Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Síða 12

Ægir - 01.02.2001, Síða 12
Heildaraflinn í íslenskri lögsögu á árinu 2000 var samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum 1.680.440 tonn sem er mun meira en árið 1999 (1.461.355). Þessi aukning er aðallega tilkomin vegna auk- innar veiði á loðnu og kolmunna, en báð- ar þessar tegundir hafa veiðst töluvert betur í ár en í fyrra. Botnfiskaflinn dróst hins vegar saman um tæp rúm 27 þúsund tonn og er meginuppistaðan í þeim sam- drætti minnkandi þroskafli, en hann dróst saman um tæp 27 þúsund tonn á ár- inu 2000. Þá dróst skel- og krabbadýra- aflinn einnig saman, um rúm 9 þúsund tonn á milli ára. Fiskaflinn í desembermánuði síðast- liðnum var 52.522 tonn samanborið við 56.748 tonn í desembermánuði árið 1999, og dróst því saman um rúm 4 þús- und tonn á milli ára. Botnfiskaflinn dróst saman um rúm 7 þúsund tonn. Þennan samdrátt má líkt og fyrri mánuði aðallega rekja til minni þorskafla, en hann dróst saman um rúm 6.500 tonn á milli ára. Kolmunnaaflinn jókst aftur á móti um rúm 3 þúsund tonn og síldveiðin jókst lítillega milli desembermánaða 1999 og 2000, um tæp þúsund tonn. Skel- og krabbadýraafli dróst saman, fór úr 2.675 tonnum árið 1999 í 1.957 tonn nú. Neskaupstaður með mesta magnið Ef horft er til einstakra löndunarstaða má greinilega lesa úr þær hafnir þar sem mestu er landað af uppsjávarfiski. Þannig var Neskaupstaður sú verstöð þar sem tekið var á móti mestu magni af fiski í fyrra, tæpum 146 þúsund tonnum. Þar af eru loðna, síld og kolmunni um 137 þús- und tonn. Næsta verstöð í röðinni er Vestmannaeyjar með örlitlu minna heild- armagn en þar er þó mun meiru landað af bolfiski en á Norðfirði. Í meðfylgjandi töflum má sjá 10 lönd- unarhæstu hafnirnar árin 1999 og 2000 og sést átta af þessum höfnum eru á báð- um listunum 12 F R É T T I R Fiskaflinn 2000: Mikil aukning frá fyrra ári - mestum afla landað á Neskaupstað í fyrra

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.