hentar best til
að prenta hágæða svart/hvít textaskjöl
sem kosta lítið og eru örfáar sekúndur
að prentast. Rétt er að hafa í huga að
litaleysiprentarar hafa fallið umtalsvert
Gæðakönnun
á tölvuprenturum
HP D6950 Canon IP5300
Epson D88plus Canon IP1700 Epson C79
Dell 725
19 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om