Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Síða 8

Ægir - 01.02.2001, Síða 8
8 F R É T T I R Frysting á loðnu fyrir Japansmarkað get- ur haft mikil áhrif á afkomu fyrirtækja og útgerða sem byggja á loðnuveiðum. Mið- að við söluáætlanir og samninga stóru sölufyrirtækjanna má búast við að um 12 þúsund tonn af frystri loðnu geti farið á Japansmarkað í ár. Spurningin er sem fyrr; veiðist hún eða veiðist hún ekki? Nú þegar liggja fyrir samningar um sölu á 5000 tonnum af loðnu til Japans á vegum Sölumiðastöðvar hraðfrystihús- anna og áætlanir SÍF miðast við að selja um 7000 tonn til Japans. Miðað við rann- sóknir fiskifræðinga að undanförnu virð- ist loðnan vel á sig komin og það boðar að færri hrygnur þarf í hvert kíló og þar með ætti verðið að vera gott, eða í versta falli svipað og í fyrra. Miklar sveiflur hafa verið í útflutningi á Japansmarkað. Þangað fóru um 4500 tonn af frystri loðnu í fyrra en það var með minna móti miðað við fyrri ár. Japansfrystingin: Um 12 þúsund tonn ef vel gengur Loðnu pakkað á Japansmarkað.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.