Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2001, Page 32

Ægir - 01.02.2001, Page 32
32 F I S K I R A N N S Ó K N I R að sjávarföll eru ekki eins greini- leg og breytingar á dýpi eru mun tíðari. Niðurstöðurnar benda því til að hængar séu meira á ferðinni á hrygningarslóðinni. Rafeindamerkin sýna að skar- kolinn heldur sig á 50-200 m dýpi á hrygningartíma. Veiðar á hrygningarsvæðinu fara aftur á móti einkum fram á 80-120 m dýpi og endurheimtast slöngu- merki nær öll á því dýpisbili (sjá 6. mynd í fyrri grein okkar í Ægi). Þetta er dæmi um upplýs- ingar sem rafeindamerkin geta veitt um útbreiðslu skarkolans umfram venjuleg merki. Með því að skoða nánar þau merki þar sem áhersla var lögð á 30 mín skráningar, kemur í ljós að skarkolinn er einkum á ferð- inni kvöld og nætur. Á 3. mynd eru sem dæmi sýndar hreyfingar 3 hrygna og 3 hænga frá 15.-19. apríl. Þessa daga voru hængar meira á ferðinni en hrygnur, en kynin eiga þó sammerkt að vera meira á ferli á kvöldin og næturna en á daginn. Niðurstöðurnar sýna þó einnig nokkra virkni að degi til. Atferli á fæðuslóð Þegar kemur fram á sumarið verð- ur talsverð breyting á dýpisferl- um. Frá júní fram í ágúst héldu rafeindamerktir skarkolar sig oft á sama dýpi í langan tíma og kol- arnir fóru lítið sem ekkert upp í sjó (4. mynd). Það dýpi sem ein- stakir skarkolar héldu sig á breyttist yfirleitt lítið yfir sumar- ið, þó sumir kolar færi sig greini- lega milli svæða. Mikill breyti- leiki var hins vegar á dýpi milli einstaklinga og dæmi voru um kola sem héldu sig ofan 50 m allt sumarið, meðan aðrir voru neðan 150 m. Lítill munur var á atferli kynja, enda einbeita bæði kynin sér að fæðuöflun yfir sumarið. Hitastig í umhverfi skarkolans Þegar merkingar fóru fram var hitastig sjávar við botn á hrygn- ingarsvæðinu um 2°C, skv. mæl- ingum rafeindamerkja (5. mynd). Í lok hrygningar (um miðjan maí) var meðalhitinn kominn í tæpar 5°C. Sjávarhiti á þeim slóðum sem merktir kolar héldu sig á jókst síðan jafnt og þétt um sum- arið, og náði hámarki í byrjun september þegar meðalhitinn fór í 9°C. Frá byrjun október fór hita- stig lækkandi og var komið í 2- 3°C í byrjun mars. Á 5. mynd eru til samanburðar sett inn meðal- gildi fyrir hitastig sjávar við botn á 50-150 m dýpi á fjórum sniðum út frá landinu þ.e á Selvogsbanka, út frá Látrabjargi, Kögri og Siglu- nesi norðanlands. Hitastig sem mælt var með rafeindamerkjum samræmist vel hitastigi við botn vestan og norðvestan Íslands. Skarkolinn virðist hins vegar hafa haldið sig í hlýrri sjó en finnst fyr- ir Norðurlandi og jafnframt í kaldari sjó en ríkir sunnan Ís- lands. Hitamælingarnar staðfesta því niðurstöður sem fengust með notkun slöngumerkja, að skarkol- inn í Breiðafirði afli sér fæðu í Breiðafirði og Vestfjarðamiðum, en haldi ekki til fæðuöflunar norður eða suður fyrir land. Umfjöllun Niðurstöðurnar sýna að á hrygn- ingarsvæðinu á Flákakanti eru hængar meira á ferðinni en hrygn- ur, einkum að kvöldi og nóttu. Hrygnur halda sig við botninn langtímum saman og virðast hreyfa sig fremur lítið úr stað. Skarkolinn étur nær ekkert á hrygningartíma (eigin athuganir) og hreyfingar hænga að nóttu er því ekki vegna fæðuöflunar. Því 3. mynd. Dýpisferlar 6 skarkola á hrygningartíma dagana 15. - 19. apríl 1998. Hver ferill sýnir dýpi fyrir einn kola. Hér eru sýndar mælingar með 30 mín. millibili. Dökkir borðar neðan ferlanna sýna tímann frá sólsetri til sólarupprásar. 0 50 100 150 200 250 9 : 3 6 1 4 : 2 4 1 9 : 1 2 0 : 0 0 4 : 4 8 9 : 3 6 1 4 : 2 4 1 9 : 1 2 0 : 0 0 4 : 4 8 9 : 3 6 1 4 : 2 4 1 9 : 1 2 0 : 0 0 4 : 4 8 9 : 3 6 1 4 : 2 4 1 9 : 1 2 0 : 0 0 4 : 4 8 Tími D _ p i ( m ) Hrygnur 15.-19. apr _ 0 50 100 150 200 250 9 : 3 6 1 4 : 2 4 1 9 : 1 2 0 : 0 0 4 : 4 8 9 : 3 6 1 4 : 2 4 1 9 : 1 2 0 : 0 0 4 : 4 8 9 : 3 6 1 4 : 2 4 1 9 : 1 2 0 : 0 0 4 : 4 8 9 : 3 6 1 4 : 2 4 1 9 : 1 2 0 : 0 0 4 : 4 8 Tími D _ p i ( m ) Hængar 15.-19. apr _ D ýp i ( m ) D ýp i ( m )

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.