Ægir - 01.02.2001, Síða 30
30
F I S K I R A N N S Ó K N I R
Ýmsar gerðir rafeindamerkja hafa
síðustu ár í vaxandi mæli verið
notaðar samhliða venjulegum
merkjum við rannsóknir á út-
breiðslu og atferli fiska. Rafeinda-
merki geta veitt mikilvægar upp-
lýsingar umfram venjuleg merki,
m.a. um ferðir fiska á svæði þar
sem fiskar veiðast ekki einhverra
hluta vegna. Þá geta merkin skráð
reglulega ýmsa umhverfisþætti og
jafnframt veitt upplýsingar um
lifnaðarhætti einstakra fiska yfir
langt tímabil.
Síðustu ár hafa verið í þróun
rafeindamerki sem skráð geta í
minni ýmsar upplýsingar, t.d.
dýpi, hita, halla og seltu. Slík
merki (stundum nefnd gagna-
geymslumerki) hafa verið notuð
hér við land með góðum árangri
við rannsóknir á þorski (Vilhjálm-
ur Þorsteinsson, 1995, 1999), laxi
(Jóhannes Sturlaugsson og Kon-
ráð Þórisson, 1995), urriða (Jó-
hannes Sturlaugsson, 1996) og
bleikju (Jóhannes Sturlaugsson
o.fl., 1997). Fyrirhugaðar eru á
Hafrannsóknastofnuninni merk-
ingar á karfa, grálúðu og ufsa.
Hér er fjallað um notkun raf-
eindamerkja við rannsóknir á
skarkola sem hrygnir í Breiðafirði.
Helstu markmið voru að afla upp-
lýsinga um dýpi og hitastig á
þeim svæðum er kolinn heldur
sig. Dýpismælingar veita jafn-
framt upplýsingar um hve botn-
lægur/hreyfanlegur kolinn er, og
út frá þeim má skoða hvort atferli
sé breytilegt eftir tíma sólarhrings
og árstíma og hvort munur sé á
atferli hænga og hrygna.
Merkingar og gerð
merkja
Merkingar fóru fram á hrygning-
arsvæði skarkola á Flákakanti 29.
mars 1998. Merktir voru 62 skar-
kolar með rafeindamerkjum og er
merkingaraðferðin sýnd á 1.
mynd. Merkin (DST 300, fram-
leidd af Stjörnu Odda, Reykjavík)
eru hólklaga, 13 mm í þvermál,
46 mm löng, vega 1 g í vatni, hafa
8100 mælinga minni og voru for-
rituð til að mæla dýpi og hita með
ákveðnu millibili í 6-12 mánuði.
Suma daga var mælitíðni merkj-
Höfundar eru
Jón Sólmundsson
og Hjalti Karlsson,
starfsmenn
hjá útibúum
Hafrannsókna-
stofnunar í Ólafs-
vík og á Ísafirði.
Seinni grein Í síðasta tölublaði Ægis fjölluðum við um göngur skarkola í Breiðafirði.
Þar kom fram að skarkoli hrygnir á Flákakanti í utanverðum firðinum í
mars til maí, en gengur á sumrin til fæðuslóða í norðanverðum Breiða-
firði og á Vestfjarðamiðum. Þessi grein fjallar um atferli (hegðun) skar-
kolans og útbreiðslu út frá skráningum rafeindamerkja. Rætt er um
ólíkt atferli hænga og hrygna á hrygningarslóðinni og hugsanleg áhrif
þess á veiðanleika kolans.
Göngur og atferli
skarkola í Breiðafirði
-upplýsingar rafeindamerkja um útbreiðslu og atferli
1. mynd. Rafeindamerki fest á skarkola. a) Nálum stungið í gegnum vöðva baklægt á kolanum. b) Vír með
plastplötu þræddur í gegnum nálarnar. c) Nálar fjarlægðar og sílikonmotta þrædd upp á vírinn. Rafeindamerki
síðan lagt á sílikonmottuna og vírinn notaður til að festa það við kolann. d) Skarkoli með rafeindamerki og
slöngumerki tilbúinn til sleppingar.
a b
dc