Ægir - 01.02.2001, Side 24
24
K Æ L I - O G F R Y S T I I Ð N A Ð U R
Fyrirtækið Kælitækni ehf. var
stofnað fyrir 38 árumog annast
innflutning á hvers kyns kæli-
og frystibúnaði og hannar
frysti- og kælikerfi. Fyrirtækið
hefur samstarf við önnur kæli-
fyrirtæki um uppsetningu,
þjónustu og endursölu búnaðar
Kælitækni en jafnframt hefur
fyrirtækið hafið markaðssókn
utan landssteinanna, í sam-
starfi við erlenda aðila. Nú þeg-
ar hefur fyrirtækið náð árangri
á því sviði í Norður-Ameríku
en á því markaðsvæði hefur
Kælitækni samstarf við ís-
lenskt fyrirtæki sem staðsett er
á Nýfundnalandi.
Samkvæmt upplýsingum for-
svarmanna Kælitækni snýst starf-
semin um allt sem viðkemur kæl-
ingu og frystingu, allt frá kæli- og
frystibúnaði fyrir stærstu frysti-
togara, ísverksmiðjum til smæstu
áhalda fyrir ísbúðir. Velta fyrir-
tækisins hefur margfaldast síð-
ustu árin og allt bendir til að sú
þróun haldi áfram, enda er við-
skiptahópurinn stór þar sem
Kælitækni selur allt til kælingar
og frystingar og það eru ekki
margar starfgreinar, sem komast
hjá að nota kælingu og frystingu.
Vaxandi áhugi á
íslausnum
Á sviði fiskvinnslu og útgerðar
selur Kælitækni allt til nýsmíði
og endurbóta, s.s. RSW-sjókæli-
kerfi, krapa- og ísvélar, ózon-
hreinsitæki og fleira. Athygli við-
skiptavina hefur í vaxandi mæli
beinst að ýmis konar íslausnum,
allt frá hreinum ís til krapaíss.
Hjá Kælitækni benda menn á að
krapaísinn kæli allt að 3 til 4
sinnum hraðar en venjulegur
flögu- eða plötuís. Krapinn um-
lykur hráefnið algerlega og mjúk-
ir ískristallarnir skemma það
ekki. Orkuinnihald íssins er mik-
ið og snertiflötur ískristallanna
stór. Krapa er hægt að framleiða
bæði ferskan og saltan.
Hjá Kælitækni er boðið upp á
þrjár mismunandi aðferðir við
framleiðslu krapa:
Í fyrsta lagi er svokallaður Flo-
Ice, sem eingöngu er hægt að
framleiða með saltvatni, sem ekki
er með minna saltmagni en sem
nemu 3-3,5%. Þessar lausnir eru
taldar henta ágætlega til sjós þar
sem sjór er notaður beint á vélarn-
ar. Slíkur krapi er t.d. notaður til
forkælingar á fiski um borð í
skipum og eru menn sammála um
stóraukin gæði hráefnisins eins og
dæmin sanni t.d. um borð í Arn-
ari HU og Páli Pálssyni ÍS. Þessar
vélar hafa verið þróaðar áfram og
taka í dag mjög lítið pláss miðað
við framleiðslugetu. Þá hefur
ennig verið þróuð ný tölvustýring
sem skilar frá sér óskaðri krapa-
þykkt t.d. 5,10,15,20,25,30,eða
35%, óháð breytilegu hitastigi á
sjó að vélinni.
Fyrsta vélin frá Kælitækni með
þessari tölvustýringu er um borð í
Sléttbaki EA. Þetta er vél frá Fin-
sam AS í Noregi en Finsam AS er
samstarfsaðili Kælitækni ehf.
Stýrikerfið var þróað í samvinnu
Kælitækni og Örgjafans ehf. Vél-
in framleiðir 7,5 tonn af ís á sólar-
hring við 0°C sjó inn.
Mikil kæling
með ísþykkni
Ísþykkni er önnur ísgerð sem
Kælitækni býður og er sá ís fram-
leiddur með North Star ísvélum.
“Nú eru menn að verða meira og
meira meðvitaðir um mikilvægi
góðrar og snöggrar kælingar mat-
væla (fisks í þessu tilfelli ) til að
lengja geymsluþol afurðanna og
auka gæðin. Kaupendur sjá sér
einnig fært að greiða hærra verð
fyrir betra hráefni. Mjög auðvelt
að búa til krapa með North Star
ívélum með lágu saltinnihaldi.
Það er áratuga reynsla af þessum
vélum, þær einfaldlega ganga og
ganga vegna mikilla gæða og ein-
faldleika. Þessar vélar eru til í
mörgum stærðum, frá 3 til 50
tonn hver vél,” segir í upplýsing-
um Kælitækni um ísþykkni. Sagt
er að vélarnar henti til lands og
sjávar þar sem krafist er mikillar
endingar og áreiðanleika.
Kerfi af þessari gerð var sett um
borð í Þorstein EA við breytingar
á skipinu fyrir skömmu og eru
framleidd um 60 tonn um borð að
ís, eða sem svarar um 180 tonnum
Kælitækni ehf. er þrautreynt í íslenskum kæliiðnaði:
Mikilvægt að geta boðið
fjölþættar lausnir fyrir
sjó- og landvinnslu
Þorskur í ískrapa.
Sannað þykir að bætt
kæling strax úti á sjó
gefi betra hráefni til
vinnslu þegar í land er
komið.
Ískrapi vellur upp úr röri á þilfari Faxa RE sem nýkominn er úr
breytingum. Kælitækni sá um kælibúnað í skipið.